Skipulag aðalvefsíðu

Við erum byrjuð að vinna að nýrri vefsíðu Pírata :rocket:

Framkvæmdin mun fara fram fyrir opnum dyrum og getið þið fylgst með ferlinu á Github: :male_detective:

Á þessari síðu er hægt að smella á issues og séð hvað við erum að ræða í tengslum við síðuna.

Mig hefur lengi langað að búta aðalsíðuna niður í smærri einingar. Kannski eru einhverjir hér sem gætu lagt orð í belg hvernig væri best að gera það, eða hvort það sé góð hugmynd?

T.d. prófaði ég að setja upp:

Svo er hægt að sjá allt á Píratar (Pirate Party Iceland) · GitHub.
Þetta er mikið að taka inn, þess vegna þurfum við gott skipulag á þessu.

Kosturinn við að hafa þetta í smærri einingum er helst að þá er hægt að láta fleiri einstaklinga hafa takmarkaða ábyrgð, valddreifing.
Aðili A fær skrifheimild á einn part, aðili B á annan part osfrv. Þeir geta auðvitað báðir haft skrifaðgang að öðrum parti.
Partarnir væru þá skilgreindir sem undirlén (subdomain) eins og “log.piratar.is” og “hjalp.piratar.is”.

Þetta er allt á algjöru byrjunarstigi en allar umræður vel þegnar!

Kannski er einfaldara að hafa bara allt á einni stórri síðu, og vera ekki að búta hana niður?

Það væri einstaklega gott að fá hugmyndir núna þar sem vinnsla á nýju síðunni er að hefjast. :nerd_face:

Hérna eru pælingar um nýja veftréið:

4 Likes

Hef aldrei unnið neitt á github áður (utan við einstaka ath) er Styleguide staðurinn fyrir útlitspælingar/skipulag síðunar eða þarf að stofna nýjann þráð?

Það er best að búa alltaf til nýtt issue til að tilkynna villu eða biðja um eitthvað “feature request”.
Þá er hægt að loka því issue-i þegar það er búið að lagfæra það.