Skipulagsstarfshópur: Afurð og vinnugögn

Skipulagsstarfshópur sem var stofnaður af framkvæmdaráði í kjölfar frumkvæðis Snæbjörns Brynjarssonar lýkur nú störfum á aðalfundi. Á sínum tíma var auglýst eftir fólki sem vildi vera í hópnum og varð svo að allir sem sóttust eftir því voru með í honum.

Vinnusvæði starfshópsins er aðgengilegt öllum. Þar er t.d. að finna inntaksskjöl, sem starfshópurinn notaði til að passa að missa ekki af hugmyndum sem höfðu komið fram hér og þar áður. Einnig eru þar vinnusvæði einstakra meðlima og ýmis umfjöllun um starfið. Síðast en ekki síst er þar að finna drög að hugmyndum sem voru síðan lagðar fram inn í smiðjuvinnuna á aðalfundi.

Niðurstaða hópsins var að leggja fram tillögur í formi hugmynda, frekar en fullunnar lagabreytingartillögur. Það er ósk hópsins að þessar hugmyndir verði unnar áfram, sérstaklega með hliðsjón af vinnu smiðjanna á aðalfundi 2019.

(Athugið: Starfshópurinn notaðist við svokölluð markdown-skjöl, sem hafa endinguna „.md“, í vinnu sinni sem er ekki víst að allir kannist við. Ýmis forrit er hægt að nota til að vinna með markdown skjöl, til dæmis forritið Typora. Það forrit er afskaplega einfalt og keyrir á öll stýrikerfi. Einnig er reyndar hægt að opna slík skjöl í einföldum textaritli eins og Notepad á Windows, TextEdit á Mac og Vim/Nano/Emacs á Linux.)

1 Like

Verður áframhaldandi vinna hópsins út frá tillögum sem þegar eru komnar og út frá umræðum á aðalfundi. Ég hefði áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu (koma aftur inn í hópinn eftir time-out) og koma hugmyndunum í fullmótaðar lagabreytingatillögur sem hægt er að kjósa um í kosningakerfinu.

1 Like

Ég geri ráð fyrir því. Best færi á því að framkvæmdaráð ákveddi eitthvað um framhaldið til þess að allir hefðu jafnan aðgang að því. Við lögðum til að það yrði skipaður nýr hópur og að allir sem vildu vera með í honum fengju að vera með í honum.

Ég skal ganga á eftir því við framkvæmdaráð, allavega fá á hreint hvernig þau vilja halda áfram.

Ég ætla líka að pressa á að vinnan haldi áfram. Vonandi verður sett einhver tímasetning þar sem konkret tillögur fara í kosningar.

Svo er líka mikilvægt að það sem kom frá almennum félagsmönnum á aðalfundi fari líka í úrvinnslu og kosningar.

2 Likes

Var komið fundarboð? Mig rámar í fund þann 14.okt nk. en finn ekki fundarboð hér eða á FB.

Ég hef allavega ekki fengið fundarboð ennþá, svo ég hafi tekið eftir. Þetta er heldur ekki í dagatalinu á vefsíðunni: https://piratar.is/vidburdir/

Hvaðan hefurðu 14. október, @alfa? Úr samtali við einhvern?

Mig hefur líklega dreymt þetta :slight_smile:

  1. okt krakkar :slight_smile:

12.okt ætti að vera á dagatali, a.m.k. er facebook-viðburður.

Já, þarna leynist hann, blessunin. :slight_smile: