Slagorð fyrir kosningar 2024

“Forvarnir eru ferskvara”

Slagorð þegar við tölum um forvarnir, geðheilsu og allt hitt varðandi krakka og ungafólkið okkar!

Setti þetta inn fyrir viku á annan þráð, flyt það yfir þar sem óskað er eftir samræmingu:

„Hér eru slagorðatillögur plús pælingin á bak við þær:

  1. Í ÞÍNUM HÖNDUM
  2. ÞITT ER VALDIÐ
  3. ÞÍN STJÓRNSÝSLA

Öllum tillögum fylgi stuttur texti um beint, fljótlegt, auðvelt og milliliðalaust aðgengi að stjórnsýslu. Texti um ibúakosningar sem raunverulega er farið eftir. Texti sem nefnir Sviss.

Málið er að það er mikil einstaklingshyggja á Íslandi en baráttumál/stefna Pirata geta sýnt hvernig hægt er að nýta einstaklingsskoðanir og aðgerðir til að styrkja lýðræðið. Enginn annar flokkur með það.

Nýtum sérstöðu pírata. Stutt skotheld og markviss skilaboð, áherslan á beint lýðræði, sterkt og virkt lýðræði, á þátttökulýðræði.

2 Likes

Þetta finnst mér geggjað.

Líka mjög hrifinn af þessu líka.

Meðan mér finnst þetta persónulega allt í lagi, þá er það bara vegna þess að ég túlka það mælandanum í vil. Það er alltaf ákveðin togstreyta á milli öryggis og frelsis (flestallt frelsi er skert í nafni einhvers konar öryggis), þannig að það hvíslar líka að mér púki sem segir “Sumsé, frelsi nema þegar það þarf að skerða það af öryggisástæðum?”, sem er ansi hratt í að þýða “ekkert frelsi”.

Þar finnst mér “Frelsi til og frelsi frá” ná sama punkti en halda samt áherslunni á frelsinu án þess að lauma þarna inn stærstu afsökun flestallra stjórnvalda fyrir því að hamla frelsi. En eftir tillögur @violet finnst er mér skapi næst að falla frá tillögunni og styðja frekar þessar tvær, sérstaklega “Frelsi til að vita, vald til að breyta.” - Mér finnst það mjög sterkt.

1 Like

Hvað með: “Áfram Píratar, nú með ávaxtabragði!”

Nei, ok, það er fyndið, en ekki kannski gott slagorð.

Ég er soldið búin að vera að nota ‘Það er kominn tími á breytingar.’ þangað til annað er ákveðið.

1 Like

Ég er ekki með slagorð endilega en bendi ykkur slagorða smiði á þrjú mikilvæg atriði.

  1. “Píratar” í einhverri mynd verður að vera hluti af slagorðinu. Með öðrum orðum þá verður tenging við flokkinn að vera innifalin í slagorðinu með beinum hætti en ekki bara til hliðar. Efnishluti slagorðsins má alveg geta staðið sjálfstætt en verður að passa með viðfanginu (Píratar) líka.

“Píratar kjósa frelsi til og frelsi frá” eða “Frelsi frá og frelsi til í boði Pírata” til að sýna dæmi. Þetta eru ekki endilega góð dæmi þar sem þau falla í “of cerebral” gallann sem ég bendi á í næsta punkti.

  1. Slagorðið/n verða að höfða til tilfinninga kjósenda. Til þess þurfa þau helst að varða afkomu fólks í víðum skilningi. Tillögur @Adalheidur_Johanns með öryggi sem lykilatriði eru í áttina en ná ekki alveg í mark. Það vantar líka að flétta “Píratar” inn í þær tillögur.

Stærsti gallinn við flest slagorð Pírata til þessa er að þau hafa verið of lógísk, vitsmunaleg eða “cerebral”. Ef fólk þarf að hugsa of mikið til að skilja inntakið þá nær það ekki í mark. @ArniPeturArnason hefur þegar nefnt dæmi um eldri slagorð sem falla í þessa gryfju.

  1. Píratar þurfa að geta bakkað upp slagorð með vísan í fyrri gjörðir flokksins. Sýna að slagorð sé ekki bara tilfinningarúnk (afsakið orðbragðið) heldur að flokkurinn sé til í að standa við það í sínum störfum. Það er sérstaklega mikilvægt með slagorð sem höfða til tilfinninga.

Píratar hafa ekki lengur þann “lúxus” að vera ný og með enga sögu að baki sér. Það er því frekar auðvelt að sjá hvort það sé einhver alvara á bakvið loforð með því að athuga hvort Píratar hafi lagt eitthvað fram áður til að vinna að loforðinu eða ekki (öll eða flest slagorð fela í sér einhvers konar loforð, hvort sem er leynt eða ljóst).

3 Likes

“Vald í þínum höndum” ?

Það undirstríkar okkar framsýni um beint lýðræði og ábyrgði til þess að nóta kosningaréttinn sinn, það er hægt að túlka þetta sem ákall til að kjósa og hafa áhrif, og líka stefnu Pírata um að allir geta tekið þátt í stefnumótun.

Virk hlustun. Piratar.

Þátttökulýðræði. Píratar.

Ný stjórnarskrá. Píratar.

*Píratar vilja;

Öryggi til frelsis

Öruggt húsnæði
Örugga afkomu
Örugga inngildingu
Öryggi frá eftirrgliti

Frelsi og Öryggi fyrir öll

Frelsi til upplýsinga
Frelsi til beimsblýðræðis
Frelsi til menntunar
Frelsi til vals á búsetu
Öryggi og Frelsi til þátttöku í samfélaginu

Öryggi til FRELSIS

*Píratar vilja er sett framan við þessi slagoŕð

P.s. ég er maðvitað un allskyns malfars og stafseningavillur! En éf r í míkilli verkjaþoku en ákvað að henda þessu inn þó ég hafineiningis 5heilasellur!
Svo ég treysti á þið pússið þetta til🏴‍☠️

Hvað er íslenska ríkið búið að tapa miklum fjármunum útaf spillingu?

Píratar - Minnkum spillingu.