Slagorð fyrir kosningar 2024

Ég sé að fólk er að ræða slagorð á hinum ýmsu þráðum og vil leggja til að sú umræða færist hingað á þennan eina þráð.

Það sem slagorð þarf að hafa er:

  1. Auðskiljanlegt, og helst einfalt
  2. Framsýnt og ekki neikvætt. Engin orð eins og “ekki” “engar” “án”

“Heiðarleg stjórnmál” (sem við notuðum í sveitarstjórnarkosningum 2022) er dæmi um þetta.

“Sterk velferð, stolt þjóð” líka.

“Er ekki bara best að kjósa Framsókn?” er furðudæmi sem byggir á öfugum neitunum í spurnarsetningum en virkaði einhvern veginn.

“Burt með báknið” var slappt.

“Lýðræði, ekkert kjaftæði” var ömurlegt.

En síðan er spurning hvort gott slagorð rými við tíðarandann. “Heiðarleg stjórnmál” náði því til dæmis rétt eftir Íslandsbankafarganið.

“Píratar - Ný hugsun” kannski?

3 Likes

Sammála, mikilvægt að slagorðið sé stutt og einfalt, jákvætt og tengist gildunum okkar. Ég spjallaði aðeins við Chatta og fékk nokkrar ágætar tillögur:

„Þitt val, þín rödd, þín réttindi.“
„Frelsi til að vita, vald til að breyta.“
“Þín rödd skiptir máli.”
“Lýðræði í þínum höndum.”
“Þú ræður ferðinni.”
„Þitt val, þín áhrif, þín réttindi.“
„Þín ákvörðun - þitt lýðræði.“
„Þitt samfélag, þín ábyrgð, þín réttindi.“
„Taktu þátt - mótaðu framtíðina.“

1 Like

Það er rosa mikið gagnrýnt við okkur, heyri ég, að við tölum aldrei um frelsi lengur, sem er vond ásýnd fyrir flokk sem snýst í meginatriðum um allskyns birtingarmyndir frelsis í mjög víðum skilningi. Til að undirstrika þetta legg ég til:

Frelsi til og frelsi frá.

Það undirstrikar bæði þá baráttu sem við höfum kannski verið mest áberandi fyrir upp á síðkastið, sem er frelsi frá hlutum eins og kúgun í víðum skilningi, þ.e. frelsi frá ofbeldi, frelsi frá ofríki og frelsi frá fordómum. En sömuleiðis frelsi til í víðum skilningi, frelsi til að vera maður sjálfur, frelsi til að gera það sem maður vill við eigið líf og lifa því á eigin forsendum.

3 Likes

Chatti er ekki góður í að ríma. Ég bað um tillögur að slagorðum sem ríma, því það er einn eiginleiki slagorða sem slá í gegn (fólk er líklegra til að trúa frösum sem ríma - t.d. “an apple a day keeps the doctor away”). Ég fékk nokkrar uppástungur, engin þeirra rímaði almennilega en þessi létu mig skella upp úr :laughing:
„Réttindi allra, án hindrana og skalla!“
„Taktu þátt, gerðu meira – lýðræðið mun þig skeina.“
„Þitt frelsi, þín von – saman byggjum betri son.“

6 Likes

Þessi rím eru eðal :rofl:

1 Like

Öryggi til frelsis

Öruggt húsnæði
Örugg afkomu
(Öryggi i öllum fjamdanu)

Öryggi til FRELSIS

Þegar fólk er òruggt þá getur fólk strokið frjáls um höfuð.
Og hefur tíma og orku til að taka þátt í frjálsu samfélagi

2 Likes

Ingibjörg sólrún gaf okkur þetta alveg frítt, ímyndin allt en inntakið aukaatriði.

Píratar bjóða upp á breytingar!

eða

Það er kominn tími á Pírata!

1 Like

Það er kominn tími á Pírata er geggjað!! Fær mitt atkvæði!

4 Likes

Rann frekar snögglega yfir ritgerð frá 2020 um gæði íslenskra slagorð.

Þar kemur helst fram að almennt erum við ekki góð í að muna eftir slagorðum, tengja þau við rétt fyrirtæki og vita meiningu þeirra.

Svo að ég held að best sé að orðið Píratar komi fram í því og það sé stutt og skýrt.

Eins og t.d.
Píratar - Öruggt Frelsi

Eða eins og Helgi Hrafn kom með.
Píratar - Frelsi frá, Frelsi til

2 Likes

Ég fíla (þrátt fyrir double negatívu) "
“Það verða engar breytingar á Pírata”

Þetta slagorð kemur frá Magga sem er sérfræðingur í mörkun…

Eitt orð:

Breytum (kjósum Pírata)
Gerum
Nennum
Viljum
etc…

Nokkrar hugmyndir með frelsis og lýðræðis vinkli

Frelsi til að velja, frelsi til að lifa

Lýðræði byrjar með þér veldu Pírata

Engin landamæri fyrir frelsi

Vertu frjáls, vertu óhrædd/ur, veldu Pírata

Þín rödd, þitt frelsi

Að velja Pírata er að velja frelsi

4 Likes

Af þeim hugmyndum sem komnar eru hér að ofan líst mér best á þessar:

„Frelsi til að vita, vald til að breyta.“
“Það verða engar breytingar án Pírata”
Það er kominn tími á Pírata! (edit: Never mind, þetta er allt of framsóknarlegt)
„Þitt samfélag, þín ábyrgð, þín réttindi.“

2 Likes

On second thought þá er það þriðja á listanum allt of Framsóknarlegt :grimacing:

Tek undir að það gæti verið betra að orðið Píratar komi fyrir í slagorði. Mér dettur í hug að vitna óbeint í vin minn Hemúlinn (hann er reyndar að tala í gríni um jesú og satan) en það mætti búa til nokkur slagorð í sama stíl:

Upp með Pírata, niður með spillingu!
Upp með Pírata, niður með vexti!
Upp með Pírata, niður með vanhæfi!

og svo framvegis…

2 Likes

Eg er hlynnt því að slagorð sem felur í sér valdflingu kjósenda og/eða frelsi sé sterkt

Fyrsta slagorðið okkar „Þú ræður” var gott

„Endurræsum Island” var of víðtækt. Fólk kannski ekki heldur að vilja sjá öllu kollvarpað eins og slagorðið gaf til kynna

Frelsi er val (hérna eru skilaboð en líka of víðtækt
Valið er þitt (Þið skiljið inntakið en orðalag eða röðun orða þarf að vera betra)
Veldu frelsi (of víðtækt og boðháttur, þarfbetri útfærslu)

Það er vandmeðfarið að búa til slagorð með boðhætti. Þannig að reyna að promota val/frelsi en á sama tíma gera það í boðhætti getur auðveldlega orðið tvíeggjað sverð

Spurning sem slagorð gefur fólki færi á að íhuga, máta sig við kjarna þess sem spurt er um

Svo er þetta með að skera sig úr. Við erum pönkaðasti flokkurinn en sýnum það mun minna út á við. Því pönk verður auðveldlega að mótþróa í augum fólks

Að lokum er það að finna eitthvað sem nærri ómeðvitað festist í huga folks. Td munum við öll eftir „Er ekki best að kjósa Framsókn?”

Þau sem toku eftir auglýsingum Vodafone fyrir um 12-15 árum muna kannski eftir „Essasú?” Það varð að frasa.

Svo eru það bestu auglýsingarnar . Hvers vegna slógu þær í gegn? Hvað eiga þær sameiginlegt? Hvernig var mottó sett fram?

Við eigum fullt í bæði Piratakoðanum og grunnstefnu sem inspó fyrir slagorð en þurfum jafnframt að vera meðvituð um að fyrir flest fólk eru Piratakoðinn og Grunnstefnan alveg óþekkt.

2 Likes

Eigum við ekki að reyna eitthvað annað
-píratar

Eigum við ekki að reyna eitthvað nýtt
-píratar

1 Like
1 Like

“Þú ræður” er geggjað. Umhverfisvænt að endurvinna slagorðin líka.

1 Like

ég er sammála því! :smiling_face: