Sammála, mikilvægt að slagorðið sé stutt og einfalt, jákvætt og tengist gildunum okkar. Ég spjallaði aðeins við Chatta og fékk nokkrar ágætar tillögur:
„Þitt val, þín rödd, þín réttindi.“
„Frelsi til að vita, vald til að breyta.“
“Þín rödd skiptir máli.”
“Lýðræði í þínum höndum.”
“Þú ræður ferðinni.”
„Þitt val, þín áhrif, þín réttindi.“
„Þín ákvörðun - þitt lýðræði.“
„Þitt samfélag, þín ábyrgð, þín réttindi.“
„Taktu þátt - mótaðu framtíðina.“
Það er rosa mikið gagnrýnt við okkur, heyri ég, að við tölum aldrei um frelsi lengur, sem er vond ásýnd fyrir flokk sem snýst í meginatriðum um allskyns birtingarmyndir frelsis í mjög víðum skilningi. Til að undirstrika þetta legg ég til:
Frelsi til og frelsi frá.
Það undirstrikar bæði þá baráttu sem við höfum kannski verið mest áberandi fyrir upp á síðkastið, sem er frelsi frá hlutum eins og kúgun í víðum skilningi, þ.e. frelsi frá ofbeldi, frelsi frá ofríki og frelsi frá fordómum. En sömuleiðis frelsi til í víðum skilningi, frelsi til að vera maður sjálfur, frelsi til að gera það sem maður vill við eigið líf og lifa því á eigin forsendum.
Chatti er ekki góður í að ríma. Ég bað um tillögur að slagorðum sem ríma, því það er einn eiginleiki slagorða sem slá í gegn (fólk er líklegra til að trúa frösum sem ríma - t.d. “an apple a day keeps the doctor away”). Ég fékk nokkrar uppástungur, engin þeirra rímaði almennilega en þessi létu mig skella upp úr
„Réttindi allra, án hindrana og skalla!“
„Taktu þátt, gerðu meira – lýðræðið mun þig skeina.“
„Þitt frelsi, þín von – saman byggjum betri son.“
Af þeim hugmyndum sem komnar eru hér að ofan líst mér best á þessar:
„Frelsi til að vita, vald til að breyta.“
“Það verða engar breytingar án Pírata”
Það er kominn tími á Pírata! (edit: Never mind, þetta er allt of framsóknarlegt)
„Þitt samfélag, þín ábyrgð, þín réttindi.“
Tek undir að það gæti verið betra að orðið Píratar komi fyrir í slagorði. Mér dettur í hug að vitna óbeint í vin minn Hemúlinn (hann er reyndar að tala í gríni um jesú og satan) en það mætti búa til nokkur slagorð í sama stíl:
Upp með Pírata, niður með spillingu!
Upp með Pírata, niður með vexti!
Upp með Pírata, niður með vanhæfi!
Eg er hlynnt því að slagorð sem felur í sér valdflingu kjósenda og/eða frelsi sé sterkt
Fyrsta slagorðið okkar „Þú ræður” var gott
„Endurræsum Island” var of víðtækt. Fólk kannski ekki heldur að vilja sjá öllu kollvarpað eins og slagorðið gaf til kynna
Frelsi er val (hérna eru skilaboð en líka of víðtækt
Valið er þitt (Þið skiljið inntakið en orðalag eða röðun orða þarf að vera betra)
Veldu frelsi (of víðtækt og boðháttur, þarfbetri útfærslu)
Það er vandmeðfarið að búa til slagorð með boðhætti. Þannig að reyna að promota val/frelsi en á sama tíma gera það í boðhætti getur auðveldlega orðið tvíeggjað sverð
Spurning sem slagorð gefur fólki færi á að íhuga, máta sig við kjarna þess sem spurt er um
Svo er þetta með að skera sig úr. Við erum pönkaðasti flokkurinn en sýnum það mun minna út á við. Því pönk verður auðveldlega að mótþróa í augum fólks
Að lokum er það að finna eitthvað sem nærri ómeðvitað festist í huga folks. Td munum við öll eftir „Er ekki best að kjósa Framsókn?”
Þau sem toku eftir auglýsingum Vodafone fyrir um 12-15 árum muna kannski eftir „Essasú?” Það varð að frasa.
Svo eru það bestu auglýsingarnar . Hvers vegna slógu þær í gegn? Hvað eiga þær sameiginlegt? Hvernig var mottó sett fram?
Við eigum fullt í bæði Piratakoðanum og grunnstefnu sem inspó fyrir slagorð en þurfum jafnframt að vera meðvituð um að fyrir flest fólk eru Piratakoðinn og Grunnstefnan alveg óþekkt.