Sleppa borgarlínu, ókeypis í strætó

Og þetta:

Borgarlína Reykjavíkur mun kosta mælanlegt hlutfall af því sem það kostar að þróa sjálfkeyrandi bílinn. Og það er fyrir allan heiminn. Hann gæti svo verið þróaður áfram til að leysa umferðarvandann með betri hætti.

Sjálfkeyrandi bílar er rosalega takmörkuð lausn þegar skipulag gatnakerfis og ljósastýringar er lélegt. Mögleikinn á frjálsu flæði umferðar þarf alltaf að koma fyrst, eitthvað sem er ekki fyrir hendi núna

Það er rétt, sjálfkeyrandi bílar eins og þeir verða í upphafi munu verða takmarkaðir.
En það sem gerist þegar meginþorri umferðar verður orðinn sjálfkeyrandi er að þá verður hægt að þróa umferðina áfram með hætti sem væri ekki hægt annars.

Það verður í rauninni ekkert fólk að keyra lengur, og umferðarreglurnar verða þá í rauninni bara forritskóði. Þegar svo er komið verður hægt að stýra hlutunum með hætti sem ekki væri hægt að láta sig dreyma um meðan mannshöndin er bakvið stýrið.
T.a.m. verða engin ljós lengur, hvorki illa stillt né vel. Engin þörf á mislægum gatnamótum og þar fram eftir götunum.
Þetta mun leiða til þess að sjálfkeyrandi bílar verða í upphafi lélegir, en þegar fram líða stundir munu þeir skilja aðra ferðamáta eftir í rykinu. Ábatinn fyrir mannkyn verður ólýsanlegur.

Borgarlína er hinsvegar þróunarfræðileg blindgata.

Og einn daginn verður mannkynið vélmenni þar sem meðvitund fólks er uploadað í þau. En það er í fjarlægri framtíð, eims og þetta sem þú ert að tala um. Þótt styttra sé í það sem þú nefnir en ég hér fyrst.
Það eru einhverjir áratugir í að flestir ökumenn verða á sjálfkeyrandi bílum.
Málið er að vandinn er núna og hann þarf að tækla núna.
Bara almennileg umferðarljósastýring myndi laga meira en marga grunar, það er hægt að gera núna. Breytingar á gatnakerfi er hægt að gera næstum því núna.
Eða á kannski bara að láta vandann grassera áfram og áfram og verða verri og verri og á meðan undirbúum við hvernig þetta verður fyrir komandi kynslóðir, þann tíma sem ég og þú verðum ekki lengur á meðal manna?
Allt í lagi að spá í framtíðinni en það verður líka, og meira í svona tilfellum, að spá í núinu.

Ég vil taka undir þetta. Það er alveg svakalegt að fylgjast með gatnamótum stundum.

Persónulega myndi ég bara gera nokkra hluti sem gerast núna, eins og laga umferðarljósastýringuna, afnema skatt á hjólum, þétta byggðina með nokkrum vel hönnuðum miðsvæðis skýjakljúfum (ármúli og skeifan, borgartún… anyone (: ), gera strætó ókeypis og fara svo strax að ræða sjálfkeyrandi bíla. Sleppa algjörlega þessari þróunarfræðilegu blindgötu sem borgarlínan er.

Þetta með ljósastýringuna er alveg rétt, og er einmitt stefnumál hjá okkur.

Og það var afgreidd tillaga um að kaupa betri slíka stýringu í samstarfi við vegagerðina á fundi innkauparáðs núna nýlega, það eru rosalega góðar fréttir.

1 Like

Við þurfum líka, á meðan beðið er eftir framtíðarlausnunum, að gera það meira aðlaðandi fyrir fólk að kjósa bíllausan lífsstíl. Ég er að gefast upp á að vera bíllaus vegna örfárra þátta - hverfisvagninum var rústað (krafa ssh), grenndarstöð fjarlægð (og of kostnaðarsamt að kaupa sér tunnur fyrir pappír og plast) og ekki hægt að ná í sand á hálku (taka fötu með í strætó yfir hálfan bæinn?) auk þess sem saltkassarnir eru liðin tíð, hafa m.a.s. verið seldir. Í vetur fór ég í bakinu við að drusla innkaupatöskunni yfir snjóruðninga, zipcar er frábær en þótt hann sé lágt verðlagður er hann samt of dýr (eins og aukatunnur) fyrir tekjulága. Við þurfum að hugsa þessi kerfi sem fjölþætt þjónustukerfi, ekki bara “strípaða” umferð. Taka félagslegu þættina sterkt inn.

Heyrðu fólk er víst byrjað að blunda í bílnum á 90km.

Já.

En eins og segir í fréttinni:

Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir.

Þeir eru bara að koma í veg fyrir að fólk geti lögsótt þá.

En pælingin með sjálfkeyrandi bílum er akkurat það. að maðurinn um borð skipti engu máli.

Eftir því sem tæknin þróast þá mun á einhverjum tímapunkti verða öruggara að láta bílinn keyra en að keyra sjálfur. Og þá snýst öll lógíkin á hvolf og fólk verður varað við því að stjórna bílnum sjálft. Þetta er bara spurning um hversu hratt þetta mun gerast.

Er fólk ekki komið svolítið út fyrir efnið hérna? Það er magn bíla á götunum sem er vandamálið og lengd ferðalaga frá heimili að vinnu/þjónustu. Ef þau vandamál eru ekki leyst þá eru einhverjar tæknilausnir ekki að fara að gera mikið. Sé heldur ekki fyrir mér að fljúgandi bílar verði mjög gagnlegir í rokinu í reykjavík :wink:

2 Likes