Spjallið - úrbætur & frekari þróun

Ég er mjög ánægð með þetta spjallborð og ætla að færa mikið af málefnaumræðu hingað inn. Það er hins vegar mikið af “spjalli” sem ég ætla að skilja eftir á FB, aðallega “ad hoc” samræðum og kaffispjalli um allt og ekkert. Sumu af því er erfitt að sinna hér. Ég nefni tvennt sem þyrfti að laga hér til að ég geti losnað meira við FB.

  1. Myndir og hlekkir. Það er erfiðara um vik að setja inn myndir úr daglegu starfi o.s.frv. Ég sá td að Róbert setti inn færslu á “virkir píratar” þar sem hann hvatti okkur til að nota spjallið frekar en FB en setti svo klukkutíma seinna inn færslu á FB með myndum og texta úr kaffispjalli í Tortúga. Þægindin á FB v/ mynda & tilvísana í frétta o.þ.h. eru miklu meiri.

  2. Hlekkir í athugasemdir og pósta. Það væri mjög gott að geta hlekkjað og vísað í einstaka pósta og jafnvel athugasemdir. Sumir þræðir eru með mjög mörgum athugasemdum. Svo kemur nýr þráður um óskylt/skylt malefni og þá væri mjög fínt að geta vísað í með einföldum hlekk í fyrri umæðu, staka athugasemd eða póst. Nú er hægt að vísa í upphafspóst en ekkert annað.

2 Likes

Sammála, kannski færast konkret málefni meira hingað inn en “kaffispjall” yfir á fb.

Er hægt að láta upphafssetninguna í umræðu sem fram hefur farið hér koma fram strax á eftir hausnum?

Það væri þá hægt að átta sig betur á hvert umræðan er kominn og einnig að sjá í einni hendingu (í meginatriðum) hvað hefur veri rætt áður. Kannski of plássfrekt?

Svartholsprófun.

Tengilsprófun.

https://www.quantamagazine.org/what-the-sight-of-a-black-hole-means-to-a-black-hole-physicist-20190410/

@alfa: Takk fyrir pælingarnar!

Ég var að prófa að setja inn mynd og tengil, sem virkaði ágætlega hérna í póstinum á undan.

Hvað varðar það að tengja í eintsaka pósta, þá sýnist mér það virka ef maður notar tengilinn sem er í tímasetningu póstsins. Hérna er t.d. tengillinn á innlegg Jassa hér á undan: Spjallið - úrbætur & frekari þróun

En síðan er líka hægt að vitna beint í fólk hérna, sem mér finnst mjög sniðugt. Sjá, t.d.:

Þetta gerði ég með að velja textann hjá þér og smella á „Quote“. Þá hentist það bara beint inn í innleggið mitt. :slight_smile:

Dugar þetta til þess sem þú ert að spá?

1 Like

Algjörlega. Er að testa sjálf :slight_smile:
Það er bara spurning um að læra á þetta betur. Fídusarnir sem þarf eru þegar til staðar. Nema þú sért svona fljótur að forrita :slight_smile:

Hvernig kemur þetta út td.

2 Likes

Enn meira test. Ekki lesa, ég er bara að leika mér.

Undarleg frétt

Þetta er meira en nóg, þakka þér kærlega fyrir :):call_me_hand::eyes:

Jassi með athugasemd.

1 Like

Það er hægt að búa til ‘off-topic’ flokk/hóp fyrir það, þekkist á flestum spjallsíðum sem nota þetta kerfi. Ég hætti t.d. í báðum FB hópunum því ég vil ekki hafa neitt sem við kemur pírötum þar. Opinn og frjáls hugbúnaður og allt það :wink:

Ég er algjörlega sammála @alfa og fleiri.
Facebook er tilvalið í kaffispjall, eitthvað sem má gleymast og er ekki Googlanlegt. Fínt að halda rifrildunum okkar þar áfram :wink:

Munum að allt sem er á Spjallinu birtist á leitarvélum (nema það sé í lokuðum hóp, sem kerfið býður upp á). Spjallið er því tilvalið í upplýsingagjöf, sem má vera Googlanleg.

Ef við erum mikið að ræða málefni hér, þá munum við skora hátt á leitarvélum og ýmsir aðilar, hvort sem þeir eru Píratar eða ekki, munu mögulega lenda hér og sjá okkur umræður. Þetta tel ég mjög vænlegt.

Dæmi: Einhver “Googlar” eða “Bing-ar” 3OP eða áfengisfrumvarpið og viðkomandi þráður á Spjallinu okkar væri í efstu sætunum, því umræðan var góð. Ég hef mikla trú á að þetta muni gerast ef umræðan er góð.

Viðbót:
Og fyrir þá sem ekki vita, þá heitir þetta Spjallkerfi sem við erum að nota Discourse - Þetta er ekki eitthvað sem Píratar eru að forrita, heldur er þetta Open Source kerfi.

Hérna eru ágætis hlekkir sem lýsa möguleikum Discourse:

2 Likes

Kannski saklaus/heimskuleg spurning: Er ekki hugmandafræði pírata byggð á gagnsæi og opinni ákvarðanatöku? Erfitt fyrir fólk sem er ekki virkt í pírtötum að fylgjsast með áður en það tekur ákvörðun um þáttöku ef við notum lokaðar grúppur. Það er ekki trúanlegt að sýna bara fallegu myndina opinberlega :slight_smile: