Spurningar til frambjóðenda í ábyrgðastöður til kosninga á aðalfundi 2020

Hæ Píratar!

Við í kjörstjórn ákváðum að hafa smá spurningasöfnun til frambjóðenda í eftirfarandi stöður sem verða til kosninga núna á komandi aðalfundi.

  • Framkvæmdastjórn
  • Fjármálaráð
  • Stefnu- og málefnanefnd
  • Úrskurðarnefnd
  • Kjörstjórn
  • Skoðunarmenn reikninga
  • Trúnaðarráð

Þið megið endilega skjóta inn fyrirspurnum eða skilaboðum sem þið viljið koma fram á færi til frambjóðenda, hér fyrir neðan. Þær verða svo lesnar upp og vonandi einhverjum þeirra svarað á jitsi fundi sem verður á þessum hlekk https://fundir.piratar.is/QandA2020 þann 16.09.20 kl. 20:00.

Yarr og gleðilegt lýðræði!

Fyrir hönd kjörstjórnar,
Svafar Helgason

4 Likes

Verða samráðsfundur milli ráða/nefnda/stjórnar
Ef svo verða þeir eftir leiðsögn framkvæmdastjórnar eða bara eitthvern vegin

Er eitthver munur á stjórn/nefnd/ráði í praktís

Er í lagi að bjóð sig fram í X,Y Z með þeim fyrirvara að ef ég kemst ekki í X mun ég taka sæti í Y og eða Z en ef ég fæ allt þá get ég bara sinnt X

2 Likes

Hér er ein tvíþátta frá mér.

Hvað munu þið sem sækjast eftir stöðu í stefnu og málefnanefnd leggja til til þess að grasrót hafi aðkomu að stefnumótunarferlinu fyrir næstu kosningar? Og hvernig sjáið þið starf ráðsins fyrir ykkur?

2 Likes

Afhverju viltu vera í ábyrgðarstöðu fyrir Pírata og telur þú mikilvægt að ráð og nefndir Pírata setji sér langtíma markmið og skipulag?

3 Likes

Hvað telur þú vera grasrót Pírata og hvernig sérðu fyrir þér aðkomu grasrótar að ákvarðanatöku og stefnumótun?

3 Likes

Hvað telur þú að sú staða sem þú ert að bjóða þig fram í muni kosta þig mikla vinnu.
Hversu oft telur þú að ráðið muni þurfa að funda og ætlar þú að vera dugleg/ur að mæta á fundi.

2 Likes

Ég býð mig fram í stefnu og málefnanefnd. Það sem ég vil sjá breytast er að leggja upp sýn fyrir Pírata það er áfangastaðurinn. Setja upp sýn í samgöngumálum, heilbrigðismálum , löggæslumálum dómsmálum. Stefna væri síðan eitthvað sem að studdi við þá sýn. Þetta hefði í för með sér að skilaboð til kjósenda væru skýrari. Stefnur íslenskra stjórnmálaflokka eru almennt á þá leið að þær eru ferðamáti en ekki áfangastaður.

Það er síðan algert lykilatriði að grasrót staðfesti vinnu ráðsins í kosningakerfi. Mitt upplegg væru síðan opnir vinnufundir þar sem að núverandi stefnur væru nýttar til að draga saman sýn Pírata á málaflokkinn.

Annar kostur við þessa nálgun er að hún gerir kjördæmunum kleift að setja sitt spin á hvern málaflokk þó Píratar sameinist um hver sýnin er.

@OlgaCilia
Það er mikilvægt að við séum vel undirbúin fyrir næstu kosningar ef ég get hjálpað og stuðlað að því að við séum vel undurbúin með góðar stefnur þá er ég til í það. Það er algerlega nauðsynlegt að markmiðin séu skýr og í samræmi við væntingar Pírata.

Grasrót Pírata eru við öll, En sérstaklega þarf að valdefla og auka áhrif almennra Pírata það er auðvelt að gleyma því að það er ekki allra að stíga fram og gera hlutina. En ef það er skapaður vettvangur fyrir hópavinnu gæti vel verið hægt að fá fleiri til að taka þátt á ákvarðanatökunni.

Áhrifafólk í Pírötum er líka hluti grasrótar, það hefur hins vegar almennt rödd og vettvang til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, við þurfum að skapa möguleika fyrir hinn almenna Pírata til að koma sinni rödd á framfæri.

@BjornThor
Þetta edit hjá mér klikkaði Þetta verður skorpu vinna og mun verða mest í kringum kosningar. Það verður þörf á að funda reglulega en líka má búast við að funda þurfi aukalega, ég sæi fyrir mér að mæta á alla fundi nema það sé ómögulegt.

2 Likes

@peturolithorvaldsson
Ég vona sannarlega að samskipti og samstarf milli ráða, nefnda, kjörinna fulltrúa og almennra Pírata verði sem víðast og sem mest. Hvort það verður með formlegum fundahöldum eða, bara einhvernveginn, það er erfitt að segja núna, held ég. Ég held að það þurfi að komast reynsla á samskipti þessara nýju ráða/nefnda Pírata og einhvernveginn slípast þetta vonandi með tímanum. Þó er mikilvægt að allir sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa setjist tafarlaust niður eftir að skipun nefnda liggur fyrir og ræði nákvæmlega þessi mál.

@Svafar ég tel það algert aðalatriði að grasrótin hafi alltaf sem mesta aðkomu að allri stefnumörkun Pírata, bæði fyrir kosningar og eftir. Píratar eru grasrótarflokkur, og mér finnst þetta góð spurning hjá þér því þetta gleymist alveg rosalega oft finnst mér. Ég sé starf ráðsins fyrir mér sem samþættingar- og kynningarstarf auk PR starfa við sérstakar aðstæður. Þar sem í hönd fer kosningaár er nærtækt að ræða það sérstaklega. Ég tel að svona ráð ætti að við að sér upplýsingum og viðhorfum frá sem flestum Pírötum, bæði kjörnum fulltrúum og almennum grasrótarpírötum, móta svo tillögu/tillögur um kosningaáherslur og leggja þær í kjölfarið fyrir grasrót til samþykktar eða synjunar á einstökum þáttum. Í kjölfarið verði til kosningastefna flokksins sem Píratar sameinast um.

@OlgaCilia ég vil vera í ábyrgðarstöðu fyrir Pírata vegna þess að ég tel Pírata vera einu vonina um siðbót í stjórnmálum á Íslandi og ég vil vinna að því að svo megi verða. Ég held líka að ég sé liðtækur í vinnu, svona almennt, en hvað varðar þessa tilteknu nefnd sem ég býð mig fram í (Stefnu- og málefnanefnd) þá gjörþekki ég stefnu, lög og hefðir Pírata frá stofnun og hef tekið þátt í mótun þess alls, þannig að ég er ágætlega hæfur til starfa, held ég. Ég held að gagnsætt og skýrt skipulag frá upphafi sé mjög mikilvægt og langtímastrategía sé lykillinn að gengi flokksins og án hennar verði starfið ómarkvisst.

@BjornThor ég held að þetta verði mjög mikil vinna í Stefnu- og málanefndinni á næsta ári vegna þeirra kosninga sem í hönd fara. Ég held að nefndin muni þurfa að hittast oft til að byrja með, sjaldnar í upphafi árs 2021 og svo daglega að minnsta kosti þegar líður að kosningum. Ég geri frekar ráð fyrir að taka mér frí frá öðrum störfum í aðdraganda kosninga til Alþingis til að sinna skyldum í nefndinni ef ég næ kjöri.

Sæl öll

Ég býð mig fram í Stefnu- og málefnanefnd og þakka fyrir spurningarnar.
Hér á eftir eru mín svör.

Svafar
Að mínu áliti er ekki mikið vit né gagn í stefnum sem grasrótin hefur ekki komið að. Á undanförnum árum hef ég komið að stefnumótun. Þátttaka hefur verið misjöfn, stundum góð en stundum því miður ekki nægileg. Stefnu- og málefnanefnd ætti að leggja sig fram um að fá sem flesta að verki við stefnumótun og stuðla að faglegum vinnubrögðum, eins og fram kemur í uppleggi fyrir hana.

Til að byrja með ætti nefndin að móta vinnubrögð og hefjast síðan handa við starfið.

Mín skoðun og margra annara er að það þarf að grisja í stefnunum, fækka og einfalda.
Ef vel tekst til myndi fyrir næstu kosningarnar vera búið að taka vel til þannig að gildar stefnur væru framsæknar, skýrar og aðgengilegar fyrir fólk að kynna sér og meta hvernig flokkur Píratar eru og hvort vert sé að veita þeim flokki stuðning í kosningum.

Olga Cilia
Að mínu áliti hefur það verið meðal áhugaverðra kosta Pírata að allir geta beitt sér í stefnumótun. Þannig þarf það að vera þó nefnd taki að sér visst samræmingar og hvatningarhlutverk. Allir Píratar eiga að geta tekið þátt og finna að framlag þeirra er mikils virði ef þeir gera það.

Björn Þór
Það má búast við talsverðri vinnu fyrsta árið fram að kosningum. Vikulegir fundir til að byrja með, síðan færri um tíma, en í aðdraganda kosninga næsta vor myndi þurfa meiri vinnu. Nefndin á samkvæmt lögum Pírata að leiða samantekt kosningastefnu í samræmi við samþykktar stefnur í samráði við frambjóðendur.

Fyrir mér er mikilvægt að stefnu- og málefnanefnd takist vel upp og býð fram krafta mína til þess að gera mitt til að svo megi verða.