Stefna Pírata í netfrelsi

Stefna Pírata varðandi netfrelsi

  1. Netið er ein mikilvægasta grunnstoð Íslands og tryggja þarf alhliða, frjálst, opið og óskert internet fyrir landsbúa á viðráðanlegu verði.
  2. Internetið skal vera eitt markaðssvæði og tryggja þarf neytendavernd samkvæmt því.
  3. Píratar vilja að friðhelgi einkalífs njóti vafans og stuðla að virkri persónuvernd fyrir notendur á netinu. Þannig má ekki stunda almennt eftirlit með einstaklingum eða hópum á netinu.
  4. Löggjöf á Íslandi skal vera hvetjandi til stafrænna umbreytinga, sem gerir landsbúum
    auðveldara að sækja réttindi sín.
  5. Stuðla skal að upplýsingaöryggi sem tryggir og verndar einstaklinga, atvinnulífið og samfélag.
  6. Á Íslandi skulu ekki vera reglur sem skylda aðila til að geyma persónugreinanleg gögn.
  7. Hýsingaraðilar gagna á netinu skulu ekki gerðir ábyrgir fyrir gögnum sem aðrir geyma hjá þeim.
  8. Hið opinbera skal nýta frjálsan og opinn hugbúnað hvar sem því verður við komið. Allt efni og öll þjónusta hins opinbera skal vera aðgengileg notendum frjáls og opins hugbúnaðar
  9. Almenningur skal eiga skilyrðislausan rétt á að dulkóða sín gögn og samskipti yfir netið þannig að þau séu ekki aðgengileg óviðkomandi.
  10. Tryggja skal öflugar fjarskiptaleiðir til og frá landinu. Fjarskiptanet skulu teljast til innviða sem eiga að þjóna almannahagsmunum.
  11. Tryggja skal réttarstöðu borgara, fjölmiðla, heimildamanna og uppljóstrara, sér í lagi hvað varðar rafræn gagnasöfn og upplýsingafrelsi á netinu.
  12. Eftirfarandi stefnur Pírata falla úr gildi:
3 Likes

hér er hlekkur á skjalið á rafrænu skrifstofu pírata:
https://office.piratar.is/index.php/apps/onlyoffice/52162?filePath=%2Fnetfrelsisstefna.docx

Ég fæ bara autt skjal þegar ég fer á hlekkinn.

Næsti fundur um sama mál

2 Likes

Ég er ekki með aðgang að þessu kerfi. Hvernig fæ ég aðgang? :slight_smile:

Á ekki skemmtilega við að drög að stefnu um netfrelsi séu á netinu—en í læstu skjali?

2 Likes

Jú auðvitað, https://docs.google.com/document/d/1RRkRsnBepDVkwtkVRx5pKhv1bGQ1kE1gOH7WRjyX7n0