Stefna um Hatursorðræðu

Hmmm…skv. þessu lagaákvæði úr hegningarlögunum, þá hefði td kennarinn í Frakklandi, sá sem sýndi grínmyndir af Múhammeð frá Charlie Hebdo og var hálshöggvinn af vitstola manni í kjölfarið, verið jafnvel dreginn fyrir dóm og dæmdur skv. þessu?
Mér finnst nefnilega háð og spott -a la stand up, beitt skáld o.fl. hafa rýmri heimildir. Það má móðga, mas sármóðga að mínu mati. Við getum ekki bannað móðganir -eða leitt almenna kurteisi í lög.
En um leið og ógnun, hótanir eða hvatningu til ofbeldis er að ræða -þá er klárlega farið yfir mörkin.

Annars finnst mér óskýrt hvernig SÞ, ESB o.fl. alþjóðastofnanir skilgreina hatursorðræðu. Og öll umræða, hvað þá stefnumótun er erfið þegar rætt er um epli og appelsínur -enginn á sömu blaðsíðunni.

1 Like

Hér er efni sem myndi hjálpa að skilja hvað haturs orðræða er og af hverju málfrelsi er ekki ótakmarkað:

https://www.coe.int/en/web/committee-on-combatting-hate-speech/background-document

1 Like

Og hér er linkurinn sem virkar frá svari til Einars:

https://www.google.com/url?sa=t&source=web&rct=j&url=https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/STUD/2020/655135/IPOL_STU%282020%29655135_EN.pdf&ved=2ahUKEwj1t7LezIzwAhWygf0HHYkMBggQFjAAegQIBBAC&usg=AOvVaw0NpiZVGYd6TnK5pjVV31k2

Gætirðu sett þetta fram á íslensku í stuttu punktaformi svo auðlesið sé?

Ég skil bara allls ekki hvað þú varst að fara, Odin.

PS. Af einhverjum ástæðum fæ ég ekki tilkynningar í pósti um innlegg hér á spjallinu, þótt ég þykist hafa still það þannig.

1 Like

Gott og vel. Það sem ég er að tala um er þetta hér:

Þetta er ekki svar við neinu sem á undan kemur. Næst á undan var spurt hvort þú hefðir kynnt þér efnið sem um er að ræða, og þess óskað að þú gerir það til að umræðan geti farið fram þannig að allir aðilar hafi sömu forsendur.

Þú svarar ekki spurningunni, en staðhæfir eingöngu rétt þinn til að segja það sem þú sagðir - nokkuð sem ég sé ekki að hafi verið rengt. (Ég skal hinsvegar gangast við að réttmæti þess hafi verið rengt, en það er allt annar handleggur.) Ef til vill var ég of bráður á mér, og tilfellið er hreinlega það að þú gerir þér ekki grein fyrir því að í orðalaginu felst ásökun um þöggunartilburði. Mér virðist það þó ólíklegt, því þú túlkaðir orð @Wiktoria ekki bókstaflega. En ef við gefum okkur það, þá er svarið einfalt:

Það getur haft marktæk áhrif á það sem þú segir. Þó það breyti e.t.v. ekki neinni skoðun, þá hlýtur það að minnsta kosti að vera gagnlegt þegar á að rökræða hluti að kynna sér rökin sem aðrir setja fram.

Ég hef kynnt mér eitthvað efni um hatursorðræðu já.
Þú segir “ekki meðtekið” - ekki er sjálfgefið að einstaklingar fallist á niðurstöður annarra um skynsamlega nálgun og á ekki að vera.
Já, ég hef raunverulegan vilja til að fræðast frekar og er í því.
Þó svo maður vilji fræðast frekar, telur sig geta bætt fróðleik við, þá geta ábendingar mans engu að síður skipt máli og verið verðmætar við stefnusmíði og samþykkt, sbr. færslu mína sem þú ert að svara.

Ef gerð hefði verið athugasemd við það sem ég sagði af því það hefði einhvern veginn falið í sér að ég hefði misst af einhverju í því efni sem bent var á hefði ég skilið þessa spurningu. En svo var ekki, og ég var bara að leggja fram atriði sem mér fannst mikilvæg í þessari umræðu, nefnilega dómaframkvæmdina á Islandi, enda nauðsynlegt að fjalla um hvað ætti að teljast hatursorðræða.

En þar sem þetta voru engar málefnalegar ábendingar fannst mér þetta bara vera ómálefnalegur hroki og frekja.

Í því sem þú svaraðir var m.a. eftirfarandi texti:

Með öðrum orðum var verið að spyrja hvort þú hafir kynnt þér efni sem fjallar um það hvernig þeir sem vilja breiða út hatursorðræðu beita málfrelsisrökum fyrir sig þegar þeim þykir það henta, meðal annars á þeim grundvelli að ekkert geti talist refsivert nema bein hótun um ofbeldi. Það er einfaldlega ekki rétt að engan málflutning nema beinar hótanir sé hægt að tengja við aukið ofbeldi. Það er því ljóst að með einhverjum hætti þarf að takast á við þessa orðræðu. Það er ekki gefið að það sé með lagasetningu og refsingum. Þú virðist hinsvegar einblína algjörlega á það.

Ég geti skilið þá tilfinningu. Ég á hins vegar erfitt með að sjá af hverju aðrir ættu ekki að sjá svar þitt á sama hátt.