Stefna um Hatursorðræðu

Eins og það kom upp í umræðum siðustu dagana, Píratar eru ekki með stefnu um hatursorðræðu, hvað varðar uppfært skilningu af henni.

Þess vegna langar mig að bjóða ykkur í malefnahóp þar sem við ætlum að draga út stefnu um hatursorðræðu fyrir flokk Pírata.

Vinsamlegast sendið mér línu hér ef ykkur langar að taka þátt! :slight_smile:

Ég er memm.

Af gefnu tilefni (my existence) þá er þetta hlutur sem ég hef safnað að mér talsverðri þekkingu um.

1 Like

Er ekki kjörið að byrja umræðuna hér? Taka saman ca hvort og hvað fólk hefur til málanna að leggja og hver eru viðmiðin?

Það er sjálfsagt að hafa stefnu um hatursorðræðu og það er mikilvægt að hún sé vel ígrunduð og tekið sé tillit til eins margra hliða á málefninu og hægt er.

Þar sem ég mun nefna hér punkta sem eflaust eru umdeildir vil ég byrja á eftirfarandi disclaimer:

Hatur er slæmt og hatursorðræða er þar af leiðandi slæm og ætti ekki að vera látin óátalin. Þannig er nú það.

Hins vegar er hér tvennt sem mér finnst mikilvægt að hafa í huga varðandi hvernig við tökum á henni:

  • Hatur hverfur ekki þótt við þöggum niður í því. Það hverfur fyrst og fremst með upplýsingum. Það er því ekki nóg að gera einhvern brottrækan með sitt hatur, hann fer þá bara með það eitthvað annað. Dæmi eru um aðila sem “læknaðist” af rasisma eftir að hafa verið talaður til á Pírataspjallinu. Ef honum hefði verið hent þar út væri hann eflaust enn rasisti í dag.
  • Það þarf að vera á hreinu hver dæmir um hvort um hatursorðræðu sé að ræða. Skilgreiningarnar eru vitanlega til, en það virðist þó oft vera álitamál hvort orðræða falli undir þá skilgreiningu eða ekki.

Ég myndi gjarnan vilja fá að vera með í umræðunni. Þó ekki væri nema til að fræðast, því ég tilheyri ekki mörgum hópum sem verða almennt fyrir hatursorðræðu og þekki hana því lítið af eigin skinni. En líka til að rífa kjaft. Ég manspreada að sjálfsögðu fyrir allan peninginn og tek mitt pláss! (Eru kannski fitufordómar eða karlafordómar að tala um manspreading og það því hatursorðræða? Ég á allavega líkamlega frekar erfitt með að manspreada ekki).

5 Likes

Ég er áhugasamur um að vera með og er sannfærður um að ég geti fræðst slatta. Og svo er amk óvitlaust að sjá hvort Píratar nái saman um skilgreiningu hatursorðræðu. Stefna kann að vera skynsamleg, sérlega ef hún hjálpar Pírötum. Og með hliðsjón af orðum Hrafnkels þá er vert að nefna að slík stefna þyrfti að sjálfsögðu ekki að fela í sér útilokun þeirra sem hata tiltekna einstaklinga (t.d. Idi Amin), hópa eða lýsa slíku yfir í samtali við Pírata. Og gæta þarf þess líka við hugsanlega stefnusmíði, að lítil hætta sé á að stefnan verði yfirfærð á eitthvað ófyrirséð, og þrengi að mannréttindum og auki hatur.

Takk Hrafnkell fyrir góðirpunktar. Það er að sjálfsögðu satt að hatur hverfist ekki, en það er buið að rannsaka þetta upp og niður, og það er munnurinn t.d. á hatri og xenophobiu. Xenophobia kemur frá óupllýsta ástæðu aðila og getur hverft við upplýsingum og “peer pressure”. Hatur er annað mál - þetta kemur frá ákvörðun sem er ekki svo auðvelt að breyta með upplýsingum (confirmation bias). Það eru aðgerðir til staðar sem EU var að vinna í í siðustu árum og erum núna að biða eftir official skjál með leiðbendingum fyrir öll EEA um hvernig er hægt að tækla þetta stórhætulegt vandamál.

Mæli með að lesa þetta:

  1. http://archives.nohatespeechmovement.org/
  2. https://www.coe.int/en/web/cyberviolence/online-hate-speech#91238877_91237834_True
  3. https://rm.coe.int/0900001680a1cd96
  4. https://rm.coe.int/09000016805a315c

Þetta er til að byrja með. Svo við getum byrjað umræðu frá upplýstu sjónarhorni.

Og hjartanlega velkomin í hópi :slight_smile: Bæt þér við.

2 Likes

Ertu búinn að kynna þér eitthvað af því efni sem er búið að rétta þér hingað til?

Það er nefnilega búið að tala um áhrif, afleiðingar, og hvað virkar, sem og vísað í ransóknir og fleira áður án þess að það virðist meðtekið, þannig að mig langar að vita hvort það sé raunverulegur vilji til þess að fræðast til staðar.

Annars almennt þá þykir mér það annars vera frekar óþægilegt að sjá talað um vilja til þess að taka þátt í stefnumótun á þeim grundvelli að geta fræðst.
Einhvernvegin finnst mér stefnumótunarfundir ekki hafa þann tilgang að fræða fólk, heldur vinna að stefnumótun.

1 Like

Ég hef áhuga á að vera með. Hefur verið boðað til fundar?

1 Like

ekki enn, það er verið að safna saman fólki til að byrja með

1 Like

Til að ræða um stefnu Pírata varðandi hatursorðræðu væri kannski skynsamlegt að ræða hvort okkur finnst lögin og dómaframkvæmdin á Íslandi í samræmi við gildi Pírata. Hér að neðan eru þeir fjórir dómar sem ég veit um að hafi fallið í Hæstarétti um slíkt. Fyrstu þrír þeirra fjalla um samkynhneigð og var sakfellt í fyrstu tveim en sýknað í þeim þriðja. Þessir þrír dómar eru vegna ummæla við fréttir sem fjölluðu um ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um samstarfssamning við Samtökin ´78 um hinseginfræðslu í grunnskólum.

Síðasti dómurinn er um ummæli um “Afríkunegra með prik”.

Ég tel alla sektardómana hér fráleita, þ.e.a.s. að lög sem leiða til sakfellingar fyrir ummæli af þessu tagi séu gróf skerðing á tjáningarfrelsi. Það er af því að ég tel að aldrei eigi að refsa fólki fyrir ummæli af þessu tagi nema þau feli í sér trúverðugar hótanir um eða hvatningu til ofbeldis gegn tilteknum einstaklingum. Þannig finnst mér fráleitt að halda fram að eftirfarandi ummæli hafi verið ĺíkleg til að leiða til ofbeldis gegn einhverju fólki.


„Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð [sic] vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugum hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“

https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=9ac88d78-68b1-4026-9d53-c869ea830270


„Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“

https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=3180406e-2245-4c88-8563-7ca65cc6bf31


Sýkna:

„Hlutlausa kynfræðslu á veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlileg eðlilegt!!!“

https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=42097e93-adaf-46de-9fc7-6e210e033a06


“Það þarf engan snilling eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afríkunegra með prik í hendinni eða Íslendingi. Vestrænar þjóðir vorkenna Afríkubúum mjög mikið en þeir búa þarna í gróðursælustu álfu heims og gætu framleitt sex sinnum meira af mat en þeir þurfa ef þeir nenntu því. Við búum hér á grjóthnullungi, höfum ekkert nema fiskinn og klakann og höfum það bara stórfínt á meðan þeir nenna ekki að berja af sér flugurnar…“”

https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=24a716f5-a308-4415-827c-5392258123f7

1 Like

Hér að neðan er texti lagagreinarinnar sem sakfellt var út af. Mér finnst fráleitt að það eigi að vera refsivert að hæðast að eða smána hópa fólks með ummælum eða myndum eða táknum, sama um hvaða hópa er að ræða. Og fráleitt að í ofangreindum tilfellum sé um að ræða ógnanir.

“233. gr. a.
Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.”

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html

2 Likes

Ég vil endilega taka þátt

1 Like

Varstu búinn að lesa eitthvað af þessu efni sem ég póstaði að ofan?

Það sem þér finnst í þessu máli hefur verið rannsakað í ES og er einn af mörgum dæmi um hvernig haturs orðræða gengur ágætlega í samfélagi.

Vinsamlegast, áður þú póstar eitthvað um þessu, lestu alla greinina sem ég hef póstaði að ofan og líka þennan her:

https://www.europarl.europa.eu › …PDF
Web results
Hate speech and hate crime in the EU and the evaluation of … - European Parliament

Af hverju ætti ég að lesa það sem þú póstaðir áður en ég tjái mig um umræðuefnið, út frá íslenskum veruleika?

Það væri trúlega ágætis byrjun hjá þér að lesa svarið, en ákveða ekki fyrirfram hvað sé verið að segja þér.

Að hverjum var þessu beint, Odin? (Sé það ekki, þótt þetta hafi væntanlega verið “reply” á eitthvert innlegg.)

Þér. Ég sé núna að ef maður svarar síðasta pósti á undan býr það ekki til tengingu eins og ef lengra er í það innlegg sem verið er að svara. Þessi vettvangur er ekki með marga þræði í umræðuefni, sem er ein ástæðan fyrir því að hér hefur alltaf verið yfirlýst stefna að hafa virkari ritstýringu en hafði verið á facebook-fjáranum.

Ég segi þetta af því að svarið frá þér er samhengislaust við það sem fór næst á undan; það er verulegur munur á því að banna tjáningu og að óska eftir því að þátttakendur í umræðu hafi einhvern sameiginlegan grundvöll.

Ég verð þó að viðurkenna að mér þykir að auki áhugavert að þú skulir ekki svara með tilraun til að verja orð þín gegn skynjaðri gagnrýni, heldur því einu að þér sé heimilt að láta þau frá þér.

2 Likes

Fyrsti fundur málefnahópsins á morgun kl 20:00

www.fundir.piratar.is/hatur

2 Likes

Verður sem sé fyrsti fundurinn fimmtudagskvöldið 29.4 kl. 20? Ég er ekki búin að lesa mig í gegnum alla tenglana sem þú settir þarna. Reyni að klára fyrir þann tíma.
Ég er geysispennt!

Mig langar að bæta við tveimur tenglum sem koma þessari umræðu og stefnumótun við. Það eru íslensk lög sem ég held að eigi við hatursorðræðu.

Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi

https://www.althingi.is/lagas/151b/1979010.2c3.html
Sérstaklega 20.greinin.

og

##Lög um fjölmiðla
https://www.althingi.is/lagas/151b/2011038.html
27. og 56.greinin.

Svo erum við að sjálfsögðu bundin af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þeim evrópska og SÞ.