Kæru Píratar. Nú hefur staðið yfir samtal milli grasrótar, sveitarstjórnarfulltrúa, stefnu- og málefnanefndar og nokkurra svæðisfélaga um stefnumótun fyrir komandi kjörtímabil í sveitarstjórn.
Ákveðið hefur verið að ráðast í vinnu í tveggja vikna lotum um hvern málaflokk fyrir sig sem hefst hver á kickoff-fundi með sérfræðingum héðan og þaðan, sem og yfirferð yfir stöðuna á núverandi stefnum. Vilji er til að byggja vinnuna á núverandi stefnum en breyta, bæta og stytta þær sem lengri eru. Að lokinni hverri lotu verði stefnan svo send í opið umsagnarferli. Stefnt er að því að vinna að endanlegum lokahnykki allra stefna í febrúar á Pírataþingi og senda svo í kosningakerfið. Í kjölfarið er svo hægt að ákveða hvaða mál verða lykiláherslur kosninganna og jafnvel útfæra nánar.
Á næstunni verður sent út fréttabréf með yfirliti yfir þessa vinnu og fundardagsetningar fyrir næstu mánuði. Dagsetningar fyrir fundi verða settar í dagatalið á Piratar.is auk þess sem útbúnir verða Facebook viðburðir. Við byrjum með vinnu við velferðarmál, öldrunarmál, málefni fatlaðs fólks og skaðaminnkun, stefnt er að kickstart-fundi á fimmtudag í næstu viku, 4. nóvember kl. 20. Stefnt er að því að hafa fundi á mánudagskvöldum og fimmtudagskvöldum kl. 20 fram að jólum en fölga þeim eftir áramót og bæta þá líklega við miðvikudögum kl. 20.
Hægt er að að skrá sig á málaflokka og fá sendar upplýsingar um stefnumótunarfundarhöld þeim tengdum og senda inn hugmyndir í hugmyndakassann hér: https://forms.gle/xG8jL7hsEKTTuuip7
Ég hvet sem flest til að taka þátt í þessari vinnu. Fínn undirbúningur er að fara yfir samþykktar stefnur frá því fyrir kosningar 2018.