Stefnumótun: Nýsköpun

Með tilvísan í grunnstefnu Pírata:

1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
1.2 Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru.

Og þeirrar staðreyndar að í dag er ekki nein stefna skilgreind fyrir nýsköpun, svið sem mun verða ein af lykilstoðum endurreisnar íslensk efnahags, þá langar mig að sjá hvort ekki sé áhugi meðal fólks að leggja vinnu í stefnumótun um nýsköpun.

Með tilvísan til þess hvernig ný stefnumál voru oft rædd hér innan Pírata í upphafi, þá langar mig að leggja fram þá tillögu að haldnir séu tveir fundir. Á þeim fyrri myndum við bjóða ýmsum aðilum úr nýsköpunargeiranum að fræða okkur um þau tækifæri og áskoranir sem felast í því að stunda og styðja við nýsköpun á Íslandi. Eftir þann fund myndi hópur þeirra úr grasrótinni sem hafa áhuga móta drög að stefnu sem síðan yrði kynnt og rædd á öðrum fundi nokkrum vikum síðar.

Af þessu tilefni langar mig að heyra hvað fólki finnst um þessa nálgun, hverjum úr nýsköpunargeiranum við ættum að bjóða á fyrri fundinn og hvort fólk sé til í að vinna í því að móta drögin af stefnu um nýsköpun.

2 Likes

@gislio - ég var með fund í haust og eru gögn hér frá þeim fundi: https://drive.google.com/drive/folders/149mHMzWR-H5pg-B3eT4k8vke6wb8TGOE?usp=sharing

Það var í sambandi við að ráðherra lagði niður NMÍ og lagði fram frumvarp sem ég vildi ræða.

Ég væri mjög til í að taka þátt í fundi um nýsköpunarstefnu.

2 Likes

Frábært - missti af þeim fundi - svo það er frábært að geta byggt ofan á þeirri góðu vinnu. Hlakka til að vinna í þessu með þér!

1 Like

@gislio,
ég var að tala við @helgihg sem er að fara að boða á fund um nýsköpunarfrumvarpið. Kannski við getum slegið þessu saman?
Yndislegt að sjá svona mikinn áhuga á nýsköpun!

2 Likes

Hljómar vel @Oktavia og @helgihg - látið mig vita hvernig ég get hjálpað.

1 Like

Sæl verið þið. Ég er vel inni í því sem er að gerast í nýsköpunarmálum sérstaklega er varðar lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og tillögur Þórdísar Kolbrúnar. Ég væri til í að taka þátt í slíkri vinnu.

3 Likes

Sæl Gréta - flott að fá þig inn í þetta líka!

Mér finnst það mjög þarft að móta stefnu um þetta og vil gjarnan taka þátt í þessu.
Ég held að það væri áhuga vert að heyra í fólki sem hefur verið að vinna að nýsköpunarverkefnum og reynt á eigin skinni hvar að kreppir.
Einnig að heyra í fólki sem þekkir það sem stjórnvöld eru að gera að þessu leyti og er líklegt til að vita hvað væri gott að gera og mögulegt.

2 Likes

hér er viðburður sem gæti líka haft áhuga þeirra sem brenna fyrir nýsköpun og stefnugerð pírata í þeim málum: https://opinbernyskopun.island.is/skraning-hafin-a-nyskopunardaginn/

1 Like

Takk fyrir að láta vita um nýsköpunardaginn! Var kominn tímasetning á að hafa spjallfund um nýsköpunarstefnu?

1 Like

nei, reyndar ekki. Ég var að bíða eftir skugganefndarboði frá @helgihg… En það er nú alltaf hægt að henda í fund :wink:

1 Like