Nú var aðalfundur Ungra Pírata síðasta laugardag, og þó ég viti ekki hvað veldur, getur verið að það hafi haft áhrif að Vísindavakan var í gangi á sama tíma, þá var lítil aðsókn og fátt um framboð í stjórn, svo aðalfundi var frestað.
Það skiptir miklu máli í því að blása lífi í grasrótar starf að fá fólk sem getur sett smá kraft í það, bæði félagsstarf og málefnastarf.
Það er líka stutt í Aðalfund Pírata í Reykjavík. Hann verður 12. október. Við erum reyndar komin með 3 flott framboð, en það þykir mér full tæpt líka.
Endilega, ef þið hafið áhuga, og sérstaklega ef þið hafið skoðanir á hvernig sé hægt að bæta og efla starfið, gefið þá kost á ykkur, eða pikkið í fólk sem þið teljið að myndi hafa gaman af
Mín reynsla í PíR var að þetta var virkilega gaman, góð leið til að vera virk, kynnast fólki á svipaðri bylgjulengd og ég, og nota orku og tíma í eitthvað sem ég trúi á.
Það skiptir máli að hafa hóp í þessu sem hefur metnað fyrir starfinu.
Ég myndi bjóðast til að sinna þessu meira, væri ég ekki sjálf ókjörgeng, ef ég héldi að það dygði, en það sem við virkilega þurfum er að hleypa að fersku fólki sem er með eld í maganum og langar að láta til sín taka.
Það fyrst og fremst að halda virkni í félaginu, plana viðburði, bæði pólitíska eins og pallborð og málþing, og ópólitíska eins og vöfflukaffi og bjórkvöld. Þurfa nb. ekki nauðsynlega að framkvæma allt sjálf, en plana það og sjá til að sé gert með starfsfólki og sjálfboðaliðum.
En líka sjá um fjármál félagsins, og utanumhald um stefnumótunarvinnu, og þegar eru kosningar hjálpa til við það
Og auðvitað er oft hægt að fá þingmenn og sveitarstjórnarfólk til að taka þátt í þessu, vera með erindi, eða í pallborði, eða hjálpa einhvern veginn.
Mér fannst það mjög góð leið til að kynnast fólki og leggja eitthvað af mörkum. Fyrst og fremst snýst þetta um að halda virkni og næra jarðveginn sem þarf fyrir gott grasrótarstarf.
Mér fannst þetta líka gífurlega dýrmæt reynsla á sínum tíma. (ég var semsagt í tvo ár í stjórn Pírata í Reykjavík)
Mig langar til að óska nýkjörinni stjórn Ungra Pírata til hamingju. Ég held að þarna séu einmitt öflug ungmenni sem muni blása lífi í skemmtilegt félagsstarf og veita kjörnum fulltrúum aðhald og vera uppspretta pólitískra hugmynda. Stjórnina skipa: