Fyrir utanaðkomandi og trúlega mörg okkar er að hluta til óljóst fyrir hvað Píratar standa.
Hér á eftir eru algeng stjórnmála hugtök, sett fram sem andstæður til skýringar, en að sjálfsögðu er millivegur sem margir, jafnvel flestir aðhyllast. Skilgreiningar margra þeirra eru fljótandi og breytast yfir tíma. Einnig er misjafnt hvaða vægi þau hafa í huga fólks.
Trúlega eru þetta algengustu stjórnmála-hugtökin og þau mikilvægustu:
Vinstri (e. Left wing) - Hægri (e. Right wing)
Frjálslyndi (e. Liberal) - Stjórnlyndi, einræði (e. Authoritarianism, Autocracy)
Róttækni (e. Progressive) - Íhaldssemi (e. Conservative)
Jafnaðarstefna (e. Socialism) - Frjálshyggja (e. liberalism, neo-liberalism)
Stjórnleysi (e. Anarkisim) - Sterkt ríkisvald (e. State power)
Frjálslynt lýðræði (e. Liberal democracy) - Fasismi (e. Fascism).
Varðandi sumt af þessu er algerlega ljóst hvar flestir Píratar standa en varðandi annað er það óljósara. Ef Píratar vilja skilgreina afstöðu flokksins til þessar og e.t.v. annara mikilvægra álitaefna stjórnmálanna, þarf auðvitað að viðhafa fagleg vinnubrögð. Meðal annars þyrfti að gera faglega viðhorfskönnun til að leiða í ljós hvar fólk telur að Píratar standi og hvar þeir sem styðja Pírata vilja að Píratar standi á stjórnmálasviðinu.
Í framhaldinu þyrfti svo að setja í gang stefnumótun innan Pírtata til að taka af skarið varðandi hvar Píratar sanda til að skýrara verði fyrir hvað Píratar standa bæði fyrir Pírata og aðra.
Flokkurinn hefur hingað til verið tregur til að skilgreina sig með merkjum og lagt frekar áherslur á stefnur. Kannski að ég geri það að BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði að athuga hvort það séu mistök fyrir flokka að merkja sig ekki greinilega.
Síðan gerðum við Eva Heiða Önnudóttir, Hafsteinn Einarsson og Félagsvísindastofnun HÍ saman fyrsta Kosningavitann rétt fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013, og hann byggði að nokkru leyti á niðurstöðum BA-rannsóknarinnar minnar og spurningunum sem ég hafði lagt fyrir þar. Þar kom í ljós að Píratar voru aðeins vinstra megin við miðju á efnahagsásnum en skáru sig helst frá öðrum flokkum með því að aðhyllast meira félagslegt frjálslyndi (vs. stjórnlyndi eða ‘forsjárhyggja’) en þeir. Ég skrifaði grein um það fyrir Kvennablaðið á sínum tíma en því miður er hún ekki lengur á vefnum, ég kannski set hana og aðrar gamlar greinar aftur á vefinn við tækifæri en í bili læt ég nægja að setja kortið af stöðu flokkanna á Kosningavitanum árið 2013.
Þessi staða hefur sennilega breyst eitthvað síðan þá, sennilega væri munurinn milli Pírata og t.d. Samfylkingar á frjálslyndisásnum minni í dag en ég er ekki viss. Það er hins vegar hægt að skoða niðurstöður úr Íslensku Kosningarannsókninni (gögnin frá 2017 eru t.d. opinberlega aðgengileg á https://dataverse.rhi.hi.is/dataset.xhtml?persistentId=doi:10.34881/1.00011 ) til að sjá afstöðu kjósenda flokkanna til ýmissa mála, sem og hvar þeir staðsetja hvern flokk fyrir sig á hægri-vinstri ásnum.
Annars held ég enn þá að Píratar muni halda áfram að fljóta um hinn hefðbundna hægri-vinstri ás (altso meðalafstaða frambjóðenda og kjósenda flokksins sem og stefnumálin) vegna þess að flokkurinn hafi í raun ekki verið stofnaður utan um sameiginlega stöðu á þeim ás heldur vegna áherslna á lýðræðismál, frjálslyndi, nútímavæðingu, borgararéttindi o.fl…