Stjórnmálafræði - Grunnhugtök - Skilgreiningar

Fyrir hvað standa Píratar?

Fyrir utanaðkomandi og trúlega mörg okkar er að hluta til óljóst fyrir hvað Píratar standa.

Hér á eftir eru algeng stjórnmála hugtök, sett fram sem andstæður til skýringar, en að sjálfsögðu er millivegur sem margir, jafnvel flestir aðhyllast. Skilgreiningar margra þeirra eru fljótandi og breytast yfir tíma. Einnig er misjafnt hvaða vægi þau hafa í huga fólks.

Trúlega eru þetta algengustu stjórnmála-hugtökin og þau mikilvægustu:

Vinstri (e. Left wing) - Hægri (e. Right wing)
Frjálslyndi (e. Liberal) - Stjórnlyndi, einræði (e. Authoritarianism, Autocracy)
Róttækni (e. Progressive) - Íhaldssemi (e. Conservative)
Jafnaðarstefna (e. Socialism) - Frjálshyggja (e. liberalism, neo-liberalism)
Stjórnleysi (e. Anarkisim) - Sterkt ríkisvald (e. State power)
Frjálslynt lýðræði (e. Liberal democracy) - Fasismi (e. Fascism).

Varðandi sumt af þessu er algerlega ljóst hvar flestir Píratar standa en varðandi annað er það óljósara. Ef Píratar vilja skilgreina afstöðu flokksins til þessar og e.t.v. annara mikilvægra álitaefna stjórnmálanna, þarf auðvitað að viðhafa fagleg vinnubrögð. Meðal annars þyrfti að gera faglega viðhorfskönnun til að leiða í ljós hvar fólk telur að Píratar standi og hvar þeir sem styðja Pírata vilja að Píratar standi á stjórnmálasviðinu.

Í framhaldinu þyrfti svo að setja í gang stefnumótun innan Pírtata til að taka af skarið varðandi hvar Píratar sanda til að skýrara verði fyrir hvað Píratar standa bæði fyrir Pírata og aðra.

2 Likes

Flokkurinn hefur hingað til verið tregur til að skilgreina sig með merkjum og lagt frekar áherslur á stefnur. Kannski að ég geri það að BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði að athuga hvort það séu mistök fyrir flokka að merkja sig ekki greinilega.

3 Likes

Fleiri mikilvæg hugtök til að skilgreina sig eftir:

Hröðunarstefna (e. Accelerationism) - Samdráttur (e. Degrowth)

1 Like

Eitthvað sem enginn veit hvað þýðir er ekki beint hjálplegt.

2 Likes