Stjórnmálamennska á ekki að vera career

Ég legg til að við setjum skorður við setu okkar fólks á Alþingi og í sveitarstjórnum og miðum við tvö kjörtímabil. Career stjórnmálamennska þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar og ekki heldur einstaklinganna sem sinna henni, þau festast gjarnan í neti óheilbrigðrar hagsmunagæslu með tímanum, hversu góðar og öflugar manneskjur sem þau eru. “Politics has become the end in itself. Those that make it are mostly qualified just to play the “game”, but not to govern” sagði ástralski (fyrrum) pólitíkusinn John Hewson og það lýsir íslenska vettvangnum ansi vel. Sem flokkur sem vill færa valdið nær fólkinu eigum við að vera í fararbroddi hvað valddreifingu varðar og meðal annars stíga þetta skref, að takmarka þann tíma sem fólk á okkar vegum situr sem þingfólk eða sveitarstjórnarfólk.

5 Likes

Góð hugmynd. Tvö í röð samt, eða tvö í heildina? Tæknilega séð myndi þetta þýða að við þyrftum að skipta út nokkurn veginn öllum þingflokknum fyrir næstu kosningar.

Ég er mjög hrifin af þessu, þó myndi ég t.d ekki telja 2016-2017 sem kjörtímabil því það var svo rosalega stutt. Ég veit ekki hvar línan ætti að vera eða hvernig reglurnar ættu að vera orðaðar til að ná því fram

Svo finnst mér að sama ætti að eiga við ráðherra á vegum Pírata og jafnvel í nefndasetu þó að það mætti vera víðari rammi. 16 ár t.d

Mér finnst í lagi að öllum þingflokknum er skipt út á einu bretti. Því jafnvel þótt að mér lýst furðu vel á alla þingflokkinn þá er líka alskonar fólk út í samfélaginu sem ætti að fá að vera við stýrið

Já ég held ekki að það væri raunhæft að hafa þetta afturvirkt. Samhliða breytingaferlinu væri sniðugt að byggja upp kúltúr fyrir því að vant fólk styðji óvant inn í starfið, e.k. pay it forward.

1 Like

Það er rétt, nóg af góðu fólki, en held að myndi gagnast okkur betur að fá liðsinni þeirra sem nú sitja eitthvað áfram, til að styrkja mögulega arftaka/flokkinn í heild og má hugsa sér ýmislegt í þá vegu.

Mér finnst tvö (heil) kjörtímabil í röð alveg hæfilegt hámark, þá getur fólk sem er mjög áhugasamt og fært í þessu tekið sér smá hlé til að endurnæra sig og sinna einhverju öðru og svo reynt aftur seinna eða jafnvel skipt um vettvang, til dæmis frá sveitarstjórn yfir á þing eða öfugt.

Fyrir mig persónulega var eitt kjörtímabil til að starta Pírötum í borginni alveg passlegt fyrir mig og reynslan hefur nýst vel í félagastarfi og mun mögulega nýtast áfram í pólitík ef ég kýs að taka annan sprett (ólíklegt finnst mér á þessum tímapunkti en það gæti breyst einhvern tímann síðar um ævina). Minn fyrri vettvangur er líka í frábærum höndum og mér finnst gott að það hefur sýnt sig að ég var ekki ómissandi.

2 Likes

Ég er svona semi sammála, veit samt ekki hvort 2 kjörtímabil séu einhver töfra tala.

Mér finnst það snúast meira um að þekkja sinn vitjunartíma og sitt sjálf. Ílengjast ekki löngu eftir að maður hefur misst allt passion og alla tengingu við málefni. Fyrir suma gerist það á tveimur árum, en það eru alveg nokkur dæmi um fólk sem er öflugt og gott í mörg ár.

1 Like

Það hefur lengi verið stefna hjá Pírötum án þess að vera lagalega bundið að tvö kjörtímabil í röð sé hámark. Fulltruar geta hæglega verið samdauna ferlinu og talið sög eiga inneign eða að þau séu enn í góðum gír þegar það virðist ekki svo þeim sem upphaflega kusu þau. Mér finnst það mjög góður sáttmáli að það sé með þessu móti gert ráð fyrir nýliðun meðal fulltrúa og að það verði ekki einhvers konar VG bákn sem eru sömu aðilar að mestu trekk í trekk þótt að sætaröðun breytist eilítið milli kjörtímabila.

Við erum td að fara inn í okkar fjórða kjörtímabil sem hefði að öðru leyti verið annað kjörtímabil. Í þessi 6 ár hafa fulltruar okkar á þingi td verið inn og út og mér þykir það gott að sjá fólk láta af störfum á þingi og taka sér hlé. Forsendur skipta þó miklu. Td ekki uppbyggilegt ne jákvætt að fólk því það brennur út eða hreinlega forðar sér. En fíll hefur líka byrjað hvort sem er í starfi eða á þingi og ekki fundið sig á þeim vettvangi og einfaldlega gert annað. Það er ívið betra en að hanga og láta sig hafa þetta fyrir kaup og kjör en skila litlu eða engu. Það eru alveg þingmenn þingflokka með þetta sem þannig “starf”.

Sem kerfidbreytingarafl þá finnst mér viðeigandi að samvinnustruktur se sterkur og það að hleypa inn varafólki td þegar varaþingmaður hefur mikla þekkingu á ákv máli sé mjög sterkt.

Ég lit svo á að varaþingfolk er hluti af batterí í sem knýr það áfram. Það velur líka athygli þegar varaþingfolk kemur inn.

Að þessu sögðu myndi ég styðja þær lagabreytingar um að seta fulltrúa yrði takmarkað við tvö kjörtímabil og meðal kjörinna fulltrúa sé einhver sáttmáli um að hleypa að varafulltrúum reglulega. Mér finnst það sýna fram á að hreyfingin sé það, hreyfing sem spyrnir við línulega færubandinu á valdi.

Fólk þekkir oft ekki sinn vitjunartíma, mannlegt og eðlilegt að vilja ekki sleppa hendinni af formlegum tækifærum til áhrifa (völdum) af t.d. áhyggjum að næsta manneskja væri etv ekki jafn burðug, einnig fullkomlega eðlilegum áhyggjum af að missa vel borgaða vinnu og fríðindi. Með því að við sem flokksheild aðstoðum fólk til að setja sér skorðurnar gerum við umhverfið meira styðjandi við það, og sýnum í leiðinni að okkur er alvara með að vera lýðræðislegur andspillingarflokkur. Win win.