Strúkturbreytingar Pírata - workshop á aðalfundi

Eins og þið vitið flest að þá er búið að vera í gangi starfshópur um skipulagsbreytingar í félaginu. Öll þau sem voru tilnefnd eða buðu sig fram voru tekin inn í hopinn.

Starfshópurinn hefur verið að störfum í sumar í að greina, fara í gegnum gögn og ræða hugmyndir.

Á aðalfundi sem verður haldinn þá. 31.agust og 1.sept nk. þá verður annar dagurinn ættaður í að felsgsfolk vinni úr hugmyndunum og komi með hugmyndir sem verða gerðar að lagabreytingartillögum. Hver vinnuhópur á aðalfundi er með ákveðið markmið/verkefni sem lúta að þessum breytingum.

Nú er spurt: Hvaða hopar teljið þið mest þörf á eða hafið þið mest áhuga á að sjá á aðalfundi?

Nánari upplýsingar varðandi útfærslu verur kynnt fljótlega og er þessari færslu aðeins ætlað að þreifa fyrir hvaða málefni fólk vill helst sjá í vinnuhóp. Geta má þess að þema aðalfundar 2019 er “Internetið á 21.öldinnl”.

Dæmi um vinnuhópa:

  1. Ráð og nefndir í Pírötum
  2. Trúnaðarráð - hvernig á það að vera?
  3. Formaður/formannsleysi
  4. Samskiptakóði Pírata
  5. Malefnastarf
  6. Aðildarfélög
  7. Rafrænt lýðræði - kosningakerfi ofl
  8. Píratar á Íslandi og alþjóðlegt samstarf við Pírata
3 Likes

Allir töluliðirnir eru áhugaverðir en mér finnst liðir nr. 3 og 6 mikilvægastir.

Þetta eru bara hugmyndir frá mér Einar og þá má velja þær og það má endilega bæta við ef eitthvað er mikilvægt í ykkar huga sem vantar :slight_smile:

1 Like

Góðar pælingar og allir hóparnir áhugaverðir.
E.t.v. ætti að hafa varaplan fyrir aðalfundinn, að ef áhugi fyrir einhverjum hópi verður lítill, t.d. ekki nema 2 skrá sig í hann, þá taki sá hópur ekki til starfa og fólk velji sér þá aðra hópa.

Spurning með heildarmyndina / yfirsýnina? Skipulag flokksins frá a-ö. Að mínu mati er varla hægt að mismunandi hópar fjalli um einstaka þætti í skipulagi flokksins án þess að hafa heildar yfirsýnina yfir hvernig t.d. samskipti, boðleiðir o.fl. tengist.

2 Likes

Af hverju hefur ekki verið sendur út póstur varðandi þennan aðalfund? Væri gott að vita svona með meira en mánaðarfyrirvara. Er fyrst að sjá þetta hér.

Starfahopurinn er i sjálfu sér ótengdur aðalfundi. Við hæfum verið að vinna að því hvernig best væri að fá aðkomu grasrótar og nú er verið að kalla eftir óskum fólks um hópa.

Varðandi aðalfundinn sjálfan að þá er von á upplýsingum innan tíðar og þá er meira en mánaðarfyrirvari :wink:

3 Likes

Hvernig munu starfshóparnir starfa? Hér á spjallinu?

Nei líkt og kemur fram í færslunni að þá verða vinnuhópar á aðalfundi og við erum að vinna í nánari útfærslu, sem ég tek líka fram

1 Like

Miðað við mína reynslu af síðasta aðalfundi þá fengu vinnuhóparnir of stuttann tíma. Vonandi verður það betra núna :slight_smile:

Kannski er ráð að hafa vinnuhópana á föstudegi, daginn fyrir aðalfund þannig að það starf gjaldi ekki fyrir skemmtanaþörf laugardagskvöldsins. Þá þarf náttúrulega að bjóða upp á fjarfundarmöguleika í öllum hópum þar sem ekki eru allir komnir í höfuðborgina.

Voru of margir sem gátu ekki tekið þátt vegna slappleika síðast. Vandamálið með fjarfund er að þeir sem ekki eru komnir suður eru væntanlega á leiðini þannig að það er ekki að virka. Setja liðið bara í bindindi :wink:

Já það verður unnið svo frekar að því á fundinum og í framhaldinu. Þetta er sem sagt eitthvað sem verður fullklárað á laugardeginum og erum við að vinna í skipulaginu um heildarmyndina og niðurstöðu :slight_smile:

Finnst ykkur þörf á að vera með sérhóp um prófkjör og undirbúning kosninga?

Gæti verið gagnlegt að hafa hóp sem býr til leiðbeiningar um hvað þarf að gera og hversu langan tíma skynsamlegt er að ætla í það? Bara svo reynsla þeirra sem þegar hafa farið í gegnum þetta tapist ekki. Svo er ekki víst að það þurfi að gerast í sér vinnuhóp á aðalfundi.

Sammála, ég var einmitt að pæla í þessu fyrirkomulagi. Þetta er fínt til að koma einhverju af stað. En það er erfitt að velja hvaða hópi maður vill vera í á aðalfundinum .t.d.

Ég tel oft ætlað að gera of mikið á aðalfundi. Það fer mikill tími í formlegu hlutina og í besta falli einn dagur í svona vinnuhópa. En fínt að nota tækifærið til að koma hópum af stað.

2 Likes

Ég tek heilshugar undir með þér Björn. Aðalfundur er gott tækifæri til þess að koma svona hópum af stað og fyrir einstaklingana í vinnuhópnum að kynnast og skipta með sér ábyrgðum og hlutverkum. Og svo auðvitað velja sér hóp með málefni sem höfðar helst til þeirra.

En þá þarf síðan að vera tilbúið kerfi til að halda starfinu áfram. Það hefur skort hingað til. Vonandi verður hægt að nota t.d. þetta spjallsvæði, búa til hópa utan um hvern hóp. Þetta þarf að vera formað fyrir aðalfundinn.

Hér eru punkar af aðalfundinum, frá hópi sem ræddi Staðsetningu valdsins, innan Pírata, þ.e. í raun um breytingar á skipulagi. Punktana tók saman Jón Þór, sem leiddi umræðuna lengst af og Guðjón sem tók niður punka, e.k. fundargerð.

1 Like