Stytting vinnuvikunnar

Í byrjun mánaðar styttist vinnuvika flestra sem vinna á vöktum. En ekki leigubílstjóra. Samgönguráðherra skipar leigubílstjórum, með reglugerð, að stunda aksturinn eigi færri en 40 klst. á viku! Væri ekki öruggara fyrir alla ef leigubílstjórar mættu vera jafn úthvíldir í vinnunni og við hin? Er nokkrum hollt að vera svo lengi undir stýri, og það með farþega?

Reglugerð um leigubifreiðar

Meirihluti vinnutíma hjá þeim fer í bið. Þetta er væntanlega aðferð til að tryggja að menn séu í þessu í fulltri vinnu og séu þar af leiðandi ekki að hlaupa í á álagstímum og byrja þ.a.l aksturinn þreyttir og þ.a.l hættulegir.