Svarta hagkerfið

:male_detective: :clubs: :briefcase:

Svarta hagkerfið er umfangsmikið á íslandi. Píratar þurfa að vera í fararbroddi fyrir breytingum á skráningu og utanumhaldi vegna greiðslna og færslu peninga milli manna. Þetta er einn angi grasserandi spillingar hér á landi. Nýleg dæmi er um meint undanskot vegna Airbnb einnig veit hver stálpaður Íslendingur um undanskot, peninga undir borðið og annað slíkt tengt sendibílum, iðnaðarmönnum, veitingarekstri og öðru slíku og ekki eru minni fjármunir sem eru ofar í hagkerfinu, tengt umboðslaunum og fjármálakerfinu. Þetta eru skriljónir þegar þetta allt safnast saman.

Það ætti að vera nokkuð auðvelt að gera rekjanleikann mun betri með þeirri tækni sem er til í dag en jafnframt forðast að brjóta persónuvernd forðast njósnaþáttinn og annað óæskilegt sem fylgir því þegar fylgst er of náið með landsmönnum.

Hér er frétt frá 2016 og ekkert var gert/eða lítið þar sem það er fyrst núna verið að skoða þetta.

2 Likes

Já það er amk þrennt sem Píratar gætu krafist:

  1. Efling afkastagetu eftirlitsaðila og aukið fjármagn til þeirra; þá aðallega til skattsins, en einnig Heilbrigðis- og Vinnueftirlit og samræma gagnasöfnun þessara aðila svo að það nýtist í skattaeftirliti.

  2. Krefjast gagnsæis, lýðræðislegrar aðkomu og opins bókhalds allra aðila sem fá til sín greiðslur á fjárlögum, slíkir aðilar eiga að vera fyrirmynd fyrir aðra lögaðila í samfélaginu.

  3. Skerpa á tölfræði þar sem borin eru saman ólíkar hagstærðir atvinnugreina til að sjá hvar misræmi kann að finnast. T.d. innflutt magn vöru, selt magn vöru, afkomu og veltu helstu fyrirtækja í þeim bransa, veltu tendra aðila, fjölda starfsfólks, staðsetningu starfsstöðva og smá greiningu á því hvort gögnin stemmi.

1 Like

Já, ég held að þetta sé eitt sem hægt sé að stórbæta (kannski er þetta gert nú þegar en bara ekki nógu markvisst).

Það er hægt að sjá inn og út flæði fjármagns, vöru. Eitt kíló af vöru gerir þetta mikið umfang í hagkerfinu. Þessi fjöldi af viðskiptavinum ætti að þýða svona mikil umsvif nota tölvutæknina jafnt í þessu og við að fylgjast með hverju fótmáli fólks til að ná að selja því óþarfa.

Peningaþvætti er einn angi þessa máls þar hlýtur að vera hægt að gera betur. Við erum jú ekki nema þetta mörg og fæst okkar er að díla eða fremja afbrot svona dags daglega.