Tækifæri til að setja upp upplýsingagátt?

Ég hef um tíma hallast að því að það væri sniðugt að reyna að reka vef til að einfalda fólki að senda upplýsingabeiðnir til opinberra stofnana, og halda utan um svörin. Það er til opinn hugbúnaður til að halda utan um slíkan vef, og ég rak augun í að akkúrat núna er verið að bjóða aðstoð við að koma nýjum slíkum upp í Evrópulandi.

Reynslan af þessum vefsíðum hefur verið góð, á a.m.k. þrjá vegu: Til að byrja með hafa þær verið notaðar þónokkuð af almenningi, og þá hafa upplýsingar sem komu fram í gegnum þær oft reynst verulega fréttnæmar. Í þriðja lagi - sem er ekki síður mikilvægt - hafa þær sett þrýsting á opinber yfirvöld að standa sig í upplýsingagjöfinni, enda verður með þessu hægt að sjá hversu lengi beiðnir bíða og hversu oft þeim er einfaldlega ekki svarað.

Ástæðan fyrir því að ég tel að Píratar, sérstaklega, ættu að koma að þessu er einföld. Sem stjórnmálaflokkur með fulltrúa í kerfinu höfum við aðstöðu til að fylgjast með upplýsingabeiðnum og ýta á eftir þeim með hætti sem fá önnur samtök hafa. Þetta yrði sérstaklega tilfellið í sveitarfélögum þar sem Píratar hafa sveitarstjórnarfulltrúa, þar sem tækifæri þingmanna til að afla upplýsinga eru aðhlátursverð í samanburði við upplýsingarétt sveitarstjórnarfulltrúa.

Nú spyr ég … er ég einn um að finnast þetta áhugavert verkefni, eða er nægur áhugi til að reyna að ýta á eftir þessu?

5 Likes

Er þetta eins og Ísland.is nema með opinberri tölfræði um málsmeðferðartíma?

Nei. Sá vefur er útgáfusvæði fyrir opinberar stofnanir. Þetta er umsjónarkerfi fyrir upplýsingabeiðnir - fyrirspurnir frá almenningi.

1 Like

Sá einhvers staðar að ríkið ætlaði að kynna svona tól á næstu vikum. Man því miður ekki hvar sú tilkynning kom fram…

Þetta lítur spennandi út. Ef það væri farið í þetta, hvernig væri umsýslan í kringum þetta? Hvernig er svona kerfi viðhaldið?