Takk Helgi- færum umræðuna markvisst hingað!

Ætla bara að nýta tækifærið fyrst ég er kominn hingað inn og segja Takk Helgi fyrir þetta sjálfboðaliðastarf.

Það er ógeðslega Píratalegt að bojkotta Facebook. Mestu Píratar í heimi eru ekki að framleiða gögn og persónuupplýsingar handa stórfyrirtæki sem stefnir að einhvers konar Net-Monopoly í heiminum. Að pólitísk hreyfing sem nefni sig Pírata sé að búa til tekjur og gögn á vettvangi sem tilheyrir ekki þeirri hreyfingu er vanhugsað.

Það er samt skiljanlegt, af því að það getur verið praktískt. En getum við gert þetta markvisst, að taka umræðu hér og skapa mikla umræðu þannig að maður geti gert það hluta af rútínu sinni að tékka a.m.k. inn á milli á spjallinu. Endurvekjum fuglabjargið! Yarr!

9 Likes

Já, gerum það markvisst, klárlega.

En ég verð að nefna að tæknivinnan var líka unnin af Viktori Smára og Herberti Snorrasyni. :slight_smile:

3 Likes

Ég verð að segja að ég er mjög ánægð með ykkur @odin @helgihg @viktorsmari . Miklu skemmtilegra en Facebook. Svona afslappaðri og chillaðri fílingur, ég heyri nánast í svona slakandi lyftu tónlist hérna inni.

Takk fyrir þetta verkfæri. :blush::trophy:

5 Likes

Ég ætla að prófa að vera bara hér. Er farinn út úr flestöllum Píratahópum á Facebook til að kúpla mig aðeins út en langar að koma aðeins aftur inn núna - þá er ágætt að gera tilraun með það að reyna að taka þátt en vera ekkert á Facebook.

2 Likes

Ég vona innilega að umræða Pírata færist hingað og út af facebook.

Ég eyddi aðgangi mínum af gagnalekandi ameríska stórfyrirtækinu í febrúar. Self-regulated monopoly sem hefur allt of mikil völd og áhrif á allt samfélagið er eitthvað sem ég ætla ekki að vera partur af.
Ég neita að vera auglýsingarvara.

En ég sakna samt sumra umræðnanna þaðan og hef fundist ég vera svoldið útundan í að getað tekið þátt.

Verum hér endilega!

2 Likes