Talningaraðferð í prófkjöri

Sæl öll!

Kjördæmisráð hefur útbúið reglur fyrir prófkjör kjördæmisins. Umræða hefur verið innan kjördæmisráðs og við stjórn SV kjördæmafélagsins hvort að endurskoða eigi talningaraðferð í prófkjöri sem hefur verið Schulze.

Ýmsar ástæður hafa verið fyrir því að kjördæmisráð hafi tekið þessa umræðu. Það er ekki afgerandi afstaða hjá kjördæmisráði hvaða talningaraðferð tæki við Schulze eða hvort það verði gert. Til þess að taka upp nýja talningaraðferð þarf lagabreytingu.

Kjördæmisráð vill gjarnan fá umræðu meðal grasrótarinnar varðandi talningaraðferðir í prófkjöri og um mismunandi talningaraðferðir.

Látið ljós ykkar skína!

2 Likes

Mér skylst að það sé gott talningafólk í Nevada og Norður Karólínu :rofl:

En svona öllu gamni sleppt. Fyrir okkur sem ekki erum á kafi í öllum þeim mismunandi talningaraðferðum sem til eru, þá væri kannski gott ef einhverjir sérfræðingar í þeim málum gætu gefið okkur örstutt yfirlit yfir þær mismunandi aðferðir sem tíðkast og kannski líka hlekki á umræður sem hafa átt sér stað um kosti og galla þeirra - þ.m.t. af hverju Schulze varð fyrir valinu á sínum tíma.

2 Likes

Lög Pírata;

12.6. Raðað skal á framboðslista eftir niðurstöðum STV forgangskosningar.