Sæl öll!
Kjördæmisráð hefur útbúið reglur fyrir prófkjör kjördæmisins. Umræða hefur verið innan kjördæmisráðs og við stjórn SV kjördæmafélagsins hvort að endurskoða eigi talningaraðferð í prófkjöri sem hefur verið Schulze.
Ýmsar ástæður hafa verið fyrir því að kjördæmisráð hafi tekið þessa umræðu. Það er ekki afgerandi afstaða hjá kjördæmisráði hvaða talningaraðferð tæki við Schulze eða hvort það verði gert. Til þess að taka upp nýja talningaraðferð þarf lagabreytingu.
Kjördæmisráð vill gjarnan fá umræðu meðal grasrótarinnar varðandi talningaraðferðir í prófkjöri og um mismunandi talningaraðferðir.
Látið ljós ykkar skína!