Þétta byggð út frá Granda

Það er alltaf þetta tal um að þurfi að þétta byggðina. Hér kemur ein tillaga.

Fyllum bara upp í sjóinn frá tönkunum á granda, alveg þar til við erum nánast beint á milli Akureyjar og Engeyjar.

Á þessu svæði getum við reist ófá 10 til 20 hæða hús.
Einnig má alveg rífa eitthvað af þessum skúrum á Grandanum og byggja almennileg hús í staðin.

Út frá þessu væri svo hægt að gera einhverskonar bryggju til Engeyjar og hafa þar fullt af einbýlishúsum við sjóinn ásamt opnum svæðum.

Faxaflóahafnir standa reglulega í dýpkunum og landfyllingum.

Reykjavíkurborg virðist hins vegar eiga í basli með að smíða nýtt land. Enda tekur það því ekki nema það sé ódýrara en samgönguframkvæmdirnar sem fylgja því að brjóta nýtt land undir þéttbýli austar í borginni.