Þetta er ennþá flokkur rökræðunnar, er það ekki alveg örugglega?

Það er hægt að setja inn þau komment án þess að setja þau sem svör við fólkið sem mun ekki hlusta.
Það er hægt að segja sannleikann og standa með mannúð án þess að láta draga sig ofan í forarpytt.
Það er hægt að svara viðhorfinu án þess að veita þeim sem að dreyfa því upplyftingu og athygli.

3 Likes

Hjartanlega sammála @Miniar

1 Like

Auðvitað og það er mikilvægt. Það er líka mikilvægt að svara fólki beint. Fólk getur tekið þátt í pólitík og activisma á allskonar hátt. Rökræður er ein útgáfa. Við þurfum ekki að kalla þær tilgangslausar.

Á sama tíma ættum við ekki að kalla fólk sem vill ekki rökræða “anti-pírata” eða eitthvað í þeim dúr.

2 Likes

Bara svo það sé á hreinu, ég fíla rökræður og tel þær undirstöður gangnlegrar pólitíkur!
Og ég held að @Miniar hafi ekki sagt allar rökræður tilgangslausar, hann talar útfrá sértækum umræðum.

2 Likes

Ég verð að viðurkenna að orð @helgihg ýfa upp tilfinningar frá þeim skiptum sem ég hef “leyft” fólki að ýta mér frá Pírötum í fortíðinni.
Svo takk @violet :purple_heart:

(Þetta er eitthvað sem ég átti aldrei von á frá þér @helgihg þ.e.a.s. að fá svo kvöss orð frá þér, af öllum, að mig sviði í örin)

1 Like

Þau freku og yfirgangssömu eru löngu búin að ýta fullt af góðu fólki í burtu og halda því áfram til að fá sínu framgengt :wink:

1 Like

svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að mikið af þessum “rökræðum” eru ekki rökræður per se

Rökræður hafa leikreglur sem báðir/allir þáttakendur eru meðvitaðir um og amk segjast vilja fylgja.

Að orðhöggvast við fordómafulla einstaklinga sem að spila eftir eigin reglum eru ekki rökræður.

4 Likes

Afsakið hvað ég kem seint inn í þennan hluta samræðunnar - en mikið er ég ósammála afmarkandi skilgreiningu þinni Helgi á píratisma. Þegar stofnað var til Pírata í upphafi höfðu tilfinningar jafnmikið vægi í rökum eins og það sem (sumt) fólk kallar staðreyndir. Málið er, að sé einungis stuðst við tæknilega sýn á meintar staðreyndir, verður niðurstaðan eins og svar spjallmennis sem fær tæknilega orðaða spurningu. Án mennsku. Tilfinningagreind er langtum betra leiðarhnoða í lífinu en alfræðiorðabók.

2 Likes

Hér er mitt take á þessa umræðu.

Mörg málefni hafa ekki efnislega satt/ósatt skilgreiningu. Tilfinningar eru því óumflýjanlegur hluti af umræðunni, t.d. við “Á ríkið að stuðla að tekjujöfnun?”. Sín tilfinningarök ætti þó alltaf að gera grein fyrir málefnalega og rökstyðja eftir fremsta megni. Til þess að geta svo átt uppbyggjandi umræður um málefni þarf fólk að vera tilbúið til að eiga í rökræðum. Það þýðir ekki að hvar og hvenær sem er þurfi hver og einn að vera tilbúið í rökræður og það þýðir heldur ekki að viðkomandi skuldi neinum rökræður. En það þýðir að það er ómálefnalegt að ætla afgreiða mál og einstaklinga án þess að vilja eiga í rökræðum. Það gefur augaleið að slíkt stjórnarfar getur auðveldlega leitt til afleiddrar ákvörðunartöku, spillingar o.fl. Því það að neita að nota rök til að komast að niðurstöðu segir “Ég veit betur, ég þarf ekki að hlusta á aðra, ég ræð”.

Vitanlega er fjöldi tilfella þar sem rökræða skilar engu og aðilar ná ekki saman um eina sín. Það gefur þó ekki leyfi til þess rökræðum sé almennt hætt. Rökræður eru þá gjarnan ekki til þess að sannfæra eingöngu aðilann sem er rökrætt við heldur hin sem sjá rökræðuna, hópinn.

Svo nei þeir sem eru langþreyttir á umræðu við ákveðna aðila þurfa ekkert að taka alltaf 1 klst á dag í að rökræða við þessa aðila, en það gefur þeim ekki leyfi til að hunsa mótrök eða vaða áfram án rökræðna.

3 Likes

Spurningin “Á ríkið að stuðla að tekjujöfnun?” er eiginlega of opin til að hægt sé að svara henni á einn ákveðinn hátt.

Fyrst þurfum við að skilgreina tekjujöfnun. Er það tekjujöfnun að allir Íslendingar í 100% dagvinnu fái sömu laun, burtséð frá menntun, aldri , reynslu, o.s.frv. ?

Er skilgreiningin “Sömu laun fyrir sömu vinnu” tekjujöfnun ?

Er tekjujöfnun kannski eitthvað allt annað ?

How long is a piece of string ? (Hve langur er snærisspotti ?)