Þingfloksspjall á jitsi

Hæ öll!
Í ljósi þess að nú er komið samkomubann sem kemur í veg fyrir að við hittumst í kjötheimum hefur þingflokkurinn ákveðið að halda óformlega spjallfundi á jitsi svo við getum reglulega talað öll saman augliti til auglits.

Þetta er annar fundurinn í röðinni, en síðasti fundur gekk ágætlega. Þar sem athugasemdir bárust um tímasetningu fundarins var ákveðið að hafa fleiri fundi utan dagvinnutímu til að tryggja að sem flestir geti tekið þátt.

Í dag (þriðjudag) kl. 19:30 - 20:30 ætla Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson því að koma í jitsi fjarspjall þar sem við getum átt smá samtal um ástandið í samfélaginu, hvað við erum að gera í því og þingstörfin undanfarna daga. Byrjum á smá yfirliti yfir þingstörfin undanfarið frá þingmönnum og opnum svo fyrir spurningar og almennt spjall.

Munum að við látum ekki samkomubann og veirufaraldur stoppa okkur í því að vera Pírata!

Þriðjudaginn 31. mars kl. 19:30 - 20:30 hérna: https://jitsi.piratar.is/Fjarthingi

REGLUR FUNDARINS:
• Einn talar í einu. Ef þú ert ekki að tala vertu þá með kveikt á ‘mute’.
• Einn fundarstjóri tilkynnir hver talar næst. Ef þú vilt komast á mælendaskrá þá opnarðu spjallið (neðst til vinstri í fundinum) og setur “X” eða “mælendaskrá” í spjallið. Ef þú hefur ekki opnað spjallið áður muntu þurfa að setja nafnið þitt inn.
• Fundarstjóri mun hleypa þingmönnum að til að svara fyrirspurnum ef spurningu er beint til þeirra.
• Mælendaskrá verður lokað 5 mínútum fyrir auglýst fundarlok.
• Miða skal við ræðutíma upp á 2 mínútur.

3 Likes

Næsta þingflokksspjall er á morgun! Höfum svo eitt utan skrifstofutíma eftir páskahelgina

Á morgun (fimmtudag) kl. 15:00-16:00 ætla Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson því að koma í jitsi fjarspjall þar sem við getum átt smá samtal um ástandið í samfélaginu, hvað við erum að gera í því og þingstörfin undanfarna daga. Byrjum á smá yfirliti yfir þingstörfin undanfarið frá þingmönnum og opnum svo fyrir spurningar og almennt spjall.
Munum að við látum ekki samkomubann og veirufaraldur stoppa okkur í því að vera Pírata!
Ftimmtudaginn 9. apríl kl. 15:00 - 16:00 hérna: https://jitsi.piratar.is/Fjarthingi

2 Likes

Verður áframhald á þessu í vetur?

1 Like

Um að gera að byrja á þessu aftur.

1 Like