Tilkynning vegna kosninga um lagabreytingar

Athugið að mögulega verða tafir á talningu atkvæða við lok
atkvæðagreiðslu í kosningakerfi núna klukkan 15:00.
Skýringin er að nýlega var framkvæmd viðamikil og óhjákvæmileg uppfærsla á
kosningakerfinu af öryggisástæðum. Ef tafir verða er það líklegast vegna
þess að talningarferli fer ekki af stað sjálfvirkt. Framkvæmdastjóri
vaktar nú kosninguna og hefur tæknimenn sér til aðstoðar til að tryggja
að talning fari rétt fram.

3 Likes

Þakka þér fyrir tilkynninguna

Það kom svo á daginn að áhyggjurnar af tæknimálunum voru óþarfar (í þetta skiptið), en við erum sem betur fer með vaskan hóp nörda innan okkar raða sem vilja alltaf hafa vaðið fyrir neðan sig :wink:

1 Like

Fyrir þá sem hafa áhuga að þá voru áhyggjurnar þær að í Janúar var uppfært í Python 3 úr Python 2.7 og áhyggjur voru að eitthvað í kóðanum sem sér um að taka saman atkvæðin gæti komið með villu.

1 Like