Tillaga að lagabreytingu: Gerð kosningastefnuskrár (aðkoma kjördæma)

Við @hrafnkellbrimar höfum mallað saman eftirfarandi tillögu til að auka valddreifingu og aðkomu kjördæmanna að gerð sameiginlegrar kosningastefnuskrár, sem var sett inn í lögin okkar með nýjustu breytingunum.

Við látum greinargerðina um rökstuðninginn. Álit vel þegin!


Grein 7.2.4 orðast svo:

Í aðdraganda alþingiskosninga skulu oddvitar á lista hvers kjördæmis útbúa kosningastefnuskrá sem byggir á samþykktri stefnu flokksins í samráði við stefnu- og málefnanefnd og aðra frambjóðendur síns lista. Kosningastefnuskrá skal lögð til samþykktar með atkvæðagreiðslu í rafrænu kosningakerfi flokksins, enda njóti hún stuðnings efstu tveggja frambjóðenda á hverjum lista fyrir sig.

Greinargerð.

Lagt er til að í stað þess að stefnu- og málefnanefnd útbúi kosningastefnuskrá í samráði við frambjóðendur, sé hlutverkunum víxlað og frambjóðendum falið að útbúa kosningastefnuskrá í samráði við stefnu- og málefnanefnd. Nokkur rök mæla með þessari breytingu.

Í fyrsta lagi næst meiri nálægð við áherslu kjördæmanna sjálfra, enda er hver listi boðinn fram í kjördæmi en ekki á landsvísu, ólíkt stefnu- og málefnanefnd sem er kjörin ein fyrir allt landið.

Í öðru lagi bera efstu frambjóðendur hvers kjördæmis ábyrgð á því að koma stefnumálum flokksins í framkvæmd að kosningum loknum og því eðlilegt að þeir komi að áherslum á kynningu á þeim.

Í þriðja lagi er hlutverk stefnu- og málefnanefndar ekki að taka ákvarðanir um stefnumál heldur fyrst og fremst að tryggja að málefnastarf eigi sér stað. Gerð kosningastefnuskrár er hinsvegar á margan hátt pólitískt viðfangsefni sem hentar betur fulltrúum með pólitískt umboð. Þar sem efstu frambjóðendur á hverjum lista eru þeir einstaklingar sem hafa fengið mesta pólitíska umboðið liggur betur við að þeir útbúi kosningastefnuskrá heldur en stefnu- og málefnanefnd.

Ákvæðið takmarkar á engan hátt rétt eða getu einstakra frambjóðenda, kjördæmafélaga eða framboða í hverju kjördæmi til að ákveða og kynna áherslur til viðbótar þeim sem eru settar fram í sameiginlegri kosningastefnuskrá. Eðlilegt er að sjónarmið til einstakra málefna séu ólík eftir kjördæmum, en eðli málsins samkvæmt rata slík sjónarmið síður í þá sameiginlegu kosningastefnuskrá sem ákvæðið fjallar um. Tilgangur kosningastefnuskrár er að bjóða kjósendum skýra sýn á samþykkta stefnu Pírata og hvað atkvæði til Pírata þýðir, en ekki að draga úr flóru ólíkra sjónarmiða.

Áfram er gert ráð fyrir því að kosningastefnuskrá öðlist samþykki með meirihluta greiddra atkvæða í rafrænu kosningakerfi flokksins, en lögð er til minniháttar orðalagsbreyting, með því að orðunum „skal samþykkt“ er skipt út fyrir „skal lögð til samþykktar“, til að árétta að niðurstaða atkvæðagreiðslu ráði úrslitum.

Með þessu fyrirkomulagi er leitast við að útbúningur [er þetta alvöru orð?] kosningastefnuskrár sé gegnsær, lýðræðislegur og til þess fallinn að gera frambjóðendum kleift að nýta sem best þá leiðsögn sem finnst í samþykktri stefnu flokksins, þó þannig að áherslur kjördæmafélaga og fulltrúa hvers kjördæmis fái notið sín samkvæmt kjördæmaskiptingu landsins.

3 Likes

Svona fljótt á litið þá kemur þetta upp í hugann sem fer hér á eftir en ég er enn að melta þetta:

Mér finnst það í byrjun ekki heppilegt að það séu í raun bara 12 aðilar sem komi að því að nánast ákveða kosningaáherslur Pírata og að það sé í raun sex mismunandi áherslur sem eiga að vera uppi.

Ég skil að það séu kannski, líklega, hugsanlega mismunandi áherslur í kjördæmunum en almennt séð þá held ég nú að Ísland sé það tengt að líkindi séu nokkur á milli kjördæma og hægt sé að hafa mismunandi og samtvinna áherslur, ef þær birtast, á farsælan hátt.

Venjulega þegar líður að kosningum kemur upp (eða það eru látin koma upp) málefni sem eru kosningabombur mismunandi afla. Til að falla ekki í þá gryfju að elta það villuljós þarf nokkuð markvissa og skýra herkænsku og útsjónarsemi.

Ef hlutverkunum er snúið svona við þannig að það séu aðeins tveir þeir efstu sem móta í upphafi áherslunnar án þess að stefnu- og málefnanefnd komi að því þá er viss hætta á að almennir félagar finnist þeir ekki eiga stefnuna, (ef vel er ætti stefnu- og málefnanefnd að halda nokkra opna og lýðræðislega fundi til að koma með útpælda punkta, já líka á landsbyggðinni). Stefnu- og málefnanefnd ætti einnig að hafa heildarsamhengi í því sem hefur verið í gangi og það ætti að hindra að umræðuefni glatist, annars fer vinnan við kosningastefnuskrá á flug áður en sagan, áherslur koma inn og kannski hverfa atriði sem eru minna þekkt.

Það að frambjóðendur kaupi ferkar stefnuna ef þeir búa hana til einir finnst mér eiginlega svo út úr kú að ég fjalla ekki mikið um það nema; ef stefna sem er samþykkt í gegnum lýðræðislega ferla innan flokksins hugnast ekki frambjóðendum . . .ja þá er fátt um fína drætti. (Þó svo að einstaka áheslumunur sé, geti verið af hinu góða).

Stefnu- og málefnanefnd á, ætti og skal hafa umsjón með tilurð og halda utanum stefnum og málefnavinnu Pírata (ekki ráða bara skipuleggja) sem eru þá pólitík flokksins eða er ég að misskilja eitthvað. Þannig að sá punktur fellur nokkuð um sjálfan sig nema þá ef að eitthvað alveg nýtt, (sem gæti þá verið kosningabomban) kemur fram. Mér finnst sem sagt þetta ekki vera til þess að: “kosningastefnuskrá® sé gegnsæ(® (og)), lýðræðisleg(ur)”. Eins og þið segið í rökstuðningi. Hins vegar er þetta frekar til þess að einstakir frambjóðendur og kjördæi ákveði þeirra einkamálefni eða eins og þið segið: ” til þess fallinn að gera frambjóðendum (tveimur) kleift að nýta sem best þá leiðsögn sem finnst í samþykktri stefnu flokksins, þó þannig að áherslur kjördæmafélaga og fulltrúa hvers kjördæmis fái notið sín samkvæmt kjördæmaskiptingu landsins.”

Ég myndi halda að hér komi fram vilji til að að hvert kjördæmi sé með sér óháða og einstaklingsmiðaða stefnu tveggja frambjóðenda? Ef ég næ sem sagt inn á listann sem vonandi verður og ég verð í öðruhvoru efsta sætinu þá er þetta náttúrlulega hið besta mál því þá get ég ráðið nánast öllu sjálfur. Ég er nú ekki viss um að öllum finnist það sniðugt :sunglasses:

Þessi tillaga stuðlar að frelsi aðildarfélaga og valddreifingu sem ekki er vanþörf á. Hluti af frelsinu er auðvitað að samnýta krafta og vinna vel saman að kosningaáherslum, sem kjördæmisfélögin munu að öllum líkindum gera. En í grunninn er betra að vera ekki þvinguð til þess, sem er í samræmi við grunnstefnu Pírata.

1 Like

Mér finnst 12 reyndar vera mjög mikið. :wink: Athugaðu að þeir ákveða ekki stefnuna, heldur vinna plagg upp úr stefnu sem er samþykkt af félaginu. Einnig er lokaplaggið samþykkt af félaginu í heild.

Hugmyndin er að hafa eitt sameiginlegt stefnuplagg og hafa eitthvað skipulagt verklag í kringum hvernig stefna okkar er sett fram. Sjónarmið á sumum málefnum eru misjöfn milli kjördæma og það verður ekki komist hjá því að fólk tjái ólíkar skoðanir á þeim. Það er hinsvegar líka hægt að búa til sameiginlegt plagg sem samhugur ríkir um og er í nafni alls flokksins og það er markmiðið hérna.

Sammála. Þess vegna hef ég ekki áhyggjur af ólíkum sjónarmiðum milli kjördæma.

Tillagan felur samt bæði í sér aðkomu stefnu- og málefnanefndar og kosningastefnuskrá, og er ekkert skilyrði að hún komi neinu seinna inn heldur en í upphafi, og er lögð fyrir allan flokkinn til staðfestingar.

Mmmnaah, sko, þetta fæðist úr því að fólk úti á landi vill hafa sjálfsstjórnarvald sitt á hreinu, og eðlilega. Það er ekkert skilyrði í þessu að allir séu rosa ósammála um allt, heldur bara að það sé verklag sem njóti lýðræðislegs umboðs til að útbúa þetta plagg í kosningabaráttu, meðfram því sem að sjálfsákvörðunarréttur allra sé tryggður.

Að ná 12 manns á sömu skoðun er þokkalegt afrek, reyndar. Þetta er alls ekki lítill hópur og nákvæmlega engin hætta á því að einhver einn einstaklingur í því mengi nái bara að trukka sínum vilja í gegn í sátt og samlyndi við 11 aðra frambjóðendur (sem eru væntanlega frambjóðendur því þeir hafa sjálfstæðar skoðanir) og fá meirihluta í kosningakerfinu.

Mér finnst nokkrir þættir frekar óljósir.

Í aðdraganda alþingiskosninga skulu oddvitar á lista hvers kjördæmis útbúa kosningastefnuskrá sem byggir á samþykktri stefnu flokksins í samráði við stefnu- og málefnanefnd og aðra frambjóðendur síns lista.

Er hér kjördæmisráð dottið út?
Er þetta háð því að boðið sé fram í öllum kjördæmum? Og er kosningastefnuskrá lögð fram eitt kjördæmi í einu? Eða lagt inn í heild?

Kosningastefnuskrá skal lögð til samþykktar með atkvæðagreiðslu í rafrænu kosningakerfi flokksins, enda njóti hún stuðnings efstu tveggja frambjóðenda á hverjum lista fyrir sig. Sér gert ráð fyrir að þetta séu 12 aðilar. Hvað ef t.d. 2 samþykkja ekki en 10 gera það? Er þá unnið áfram í kosningastefnuskrá þar til öll 12 hafa náð sátt? Og síðan lagt inn í kosningakerfið?

Ég er svolítið að velta fyrir mér hvernig útfærsla er í samráði við lög sem fyrir eru, hvað gerist ef að ekki bjóði öll kjördæmi fram og hvað gerist ef að það næst ekki fullkomin sátt á milli allra 12 aðila og það sé jöfn tala aðila.

Ég er einmitt að sjá ákveðna þvingun út úr þessu sbr því að það verði að fá samþykki allra 12 fulltrúa ef ég skil þetta rétt og svo sé háð því að það sé samþykkt í kosningakerfinu. En áður að þá var það frekar á hendi kjördæmisráða og svo var notast við kosningastjóra/kosningastjórn aðallega vegna þess að það skorti fólk í að klára stefnumál og svo auðvitað að nota kosningakerfið til að mynda stefnumál eins og var t.d. gert 2016. En hér er ég, ef ég skil þetta rétt að sjá að það séu fleiri síur en áður og þurfi samþykki allra áður en það kemst í kosningakerfið. Svo er ég ekki að sjá varðandi höfuðábyrgð, þ.e. varðandi ábyrgð á fjármagni og ráðningum um hvar það sé statt í þessu.

Skal svara nokkrum spurningum. :slight_smile:

Nei, kjördæmaráði er reyndar ekkert breytt með þessari tillögu. Stefnu- og málefnaráði er farið aðstoðar- og ráðleggingahlutverk í stað aðalhlutverk í því að búa til kosningastefnuskrá.

Þetta tekur til þeirra kjördæma sem eru í framboði. Við þurfum almennt að bjóða fram í öllum kjördæmum algerlega óháð þessu (til að hafa rétt á jöfnunarsætum), en þetta myndi samt alveg fúnkera án þess.

Lagt fram í heild. Þetta er kosningastefnuskrá sem frambjóðendur koma sér saman um. Síðan geta frambjóðendur auðvitað haft ólíkar áherslur innan hvers kjördæmis.

Það er kannski það sem mætti helst athuga, hvort að 12 manns sé of mikið, þar sem þau þurfa öll að koma sér saman á sameiginlega niðurstöðu. 12 manns er ekkert of mikið ef einfaldur meirihluti ræður, en þegar allir þurfa að vera sammála er það kannski of mikið. En á móti kemur að kosningastefnuskrá skal unnin upp úr samþykktri stefnu, þannig að það væri skrýtið ef efstu frambjóðendur treystu sér ekki til að berjast fyrir henni.