Tillaga að stofnun skemmtinefndar

Sælinú kæru félagar.

Út frá umræðum hér inni ákvað ég að henda í þráð.

Flokkurinn er í krísu, og hefur verið lengi. Þegar svo er, eru ákveðin félagssálfræðileg lögmál sem gott er að líta til.

Mig langar að setja fram þá tillögu að ein nauðsynlegasta úrbót sem þarf að gera á starfinu, sé að vera með sérstaka skemmtinefnd.

Þetta segi ég, ekki bara sem fyrrverandi meðlimur trúnaðarráðs heldur líka sem sálfræðingur.

Það er hreinlega bráðnauðsynlegt að skapa vettvang þar sem fólk fær að kynnast hvort öðru á annan hátt en í gegnum starfið sjálft.

Þetta er bara pjúra félagssálfræði, að það þurfi að byggja upp tengsl manna á milli, eiga jákvæð samskipti og samtöl um allt og ekkert (smalltalk er límið í mannlegum samskiptum) og gefa fólki tækifæri til að vinna saman að einhverjum skemmtilegum markmiðum sem ekkert liggur undir (ratleikir eða sprell dagar).

Það myndi gera það að verkum að fólk væri ekki jafn fljótt að lesa harkalega í skilaboð frá fólki sem það hefur kannski voðalega lítið haft af að segja nema á netinu, og við tjáum okkur öll mismunandi þar.

Rökstuðningur fyrir að vera með sérstaka nefnd í þessu er svona svipaður eins og þegar fólk ætlar að breyta um mataræði; mun vænlegra til árangurs er að ætla að taka út það neikvæða (t.d. hætta að borða nammi) eða að bæta frekar inn því jákvæða (auka inntöku ávaxta og grænmetis). Sama með þetta, betra að bæta inn jákvæðu heldur en að reyna endalaust að koma böndum á hið neikvæða.

6 Likes

Frábært, þetta styð ég

Snilldarhugmynd. Ég er til í að vera með.

1 Like

Tillaga að stofnun skemmtinefndar er frábær tillaga. Eitthvað sem ég myndi heilshugar samþykkja og styðja við ef þarf. Hvernig sérð þú útfærsluna fyrir þér @lsth ?
Væri hún lögbundin og kosið í hana eða ?

Fallegt, jákvætt og spennandi :slight_smile:

2 Likes

Ég veit að spurningunni var ekki beint til mín, en ég myndi leggja til að nefndin yrði stofnuð með formlegri ályktun framkvæmdaráðs og henni settar reglur (aðallega um hvernig skemmtiatburðir verði fjármagnaðir) í gegnum það form. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla að hafa of margt bundið í lög félagsins. Við erum nú þegar með of margt þar inni. :confused:

2 Likes

Það sem Herbert (anarchyodin) sagði.

Já, ég er Herberts - grúppía. Ef að fólk skyldi eitthvað vera að velta því fyrir sér. Mér finnst hann bestur í flestu, en ekki öllu. Svo ég mæli eindregið með því að fólk hlusti â hans ráð.

1 Like