Tillaga að strúktúrbreytingum innan Pírata

Á félagsfundi Pírata í Reykjanesbæ í gær var samþykkt ályktun um breytingar á heildarskipulagi flokksins með það að markmiði að valddreifa verulega frá því sem nú er með því að valdefla aðildarfélög í kjördæmum, en slíkt er t.d. í samræmi við lið 6.3 grunnstefnu Pírata.

Einnig þykir rík ástæða til að stjórna hreyfingunni markvissar og af meiri fagmennsku en verið hefur á síðustu árum, þar sem vinsældarkosningar í miðlægt framkvæmdaráð valdið ýmsu hugarangri, mistökum og óskilvirkni, ein leið til þess er valddreifing og skýrari verkefnaskipting.

Ályktun fundarins, hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið, er hugsuð sem innlegg í umræðu um stjórn Pírata, til valdeflingar aðildarfélaga á landsbyggðinni og til að sporna gegn því að Píratar geri sömu mistökin ár eftir ár.

Ályktunina og fundargerð félagsfundarins er að finna hér: https://piratar.is/adildarfelog/rnb/

(Bætt við: Ályktunin sjálf: https://piratar.is/fundargerdir/sudurnes/alyktun-pirata-i-reykjanesbae/)

2 Likes

Ég tók mér bessaleyfi og bætti þarna við beinum tengli í ályktunina sjálfa. Vona að það sé í lagi. :slight_smile:

Prýðilegt, takk fyrir þetta! Ég skal koma þessu áleiðis til skipulagsstarfshópsins, sem fundar vonandi á föstudaginn eða snemma í næstu viku. Við setjum þetta bara sérstaklega á dagskrá til að ræða þessar hugmyndir í samhengi við hugmyndirnar sem hafa þegar verði ræddar, en þær eru margar líkar á margan hátt.

2 Likes

Kannski ætti ‘tíund’ þingmanna einnig að vera til kjördæma sem eiga eftir að fá þingmann? Sýna þá meira ‘face-to-face’? Aðalvandinn við starf aðildarfélaga úti á landi núna er aðgangur að starfinu, fundum oþh.

1 Like

@bjarkih: Það gæti verið skynsamlegt að bjóða þingmönnum upp á að velja. Bæði er misjafnt eftir kjördæmum hversu mikill fókus þurfi að vera á kjördæminu yfirhöfuð. Málefni sem eru kjördæma-landspólitísk (ef það er orð) á landsbyggðinni eru oft sveitarstjórnarmál í borginni.

Það skiptir miklu máli að fá að hitta þingmenn og ræða mál augliti til auglitis hvort sem þau varða kjördæmin eða landið allt. Ég t.d. dró vin minn með mér á fundinn hér á Akureyri þar sem @smari fræddi okkur um OP3 og hann er enn að tala um hversu ánægður hann var með þá fræðslu. Fá hlutina hreint og beint án einhver PR bulls sem er í fjölmiðlum :wink: Ef við gerum meira af þessu þá talar fólk meira um pírata og þá aukast líkurnar á kosningu næst. Þetta gerist ekki nema með t.d. skipulögðum fundarhöldum nokkrum sinnum á ári. Það að vera í sama herbergi og einhver er miklu betra en að horfa á viðkomandi í sjónvarpi, þegar um jákvæð samskipti er að ræða þ.e.a.s.

Hugmynd: hvað með að leyfa óbreyttum meðlimum áfram að kjósa í framkvæmdaráð, en vigta atkvæðin þannig að vægi kjördæmanna sé jafnt?

Ég tel að milliganga kjördæmisfélaga sé ekki eftirsóknarverð í sjálfu sér. Í óbeinni kosningu tapast vilji almennra flokksmanna. Til dæmis getur það hæglega gerst að svæðisfélag í stórum bæ, til dæmis Reykjanesbæ eða Akureyri, fylli stöður kjördæmisfélags án þess endilega að vera í miklum tengslum við aðra byggð í kjördæminu (t.d. Selfyssinga, Hellubúa eða Austfirðinga). Nógu mikið er lagt á herðar kjördæmisfélaga að ákveða t.d. fyrirkomulag vals á lista og samræma kosningaherferðir. Til þess þarf drífandi Pírata. Að viðkomandi verði fyrst og fremst kjörmenn frambjóðenda í framkvæmdaráð er óþörf flækja sem gæti orðið til þess að kjördæmisfélög skipist ekki lengur því fólki sem best er hæft til að halda úti kjördæmisfélagi.

Ágætis punktur. Vandinn er hins vegar að almennir píratar hafa kannski ekki áhuga á því sem framkvæmdaráð er að gera og vita þess vegna ekki hvernig það stendur sig eða hvernig einstaka meðlimir þess eru í samstarfi.
Framkvæmdaráð framkvæmir, sama hlutverk og stjórnir svæðisfélaga. Snýst þetta ekki bara um skiptingu valds milli löggjafar, framkvæmdar og dóms? :wink: