Tilraun til frumkvæðis-gegnsæis

Framkvæmdstjórn ákvað nýlega að byrja að birta fundargerðir hérna á spjallinu til þess að auka gegnsæi og gera meðlimum kleift að fylgjast betur með störfum sínum og jafnvel koma fram með fyrirspurnir eða ábendingar.

Fundargerðirnar hafa í nokkurn tíma verið birtar á sérstöku GitHub-svæði.

Fyrsta fundargerðin sem verður birt á þennan hátt verður sett fram í nýju innleggi, merkt „Framkvæmdastjórn“ eins og þetta innlegg.

Þetta er ákveðin tilraun sem við vitum ekki hvernig muni reynast þannig að endilega látið okkur vita hvernig ykkur finnst fyrirkomulagið, hvort sem þið teljið það reynast gagnlegt eða ógagnlegt.

4 Likes