Tímabundinn niðritími kosningakerfis vegna uppfærslu

Virkja þarf frekar viðamikla kóðauppfærslu á kosningakerfi og félagatali samhliða því að skipt verður um hýsingarvél fyrir hvort tveggja, með aukinni áherslu á öryggi.

Það má því búast við einhverjum niðritíma í dag og/eða í kvöld og/eða í nótt, eftir atvikum. Ef vel gengur mun enginn taka eftir neinni röskun. Þótt uppfærslan hafi þegar verið prófuð allnokkuð er ekki hægt að útiloka að upp komi vandræði í kjölfarið sem enn hafa ekki verið uppgötvuð.

Ef röskun verður, mun það lýsa sér í því að kosningakerfið verður óaðgengilegt. Samhliða því gætu orðið innskráningarvandræði á spjall.piratar.is (þar sem það notast við innskráningu kosningakerfis).

Þakkir fyrir biðlundina, sem verður þó vonandi óþörf.