“Þegar sérhljóð í íslensku voru sem flest voru þau 27 talsins, en strax á 12. öld fór þeim að fækka og hljóð að renna saman. Þegar kom fram á 15. öld afkringdust y, ý og tvíhljóðið ey , varinar voru ekki lengur hringmyndaðar, og þau féllu saman við i, í og ei . Gert er ráð fyrir að sú breyting hafi verið um garð gengin á 17. öld.Þrátt fyrir þennan samruna hafa menn verið fastheldnir á y, ý og ey í stafsetningu. Í lok 19. aldar kom þó fram tillaga um að færa stafsetningu nær framburði en sú hugmynd var mjög í tísku í nágrannalöndunum um þær mundir. Árið 1889 flutti Björn M. Ólsen, síðar háskólarektur, þekktan fyrirlestur þar sem meðal annars kom fram að útrýma skyldi y, ý og z með öllu úr stafsetningu. Sjálfur tók hann þessa stafsetningu upp og ýmsir voru henni fylgjandi, en hún náði þó ekki að festast”.
Nú er kominn tími til að leggja þessa fornu rittákn af og færa okkur fram til dagsins í dag. (Eða ættum við kannski að taka upp rúnir aftur, ég væri til í það).
Legg til að þetta verði fyrsta mál á dagskrár nýrrar stjórnar sem leidd er af Pírötum.
Jeg er algerlega oúsammaúla þessari tillögu. Annaðkvort höldum við gömlu hefðum er sína uppruna íslenskra orða, skilgreina þöí í ritmaúli, lísa og öíka skilningu á beigingum sagnorða og eidnig samræmast gömlum og fordnum boúkmenntum, eða skiftum alveg í röklegt kerfi hannað út fraú maúlvísindalegri hugsun, sem þirfti að breitast oft og tíðum eftir framburði framtíðar.
Ég vill hald því fram að gamlar hefðir séu nánast ekki til það eru til hefðir sem eru frá fyrri tíð sem fólk, stundum mjög fáir, hefur slysast á að gera að sínu. Það voru til ógrynni “gamalla hefða” sem við vitum bara ekkert um en sem voru alveg jafn merkilegar og þær sem lifðu til vorra daga vegna einskærra tilviljana. Yfirstéttin hefur að mestu mótað það sem ráðamenn hafa síðan skipað að eigi að gilda. Það sem gildir er samansafn ólögulegra hendinga og stundum áherslur sérvitringa sem hafa náð að búa sér til valdastöðu í einstökum málum vegna heppilegra aðstæðna sem þeir hafa náð að nýta sér. Þessa aðila má tala um í þessu sambandi sem málfarsfasista eða “íslenskufræðinga” eins fáránlegt og sú skilgreining hljómar í mín eyru. Allir Íslendingar sem nota íslensku til að tjá sig eru íslenskufræðingar (þeir sem hafa alist upp eða dvalið hér í nokkurn tíma).
Íslensk tunga er ekki einkamál íslenskufræðinga, íslenska er einkamál hvers og eins og það að fá að tjá sig á sinn hátt er grundvallar mannréttindi og ætti eiginlega að vera í nýju stjórnarskránni. Ef þú villt að það sem þú segir skiljist þá notar þú þau orð sem fólk skilur. Ef við setjum einstaklingum skorður hvernig þeir tjá sig þá erum við að skerða lýðræðið, jafnréttið og skapa sérstakan heim þar sem sumir fá að tjá sig en aðrir ekki. Á Íslandi hefur þetta ástand lengi viðgengist og hafa margir afburða einstaklingar verið hliðarsettir út af því tjáning þeirra var ekki rétt. Skýrast kemur þetta fram gagnvart lesblindum. Margir lesblindir hafa þurft að þola hliðarsetningu og útskúfun en lesblinda er bara ein ástæða útilokunar. Sem betur fer er að grilla í að skilningur á þessum málum sé að aukast. Jafnvel þágufallssýkin (þágufallshneigð) er hætt að vera frágangssök.
Síðan er það svo spaugilegt að þessir “íslenskufræðingar” eru sjálfir oft að fara með alrangar vísanir og skýringar og bulla eins og mýmörg dæmi eru um og setja fram sína íslensku.
Síðan finnst mér alltaf jafn skrítið að það séu bara gamlar hefðir sem eru merkilegar. Ég vill halda því fram að nýjar hefðir og þær hefðir sem eiga eftir að koma í ljós séu alveg jafn merkilegar. En ég legg ekki meira á ykkur það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að fara að fabúlera um þennan punkt til viðbótar.
En hvað kemur þetta y, ý og ey við? Jú, við höfum bætt við tekið burt og afvegaleitt æði mörg hljóð, stafi eða stafalíkindi í gegnum tíðina. (Vitið þið af hverju við segjum “hann yppir öxlum”?)
Til að skýra þetta betur þá set ég eitt lítið dæmi af gríðarmörgum um mislukkaða túlkun “íslenskufræðinga”. Þessi vísdómsorð eru fengið frá Eiríki Rögnvaldssyni prófessor við HÍ sem hefur á einhvern undarlegan hátt náð að átta sig á hvernig í málinu liggur og séð við bullinu þó það hafi tekið hann nokkurn tíma.
„Málvilla“ dagsins
Sagt var : Ég er að fara erlendis Rétt væri : Ég er að fara til útlanda
EÐA HVAÐ?
Atviksorðið erlendis merkir: í útlöndum. Það er því eðlilegt að segja dveljast erlendis en aftur á móti ekki „erlendis frá“ og „fara erlendis“. Gísli Jónsson amaðist líka margsinnis við þessu í íslenskuþáttum sínum í Morgunblaðinu . En á hverju byggist þessi regla?
Í fornu máli var orðið notað bæði um dvöl og hreyfingu eins og dæmi forníslensku orðabókarinnar sýna glöggt. Flest af elstu dæmum Ritmálssafns Orðabókar Háskólans um orðið, frá 18. og 19. öld, sýna líka sambandið fara erlendis . Á tímarit.is má finna á þriðja þúsund dæma um fara erlendis og á þriðja tug þúsunda dæma um erlendis frá , allt frá því snemma á 19. öld til þessa dags. Ekki minni maður en Jónas Hallgrímsson skrifar í minningargrein um Tómas Sæmundsson í Fjölni : „Enn er herra Steingrímur varð að fara erlendis vetrarlángt að taka biskupsvígslu í Danmörku, kom hann Tómasi í Bessastaða-skóla.“
Nú er kominn tími á annan þátt af fimm um íslenskt mál. Þar sem fram kemur að það þarf að vinda bráðan bug á að laga vil og góðan daginn til samræmis við nútímann, málnotkun og eðlilega málhegðun fólks. Ég vill að vil sé skrifað eins og fólk vill skrifa það.
Ég segi: ég vill alls ekki fara á tónleika með Bubba! En ég segi hins vegar að:
Ég vil að öll dýrin í skóginum séu vinir.
Venjan um að það eigi að skrifa vil kemur frá gömlum kalli, ábyggilega frá Austur Landeyjum, nei kannski ekki (festi bílinn einu sinni í Austur Landeyjum).
Góðan daginn
Ef ég er í fúlu skapi segi ég góðan daginn.
Ef ég er hinn hressasti (sem ég er nú venjulega), þá segi ég góðann daginn!
Auðvitað á ekki að banna fólki að vera hresst.
Hægt er að draga þetta saman í eina reglu “máltilfinning má koma fram í skrifum”
Ég er alveg sammála því að menn eigi að geta skrifað eins og þeir segja hlutina. Mér finnst það skipta meira máli að vanda málfarið en bjagað mál getur verið óskýrt og því ekki jafn gagnlegt og gott mál. Ég fyrirgef þó mistök því sjálfur klúðra ég oft orðasamböndum og fall- og sagnbeygingu. Ég lít fyrst og fremst á ritmál sem verkfæri, alveg eins og tungumál. Verkfærið þarf ekki að vera eins í gegnum aldirnar af tilfinningalegum ástæðum einum saman.
Ég tala spænsku og sá áhugaverðugan fyrirlestur á TEDx Talks fluttan af Karina Galperin en hann er titlaður „¿Ase falta una nueba ortografía?“ sem mætti þýða sem „Er þörf á nýrri stafsetningu?“ og fylgir myndbandinu enskur texti. Spænska er eins og íslenska að því leyti að flest er skrifað eins og það er sagt.
Góð spurning því að þetta er einmitt eitt/eitt sem hefur verið notað sem rök gegn þessum úreltu stöfum að það sé nauðsynlegt að halda í þá því að annars er ekki hægt/hægt að þekkja muninn á orðum og um hvað sé verið að ræða. Við þessu er til ágætis svar og það er að við höfum mýmörg önnur orð án þessara stafa sem eru skrifuð nákvæmleg eins en meiningin er gjörsamlega önnur og það þvælist ekkert fyrir okkur hvað rætt er um.
Tökum nokkur dæmi: Ganga . . . . frá endum, ganga . . . . á fjöll Glugga . . . í, þvo . . . . glugga MynniÞeir sigldu inn í mynni Seyðisfjarðar, minni en hin spýtan, minni er eiginleiki mannsins… að muna.
Svona mætti áfram telja en það ætti að vera óþarfi hver og einn getur fundið svona “orðlíkindi” ef nánar er að gáð.
Grundvöllur umræðu og samskipta er samhengið, það sem kom á undan og á eftir og það sem hefur áður farið á milli manna eða verið skrifað, fyrirsagnir í skriflegri umræðu, staðsetning, erindi fólks og svo framvegis. Ef þú er hjá lækni og ert að tala um fót þá er ólíklegt að læknirinn fari að hugsa um stólfót. Ef það er iðnaðarmaður sem er að laga gluggann þinn þá er ólíklegt að hann fari að tala um að glugga í bækurnar þínar eða uppskriftir. Þó svo að það sé möguleiki, sérstaklega ef þú ert að bjóða upp á frábæra hjónabandssælu í kaffitímanum. Ef þú hefur verið að tala um að þú ætlir að fara að þrífa gluggana hjá þér þá eru yfirgnæfandi líkur á að þegar þú segir næst “glugga” að þá sér það umræðuefnið en ekki það að þú ætlir að fara að glugga í leiðbeiningabæklinginn frá IKEA frekar að þú sért nú loksins að fara að þrífa gluggana.