Frá því að ég man eftir hefur alltaf verið talað um tveggja kjörtímabila hámark. Nú sýnist mér að fólk sem hefur nú þegar setið tvö kjörtímabil ætli að bjóða sig fram aftur. Var þetta ein af óskrifuðu reglum pírata eða er þetta einhversstaðar í lögum?
Þetta var óskrifað en fólk var að tala um að hafa reglu á Alþingi að það væri tveggja eða þriggja kjörtímabila hámark og við ættum að sýna viljan í verki með því að fylgja þessu sjálf þótt að það væri ekki komið í lög.
Kosningalega séð þá er þetta auðvitað erfiðara. Þingfólkið okkar er frábært og með ákveðna frægð sem ný manneskja á lista væri ekki með en ég held að það væri samt vel þess virði fyrir rúllandi nýliðun inn á Alþingi og fyrir heilbrigt lýðræðið. Ég held að það er almennt heilbrigðara ef fleira fólk fær tækifæri til að sitja a Alþingi.
Óskrifað já.
Að hafa viðmið um nokkurs konar hámark af samfelldri þingmennsku er í raun mjög gagnleg fyrir alla.
Það er fátt meira þreytandi en þingmenn með 20-30 ára reynslu því það þýðir líka að þeir hafa ekki reynslu í neinu öðru en þingmennsku. Það að fara í “skoðunarferð út í atvinnulífið” (kallast oft vinnustaðaheimsókn) og “ræða við heimamenn / flokksmenn / fólkið í kjördæminu” gefur ekki heldur neina reynslu. Það gefur kannski innsýn í vissa hluti, en ekki reynslu - langt í frá.
Þetta er óskrifuð regla en hefur haldið hingað til. Ég skil þau sjónarmið að það þurfi stofnanaminni og reynslu ef við ætlum í ríkisstjórn en mér finnst full mikið af hinu góða ef allir fjórir þingmennirnir sem setið hafa frá 2016 halda áfram. Á þá að verða fullnaðarendurnýjun í kosningunum 2028? Það er ekki betra upp á stofnanaminni :=/
Fyrsta markmiðið er að sækja fylgi, geri ég ráð fyrir. Meira fylgi = Meiri nýliðun = Meira frábært.
Leiðin að meira fylgi er síðan túlkunaratiði á marga vegu. Núna eru líkast til fjórðu kosningarnar frá 2016 að renna upp, þökk sé “stöðuleikastjórnmálum”. Golfclap, golfclap.
Flokkast þá 8 ára þingseta frá 2016 sem 3 kjörtímabil ? Eða bara 2 ? Eða 2,25? …erfitt að segja…
Annars er alltaf best að fókusa á að fólk sé ferskt og flott, með málefnin á tæru og eigi bæði stuðning okkar og almennings að baki sér.
Það er eitthvað svo sorglegt að horfa upp á flokka bjóða síendurtekið upp á þingmenn sem eiga greinilega ekkert erindi inn á þing, nema sem eitthvað uppfyllingarefni á háum launatékka…
Þetta var hvorki skrifuð né óskrifuð regla. Þetta var persónuleg skoðun Birgittu Jónsdóttur, sem á sínum tíma bauð sig fram til þriðja kjörtímabils þingsetu árið 2016, eftir að hafa tjáð þessa skoðun sína þegar hún var þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sem var á þingi 2009-2013.
Aftur á móti er tveggja kjörtímabila hámark ráðherra tilgreint í drögum að nýrri stjórnarskrá, en þar er engar slíkar takmarkanir um þingsetu að finna.
Þetta er sumsé hvorki að finna í lögum, né í stefnu Pírata. Þetta er að finna um ráðherraembætti í drögum að nýrri stjórnarskrá sem Píratar aðhyllast, en aldrei hefur reynt á vegna þess að við höfum aldrei haft ráðherra. Þessu er síðan gjarnan ruglað saman við þingsetu vegna þess að Birgitta Jónsdóttir var þeirrar skoðunar 2009-2013 að þingmenn ættu ekki að vera lengur en tvö kjörtímabil, en bauð sig samt aftur fram 2016.
Núansar. Þeir eru alveg óþolandi dæmi.
Óskrifuð. Og óskrifaða reglan ætti klárlega að vera „tvö tímabil í meirihluta". If you don’t have the power it doesn’t corrupt.
Talað um þetta þangað til að elítan er tekin við og öllum Píratagildum hent í sjóinn
Þetta var samt alltaf eitthvað sem sumir píratar sögðu, aldrei nein ákveðin regla. Fólk þarf auðvitað að þekkja sinn vitjunartíma, bæði hvað varðar vald og ábyrgð, en líka bara orku og drif og þegar það er farið að verða lítið eftir af því, en það er alveg misjafnt eftir fólki og verkefnum.
Frá mínum bæjardyrum séð er mikilvægt að endurnýja reglulega og fá inn nýja orku, en það má alveg vera í bland við reynslu og þekkingu sem fólk byggir upp.yfir tíma.
Prófkjör okkar taka samt hálfpartinn á þessu.
Ef þingmaður stendur sig illa þá endar sá ekkert endilega hátt á lista.
En já þetta er einhvað sem allir ættu að hafa á bakvið eyrað, er ég búinn að vera of lengi?
Og á sama tíma þarf líka að passa að reynslan og þekkingin á verkferlum hverfi ekki öll á sama tíma
Vald spillir og við vitum hvernig.
Fólk sem er hafið yfir aðra, jafnvel þótt þau séu ekki í meirihluta, lítur niður á aðra.
Það er hluti af stöðunni.
Ekki meðvitað viðhorf.
Þegar við lítum niður á annað fólk töpum við samsömun við það.
Það er þess vegna sem fólk fer, jafnvel ómeðvitað, að hugsa um leikreglurnar sem svo að þær gildi ekki “eins” um okkur sjálf og um annað fólk.
Það er þess vegna sem fólk fer, jafnvel ómeðvitað, að hugsa um sig sjálft sem ómissandi, að við eigum “rétt” á stöðunni sem við erum í, að við séum “besta manneskjan” í þá stöðu.
Að vera hafið yfir aðra eyðir auðmýkt og grefur undan samúð.
Nánast sama hver við erum fyrir, þá gerist þetta á endanum.
Það eru breytur, hvaðan við komum, hversu meðvituð við erum, hversu mikil völd er um að ræða og hversu lengi við berum þau, en þetta mun á endanum gerast.
Ef við viljum ekki spillast, viljum ekki verða samúðarlaus og hrokafull, þá verðum við að vera mjög vakandi fyrir þessum áhrifum og forða okkur úr valdastöðu um leið og við förum að hugsa eitthvað sem er í þá áttina að okkar gjörðir séu í lagi því við erum ekki eins og hin, eða að við séum ómissandi, eða eitthvað í þá áttina.
Áður en við týnumst í þessum áhrifum.
Mér finnst þetta skynsamleg nálgun hjá þér. Svo getur hvert og eitt okkar sett sér viðmiðanir í þessum efnum þegar kemur að prófkjörum.
Ég var ekki virkur Pírati fyrr en síðla árs 2020 en mín minning úr fjölmiðlaumræðunni frá því þar áður var einmitt að Píratar ætluðu ekki að verða atvinnu pólitíkusar og því ekki að staldra of lengi hver og einn á þingi. Ég hafði svo sem ekki hugsað út í þetta í talsverðan tíma en var fyrr í kvöld á tali við móður mína sem spurði mig hvaða þingmenn ætluðu að gefa kost á sér áfram. Ég sagði henni hverjir það væru og þá varð hún hálf hissa og spurði “En ætluðu Píratar ekki að hafa e-h hámark á þingsetu, tvö kjörtímabil?”. Ég er ekki viss um að þetta hafi nein áhrif á kjósendur almennt en ég held þetta sér klárlega hlutur sem sé í minni almennings. Amk fylgist hún mamma ekki mikið með pólitík en hún hugsaði þetta samt strax.
Það hefur oft verið rætt að hafa takmarkanir á lengd fólks inn á þingi.
Alveg óháð því hvað fólki finnst um það, þá held ég að Píratar séu nú í svipaðri stöðu og Samfylkingin 2016, á mörkum þess að þurrkast út. Samfylkingin lifði naumlega af, en hefði gengið mun betur ef þau hefðu haft meiri endurnýjun fyrr. Nú eftir mikla endurnýjun dafnar sá flokkur.
Það er alveg ljóst að án einhverrar endurnýjunar í toppsætum eru Píratar í tilvistarkrísu.
s.s. þetta er hvorki skrifuð né óskrifuð regla, bara hugmynd og vangaveltur hjá fólki þegar það var að reyna að reyna að komast að.
Það er eðlilegt að forðast spekileka og halda í þekkingu í þingflokknum milli þinga, flokkurinn er ekki það fjölmennur að það sé hægt að discarda fólki með reynslu svo auðveldlega.
En ég mun alltaf sjá það sem egótripp ef fólk heldur að það eigi eitthvað sæti öruggt bara því það hefur náð kjöri áður.
Það verður að segjast að kjörnir fulltrúar pírata eru ekki alltaf til fyrirmyndar og því verður spennandi að sjá hversu mikil nýliðun verður á listum í kjölfar prófkjöra.