Fimmtudaginn 11.mars verður haldinn félagsfundur á vegum fjármálaráðs þar sem meðal annars verður sett í vefkosningu fyrirkomulag á lántöku í samræmi við lög Pírata 12.5
Hefur þú eitthvað sem þig langar að taka fram í þessu samhengi fyrir fundinn?
Fimmtudaginn 11.mars verður haldinn félagsfundur á vegum fjármálaráðs þar sem meðal annars verður sett í vefkosningu fyrirkomulag á lántöku í samræmi við lög Pírata 12.5
Hefur þú eitthvað sem þig langar að taka fram í þessu samhengi fyrir fundinn?
Samkvæmt lögum Pírata er þröngur stakkur til lántöku, en gott að fá umræðu um málið hér.
“12.5. Félaginu er eingöngu heimilt að taka lán fyrir rekstri og öðrum útgjöldum félagsins ef áætlaðar tekjur eru fyrirsjáanlegar og öruggar. Engin lán sem binda félagið mega fara fram án samþykkis fjármálaráðs.”
Mín pæling er að árið 2022 er líka kosningaár (sveitastjórnarkosningar) og ekki sjálfgefið að eðlilegt sé að taka lán 2021. Ef ákveðið verður að taka lán vegna verkefna árið 2021 yrði það að vera lág upphæð til að skerða ekki fjármagn vegna kosningavinnu 2022.
Ég er á báðum áttum því ef lántaka skilar sér í betri kosningaárangri, sem er ekki sjálfgefið og síður auðvelt að sína fram á góða áhættugreinungu, ennn… EF góð greining sýnir fram á tengingar á réttum útgjöldum og gengis og EF samkvæmt slíkri greiningu það telst félaginu hagkvæmt að skuldsetja sig sem fjárfestingu við framtíðina, því kosninga-árangur skila sér sem innkoma frá ríkinu, þá tel ég það vera rétta leið að taka lán. Það er ekki gott að sýna of mikla sparsemi þegar hún hefur bein neikvæð áhrif fjárhagslegan vöxt flokksins. Þetta eru hins vegar tvö stór og erfið EF og ég væri mjög til í og eiginlega hálfpartinn væntist þess að stjórn Pírata (fjármálaráð og framkvæmdastjórn) geri tilraun til að leggjast í slíka greiningu og kynningu í kjölfarið. AMK er það á óskalistanum mínum sem flokksfélagi.