Flott að fá þessi mótrök. Ég held því áfram fram að hið jákvæða við apótek er enn yfirsterkara, sjá ofar. “Hass út um allt”, ég held að sá punktur sé nú þegar á kreiki um okkur Pírata og við höfum eiginlega svarað því. Nýjar hass verslanir; það tel ég ekki slæmt, þarf bara að setja reglugerð sem setur upp kröfur til reksturs um ábyrgð og allt það.
Megin neikvæði punkturinn finnst mér vera söluaukningarpunkturinn/gróðasjónarmiðið en þegar nánar er að gáð þá á hann við um fleiri lyf. Þannig að við nánari skoðun dofnar hann nokkuð mikið.
Það að áfengi sé í ÁTVR er vegna gamallar og stækrar templaramenningar og fanatíkur gagnvar áfengi hér áður fyrr, sem hefur látið nokkuð á sjá undanfarið. Það styttist í að áfengi fari í fallegar, sérverslanir og það sé litið á vínmenningu eins og aðra matarmenningu. Áfengi er ekki skaðlegt. Hins vegar með áfengi eins og annað ef það er notað í óhófi, þá er það ekki mjög hollt eins og önnur ofneysla: fita, sykur, gos, grænkál eingöngu, orkudrykkir, sterar, lyf, sólböð, sólbekkir, hass, sveppir, kók og ýmislegt annað.