Um styrkveitingar í formi fjármagns og þjónstu frá lögaðilum

Fimmtudaginn 11. mars næstkomandi vildum við í fjármálaráði kynna fyrir grasrót vefkosningu um hvort eða hvernig Píratar eigi að taka á móti styrkjum, og hvort það skipti máli hvort að styrkir frá lögaðilum séu í formi þjónustu eða peninga.

Áður en sá fundur er haldinn vildum við stofna til umræðu hér.

Viltu segja okkur þína skoðun núna?

3 Likes

Í lögum sem sett voru árið 2006 var lagt bann við framlögum frá einstaklingum eða fyrirtækjum til stjórnmálaflokka yfir 550 þúsund krónum á ári.
Árið 2017 þáðu Píratar styrki frá einstaklingum upp á 5000 kr hver, en viljum við yfirleitt þyggja styrki frá fyrirtækjum?
Ef svo, hversu háar/lágar upphæðir eða ætti aðeins að þyggja veitta þjónustu velviljandi lögaðila?

2 Likes

Svo það sé augljós þá er Albert að tala um landslög, ekki lög Pírata, þegar hann segir að árið 2006 hafi verið lagt bann við framlögum yfir 550 þúsundum króna.

Ég held að það séu helst tveir pólar í þessu máli. Hægt er að hafna öllum styrkjum frá lögaðilum (fyrirtækjum og félagasamtökum) og þannig haldið í einhvern stjórnmálalegan/siðferðislegan hreinleika. Hins vegar hafa margir bennt á að ef við tökum ekki við fjármagni frá lögaðilum séum við í raun að skjóta okkur í fótinn þar sem aðrir flokkar muni gera það og þannig hafa forskot á Pírata, ekki bara í kosningabaráttu heldur í allri félagsstarfssemi. Hugsanlega væri hægt að setja saman einhvern siðferðisstaðal um samfélagsábyrgð sem lögaðilar þurfi að uppfylla til að Píratar geti með góðri samvisku tekið við fjármagni frá þeim.

2 Likes

Miðað við það fjármagn sem hefur komið til Pírata frá lögaðilum, þá hefur það sýnt sig að það fótskot færi milli tánna að hætta því og myndi seint vefjast fyrir okkur. Þar sem Píratar eru bara rosalega lélegir að finna sér hagsmunahópa til að halda sér á spenanum (kostur, ekki ókostur) er þá ekki bara alveg eins gott að græða stjórnmálalega á þeim hreinleika í stað þess að freista gæfunni öðru hvoru við að dýfa tánni í tjöru?

1 Like