Svo það sé augljós þá er Albert að tala um landslög, ekki lög Pírata, þegar hann segir að árið 2006 hafi verið lagt bann við framlögum yfir 550 þúsundum króna.
Ég held að það séu helst tveir pólar í þessu máli. Hægt er að hafna öllum styrkjum frá lögaðilum (fyrirtækjum og félagasamtökum) og þannig haldið í einhvern stjórnmálalegan/siðferðislegan hreinleika. Hins vegar hafa margir bennt á að ef við tökum ekki við fjármagni frá lögaðilum séum við í raun að skjóta okkur í fótinn þar sem aðrir flokkar muni gera það og þannig hafa forskot á Pírata, ekki bara í kosningabaráttu heldur í allri félagsstarfssemi. Hugsanlega væri hægt að setja saman einhvern siðferðisstaðal um samfélagsábyrgð sem lögaðilar þurfi að uppfylla til að Píratar geti með góðri samvisku tekið við fjármagni frá þeim.