Umbætur á kosningakerfi (langtímaþráður)

Hér verður einn þráður þar sem verður tilkynnt um lagfæringar og smávægilegar umbætur á kosningakerfinu. Þegar stórar umbætur verða má búast við sjálfstæðum þræði um þær.

Nýlega hafa eftirfarandi lagfæringar verið gerðar vegna villna sem komu inn með gríðarstórri uppfærslu sem var gerð nýlega af öryggisástæðum (Python 2.7 í 3.x fyrir tækniáhugasama).

  • Tölvupóstur til endurstillingar lykilorðs er nú læsilegur öðru en tæknifólki (hrátt HTML fór út sem fæstir skilja líklega).
  • Vandamál við nýskráningu hafa verið leyst.
  • Innskráning með tölvupósti eða kennitölu í stað notandanafns hefur verið löguð.

Að lokum má nefna að ábendingar um það sem betur má fara má senda með tölvupósti á piratar@piratar.is.