Umræður um umhverfismál

Mig langar að benda ykkur á þennan fyrirlestur. Boðskapurinn var mjög píratalegur. Þetta snertir ekki bara beint umhverfismál og landbúnað heldur allt kerfið nefnilega. SA vilja aflétta tollum á sem flestu, það veldur aukinni neyslu (hjá sumum) og hærra kolefnisfótspori vegna flutninga o.s.fv. Hér er þessi fyrirlestur. “Fred Magdoff er sérfræðingur í plöntu- og jarðvegsfræðum við háskólann í Vermont í Bandaríkjunum. Hann færir rök fyrir því að umhverfisvernd verði ekki aðskilin hagkerfinu. Það skýrir fyrirsögnina á fyrirlestri hans sem jafnframt er titill á einni af mörgum bóka hans.”