Unga fólkið sem kjósendur

Nú er ég ekki bara að ræða um UP þótt frábær séu. Mikið sem ég vildi að ég teldist enn sem ungliði!

Kannski er mig að misminna en finnst að eins og í gegnum kosningasöguna hjá okkur hafi unga fólkið í landinu verið þau sem lýst hafi stuðningi við okkur, .t.d. í könnunum sem hefur á stundum skilað sér í góðu fylgi í könnunum en svo ekki skilað sér í kjörkassann.

Ég er þeirrar skoðunar að Píratar séu fyrir öll, að sjálfsögðu, en mér fyndist sterkur leikur að huga að því hvernig við fáum unga fólkið til að mæta á kjörstað. Fyrir einhverjum árum, í mínu fyrra pólitíska lífi ( og kannski með meiri fyrirvara á kosningum) að þá var farið í átak m.a. í samstarfi við LUF til þess að vekja áhuga ungs fólks á kosningum.

Gætum við gert eitthvað slíkt?

2 Likes

Jú mikið rétt, okkar besta fylgi hefur yfirleitt verið hjá yngstu kjósendunum. Ég efast um að óháð samtök eins og LUF færu í samstarf við stjórnmálaflokk um hvatningu til kosningaþátttöku en það er þó ýmislegt sem við getum gert! Ég var einmitt sjálf að hefja doktorsnám mitt í stjórnmálasálfræði þar sem ég stúderaði kosningaþátttöku ungs fólks og var m.a. í samstarfi við LUF og SÍF veturinn 2015-2016 þegar fyrstu skuggakosningarnar voru skipulagðar og #Égkýs átakið hófst. Það er eitthvað efni inn á egkys.is sem við getum vísað á og haldið á lofti en annars held ég að áherslan okkar til þess að ná til ungs fólk ætti helst að vera sú að vera sýnileg þar sem þau eru, t.d. á Tiktok og Insta og tölum þar um málefni sem varðar þau, t.d. námslán, skólakerfið, geðheilbrigði, húsnæðismarkaðinn, loftslagsmál, og að skipuleggja áhugaverða viðburði sem dregur þennan hóp að, þar sem pólítík er ekki endilega aðalatriðið en svona fær að fljóta með (ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík og myndi mæta á pólitíska viðburði gerir það hvort eð er, og kýs).

3 Likes

Ég held að ágæt leið til að fá fólk til að mæta á kjörstað væri að vera áberandi á samfélagsmiðlum og ná til þeirra til að byrja með. Skapa umræðu sem er síðan endurtekin í vinahópum og stuðlar að því að þau pæli í pólitík. Síðan henda af stað samfélagsmiðlaátaki viku fyrir kjördag um mikilvægi þess að mæta á kjörstað og búa til stemmingu í kringum það.

4 Likes