Uppfærsla á fjölskyldurétti: Málefnahópur?

Heil og sæl

Mig langaði að kanna áhugann á því að stofna málefnahóp varðandi uppfærslu á svo kölluðum fjölskyldurétti. Fjölskylduréttur eru Hjúskaparlög (https://www.althingi.is/lagas/149c/1993031.html), barnalög (https://www.althingi.is/lagas/149c/2003076.html), erfðalög (https://www.althingi.is/lagas/149c/1962008.html) og Barnaverndarlög (https://www.althingi.is/lagas/149c/2002080.html)

Þetta eru allt lög sem varða friðhelgi einstaklinga og rétt þeirra til sjálfsákvörðunarréttar. Eins og lögin líta út núna, og þá sér í lagi hjúskaparlögin, er einstaklingum settur mjög svo þröngur rammi til að stofna til sambúðar og hjúskaps og langar mig að segja að lögin séu enn föst í feðraveldishugmyndum 19. aldar þar sem hjúskapur snerist fyrst og fremst um að tryggja áframhald eignarréttar og til að tryggja eignarhald karlmanna yfir kvenmanslíkamanum.

Ég hef einhverjar hugmyndir um hvaða breytingar ég myndi vilja sjá, en betur sjá augu en auga og langaði mig því að athuga hvort einhverjir Píratar hafi áhuga á þessu efni, hafa mögulega velt þessi lengi fyrir sér eða langar einfaldlega að kasta hugmyndum á milli.

Langtímahugsunin hjá mér er að móta stefnu sem gætu verið notaðar sem þingsályktunartillaga á þingi, hafi einhver af þingfólki okkar áhuga á að leggja slíka fram.

What say you?

Bestu kveðjur,
Olga

5 Likes

Mér finnst það vel athugandi. Get ekki sagt að ég hafi mikið að leggja til eins og er, en myndi gjarnan vilja heyra meira.

2 Likes

Varðandi hjúskap, þ.e.a.s. sjálft hjónabandið, væri ekki eðlilegast að afleggja það sem lagalegt fyrirbæri? Þetta fjallar nánast bara um fjárhagsskuldbindingar milli þeirra sem gifta sig, og af hverju ætti ríkið að skipta sér af slíkum skuldbindingum með þessum hætti?

Ef ríkið ætti að halda áfram að gera það er þá ekki óeðlileg mismunun að ekki geti hvaða tveir (eða fleiri?) lögráða einstaklingar gert slíkan samning verndaðan af ríkinu, t.d. móðir og sonur eða systkini?

1 Like

Mér leist mjög vel á pælingar Ungra Pírata (á Suðurnesjum?) sem þau kynntu einhvern tíman um árið - varðandi frjálsa fjölskylduskráningu, ég væri til í meira samtal um það.

3 Likes

líka pælingar sem hún Valborg kom með á aðalfundi, þær voru frábærar

1 Like

Ætli þær séu til skrifaðar einhvers staðar? Jafnvel á hinu margrómaða interneti?

ætti þetta ekki mest að fjalla um sjálfgefinn erfðarétt mtt. flókinna löggerninga til þess að tryggja þann rétt? Td. milli margra einstaklinga en ekki bara tveggja. Þeas. að gefa fólki tækifæri til þess að mynda flóknari réttindatengsl?

3 Likes

Jú til dæmis - það er góð hugmynd

1 Like