Uppgjör búa, utanumhald dómstóla

Hvenær ræna skiptastjórar bú?
Skipan skiptastjóra fyrir þrotabú / dánarbú og utanumhald dómstóla er verulega ábótavant. Heyrst hefur að klíkuskapur og jafnvel umbunir (beinar og óbeinar) hafi áhrif á hvaða lögmenn fá stærri bú til skipta.

Fyrir lögmenn er verðmætt að fá gott bú til skipta, því þeir virðast geta ráðið þóknun sinni sjálfir. Lögmenn eru misjafnir, sumir sanngjarnir, aðrir óskammfeilnir ruddar sem svína á fólki í skjóli kunnáttuleysis neytenda/umbjóðenda sinna í lögum og taka sér margfalda þóknun og komast flestir upp með það.

Uppfæra þarf starfsaðferðir dómstóla varðandi umsjón skipta. Úthlutun búa þarf að byggist á faglegum, gagnsæjum vinnubrögðum, þóknun þarf að vera hæfileg og raunverulegt eftirlit með því að allt gangi vel fyrir sig.

Þeir sem óska eftir opinberum skiptum eða sæta þeim ættu að fá leiðbeiningar hjá viðkomandi dómstóli um ferlið framundan. Fræða þarf fólk um hvers þarf að gæta í samskipti við skiptastjóra, hversu langan tíma eðlilegt er að skipti taki, hverjar eru eðlilegar þóknanir, hvernig á að bera sig að við kvartanir. Hugsanlega ættu dómstólar að bjóða út slatta af skiptum öðru hverju til að fá sanngjörn verð sem skiptaþolar fá að njóta.

Útgangspunkturinn þarf að vera að gæta sanngirni milli allra viðkomandi það er neytenda og lögmanna.

Mér skilst að það sé í gangi vinna í Dómsmálaráðuneytinu til að laga ferilinn.
Ég held að Píratar ættu að fylgja þessu máli mjög vel eftir og leggja gott til málana í vinnuferlunu, ef það stendur til boða. Ég held að Jón Þór hafi eitthvað beitt sér í þessum málum, e.t.v. mikið.
Það væri áhugavert að heyra sjónarmið fólks í þessu sambandi og hvað Píratar ættlu að leggja til í þessu sambandi.

3 Likes