Upplýsingaskortur í auglýsingum

Nú, eins og oft, standa píratar fyrir fundi. Í þessu tilfelli um fiskeldi. Eins og svo oft áður er auglýst að honum verði streymt. Hinsvegar vantar alveg upplýsingar um hvernig það fer fram. Þetta er kannski eitthvað sem áhugasamir aðilar reka augun í og hafa áhuga á að fylgjast með og vilja vera tilbúnir til að horfa á en sjá engar nánari upplýsingar. Það gengur ekki að við gerum bara ráð fyrir að fólk viti hvað á að gera. Við erum að reyna að vekja áhuga fólks á starfinu og við gerum það ekki með því að hafa ekki staðlaða og stöðuga upplýsingagjöf um svona atriði.

2 Likes

ég held að hann @mordur sé að skipuleggja og er þá væntanlega ábyrgðarmanneskja fundar og gæti deilt upplýsingur víðar. Þetta er góður púnktur

1 Like

Þetta er góður punktur sem á almennt við. Það þyrfti eiginlega að setja saman einhvern hóp til að straumlínulaga streymismálin. Bæði ættu fundarhaldarar að eiga leikandi auðvelt með að setja á fót streymi, sem og að félagsmenn ættu að geta vitað fyrirfram hvert ætti að leita á einum stað.

1 Like

Minn punktur var eiginlega að þessar upplýsingar þurfa að vera það einfaldar að þeir sem eru ekki félagsmenn geti græjað hlutina í fyrstu tilraun, og haft þetta tilbúið með fyrirvara til að vera vissir um að allt virki. Það minkar stress :wink:

1 Like