Upprunavottuð matvæli

Núna er í umræðunni frumvarp um að leyfa innflutning á hráu kjöti til Íslands. Sitt sýnist mörgum um það. Líklega mun það gera ferskar kjötvörur ódýrari á Íslandi, en það er eflaust margt til í þeim áhyggjum sem margir hafa um fjölónæma sýkla sem gætu komið með kjötinu.

Hins vegar komast Íslendingar ekki hjá því að samþykkja eitthvað í líkingu við frumvarpið vilji þeir vera í EES. Sem ég held að flestir vilji.

En eitt sem ég hef tekið eftir (sérstaklega sem meðlimur í stjórn Neytendasamtakanna) er að sama hvað fólki finnst um þetta lagafrumvarp eru allir hlynntir upprunavottun matvæla.

Slíkt frumvarp, og slík stefna yrði vinsæl, hún væri í anda Pírata því hún myndi auka upplýsingar til neytenda og efla gagnsæi.

4 Likes

Ég held að upprunavottun sé góð hugmynd og myndi auðvelda öllum að taka vel á móti erlendum matvælum.

1 Like

http://www.mast.is/matvaeli/merkingar/upprunamerkingar/
Er s.s. galli í efni eða framkvæmd núgildandi reglna? Spyr því ég þekki ekki annmarkana en sýnist að flest kjöt t.d. þurfi upprunamerkingar.
Er mjög hlynnt því að taka upp vottun tbh. :slight_smile: hélt bara að það væri fyrir löngu komið!

Sunna, ég held að vandamálið sé að þetta miðast að eftirlitsaðilum og rekjanleika en ekki neytendum. Sjá t.d. í leiðbeiningum um upprunamerkingar á nautakjöti:

" Tilvísun sem tengir kjötið við dýr eða dýrahóp sem það kemur af.
Þetta getur verið númer eða strikamerki."

Númer eða strikamerki er ekki að hjálpa manni út í Bónus að velja matvöru. Það þarf fána eða eitthvað álíka á plastinu.

1 Like

Upprunamerkingar til að hjálpa neytenda að velja eftir sínum smekk

Ef merkja á matvæli tli gagns fyrir neytendan skiptir máli hvernig það er gert sbr. eftirfarandi dæmi:

  1. Ég ólst upp í Þykkvabænum þar sem eru ræktaðar kartöflur. Okkur var ekki sama úr hvaða garði kartöflurnar voru. Flestir vildur Ólafsrauð (Rauðar Íslenskar) úr sandgarði.

  2. Í sveitinni velur fólki gjarnan kjötið vandlega þ.e. aldur dýrsins oþh. Þannig vildi fólk almennt ekki hrútakjöt ef það komst hjá því. Reyndar er orðið lítið um hrútabragð af kjöti í dag, því passað er að slátra hrút-lömbum áður en það bragð tekur að myndast í skrokknum.

  3. Þegar við kaupum vín viljum við gjarnan vita frá hvaða landi það er. Vín-áhugafólk sem hefur aðstöðu til, býr t.d. í vínframleiðslulandi eða héraði, fer gjarnan til vínframleiðenda og fær að smakka og kaupir svo slatta af því sem þeim líkar.

Við þurfum sem sé að geta valið vöru eftir landsvæði og fleiru. Þjóðerni dugar ekki. Smekkur fólks er misjafn og gott að geta valið það sem maður vill. Nákvæm merking býður einnig upp á sniðgöngu af siðferðislegu tagi. Þannig kann fólki að vera illa við tiltekna bændur, tiltekin lönd osfrv. Sumir eru á móti nákvæmum merkingum til að ekki sé hægt að velja eftir bændum oþh.

Merkingar til gæðastjórnunar
Það tíðkast í gæðastjórnun að merkja framleiðslulotur með raðnúmeri. Haldin er skrá um loturnar, hvaðan var varan sem var verið að vinna, hverjir unnu við framleiðsluna, klukkan hvað osfrv.
Ef eitthvað fer úrskeiðis, segjum að það komi upp matareitrun, þá er hægt að rekja feril vörunnar og .e.t.v. finna úr úr orsök eitrunarinnar. Það getur verið of hár hiti, ekki næg kæling osfrv.

Þetta er nú það helsta sem mér dettur í hug að leggja inn í umræðuna á þessu stigi. Sjálfsagt þarf að huga að fleirum.

2 Likes

Tek undir með gauisig. Upprunamerkingar þurfa að vera skýrar og samræmdar. Ég versla mikið á gegnum REKO og á bændamörkuðum og finnst mikilvægt að sjá frá hvaða bæ afurðirnar koma, aldur dýrsins við slátrun og hvenær var slátrað.

3 Likes

Ég er orðinn svo svartsýnn að ég efast um að neytendur fái helminginn af verðlækkunini. Svo, svona til hliðar, mætti alveg setja vottun um kolefsnisfótspor með, bæði hvað varðar ræktun og svo flutning á markað :wink:

2 Likes

Góðar ábendingar hérna hjá gauisig. Eitt af því sem ég myndi vilja vita þegar ég er út í búð er einmitt hvaðan af landinu lambakjötið kemur, ég myndi líka vilja vita hvort það sé á beit upp á hálendi eða nærri fjöru. Ég held að vandi landbúnaðar felist í skorti á sérhæfingu.

Í Frakklandi, mesta landbúnaðarlandi heims, er þetta alveg öfugt, hvert einasta hérað er með sérkenni og gríðarlega stolt af því. Til þess að mega kalla sig eitthvað tiltekið þarf að uppfylla mikil skilyrði, sem snúa einmitt oft að gerlaflóru.

Aldur dýrsins væri líka gott að vita. En líka bara gaman. Alveg eins og vínflaska verður oft að umræðuefni við matarborðið, getur slíkut orðið umræðuefni. Þá væri líka hægt að fá meira verð fyrir meiri gæðavöru.

Held reyndar að merkingar til gæðastjórnunar tíðkist nú þegar. Það er einmitt það sem Mast hefur eftirlit með og getur rakið.

3 Likes

Já það væri gaman ef Píratar væru með stefnu um að auka upprunamerkingar á matvælum. Auðkennismerki sem nú má finna á pökkuðum matvælum audkennismerki duga skammt fyrir neytendur því engin góð leið er til að slá þeim inn og fá upplýsingar um framleiðandann. Það þarf meira til.

Við eigum nóg af efni í heila matvælastefnu Pírata, þar sem mæla mætti með “beint frá býli”, matvælamerkingum og annarri neytendaþjónustu. Hér er linkur á hugmynd sem var á sveimi árið 2017 um bætta landbúnaðar- og matvælastefnu Pírata :slight_smile:

1 Like

Varðandi innflutt matvæli finnst að rekjanleikin yrða að ná alla leið!
Tildæmi kjúkligur unnin og pakkaður í damörk, fæddur í danmörku, alin í pólandi slárað þar og flutt til vinnslu í danmörk. Uprunamerkingin er : danmörk.

Varðandi hættuna þá er meira en sýklalyfjaónæmar bakteríur sem koma, ig svo mögulega til berast hingað dýrasjúkdómar sem okkar einangraði bústofn ræður ekki við, óhreinsuðum reiðtyjum var um að kenna þegar hrossaflensan kom fyrir nokkrum árum.

1 Like

Já, flestir sjúkdómar koma með fólki, sbr. allavega skýrslur Halldór Runólfssonar fyrrum yfirdýralæknis.

1 Like

Margt áhugavert í þessari umræðu. Meðal annars kemur fram að fyrirtæki eru farin að upprunamerkja sína vöru.
Upptaka af bæjarstjórnarfundi á Akureyri

edit: Það eru þarna áhugaverðar pælingar um hversu illa þetta er undirbúið hjá okkur, t.d. hvað varðar eftirlit hér vegna fákeppni á smásölumarkaði.

1 Like

Við erum langt aftur úr með eftirlit.

Eitt af því besta sem við getum gert samt til að koma í veg fyrir fjölónæma sýkla í íslenskum dýrum er að byggja upp betri salernisaðstöðu, betra frárennsli og meiri upplýsingar til ferðamanna um hættur þess að gefa dýrum að borða erlendan mat.

Fyrstu þrjár ástæður smita eru tengdar manneskjum og ferðalögum samkvæmt þeim vísindamönnum sem ég hef fengið að ræða við (Karl G.Kristinson veirufræðingur og Halldór Runólfsson yfirdýralæknir sem komu báðir á fund NS voru sammála um þetta.

  1. sæti er innflutningur á grænmeti.

En svo er hitt, að við getum bara bætt eftirlitið, fræðslu og salernisaðstöðu.

Ef við viljum takmarka þennan innflutning þá þurfum við einfaldlega úrgöngu úr EES.