Úrlausn smárra ágreiningsmála

Málsaðilar mega reka mál sín fyrir dómi án þess að ráða lögmann. Einnig er leyfilegt að bindast samningi um að fela gerðardómi að úrskurða í deilumáli. Loks stendur sáttameðferð alltaf til boða, ef aðilar máls mega til leiðast. Hver sem er getur tekið að sér að útkljá deilumál með seinni tveimur aðferðunum án lagabreytingar. Erlendis er slík þjónusta iðulega í boði, og jafnvel gjaldfrjáls eða borgað með henni gegn því að ferlinu sé sjónvarpað. Á Íslandi hafa minniháttar deilur verið raktar í smáatriðum í DV án þess að hjálp við úrlausn hafi komið á móti. Væri ekki hægt að færa sum smámál, sem eru ekki viðkvæm, frá héraðsdómi og í sjónvarp eða lokaða sáttamiðlun (án þess að sýslumanni sé blandað í málið)?