Utanríkismálanefnd

Sæl verið þið

Ég hef tekið sæti á Alþingi fram á sumarið og sit næstu vikurnar sem áheyrnarfulltrúi í utanríkismálanefnd.

Ég vil endilega nýta tækifærið til þess að tryggja aðkomu og aðgengi félagsfólksins okkar að þeim málefnum sem koma til umræðu í nefndinni og langar því að stofna hóp á Signal til þess að halda utan um það.

Utanríkismálanefnd fjallar um sam­skipti við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt.

Frekari upplýsingar um nefndina má nálgast hér:
https://www.althingi.is/thingnefndir/fastanefndir/utanrikismalanefnd/

Látið mig vita ef þið hafið áhuga á að taka þátt, annað hvort með því að tjá ykkur hér eða tengjast mér á Signal.

9 Likes

Til í að aðstoða eins og ég get - þekki mörg þessi mál eftir að hafa unnið á erlendum vettvangi undanfarin 15+ ár.

2 Likes

Hæ, ég er til í að fylgjast með.

Ef ég er ekki orðin of sein vil ég gjarnan vera með á signal.

minnsta málið - en ég er ekki með númerið þitt :o Þú kannski sendir á mig í sms eða á FB :slight_smile: