Sæl verið þið
Ég hef tekið sæti á Alþingi fram á sumarið og sit næstu vikurnar sem áheyrnarfulltrúi í utanríkismálanefnd.
Ég vil endilega nýta tækifærið til þess að tryggja aðkomu og aðgengi félagsfólksins okkar að þeim málefnum sem koma til umræðu í nefndinni og langar því að stofna hóp á Signal til þess að halda utan um það.
Utanríkismálanefnd fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt.
Frekari upplýsingar um nefndina má nálgast hér:
https://www.althingi.is/thingnefndir/fastanefndir/utanrikismalanefnd/
Látið mig vita ef þið hafið áhuga á að taka þátt, annað hvort með því að tjá ykkur hér eða tengjast mér á Signal.