Útlendingastefna/ mál

Mér lýst vel á þessa eflingu Fjölmenningarseturs svo langt sem það nær. Innflytjendaráð vs Fjölmenningasetur til ráðgjafar virðist að einhverju leiti vera tvíverknaður og mætti skoða betur.

En í raun og veru finnst mér þessi löggjöf vera plástur á púsl sem passar illa með útlendingalögum ef við viljum tryggja lágmarks mannréttindi á Íslandi. Það ætti að sameina þessi tvö lög og hafa ein lög sem gilda um alla innflytjendur og réttindi þeirra.

Það ætti að leggja niður Útlendingastofnun, koma skráningu frjálsra einstaklinga alfarið til Þjóðskrár sem styðst við álit og pappíra frá Fjölmenningarstofnun og annarra er málið varða þegar gefin eru út landvistaleyfi af hvaða tagi sem er.

Innflytjendaráð, kærunefnd útlendingamála, Móttökumiðstöð, Flóttamannanefnd, Útlendingastofnun og Fjölmenningasetur eru fremur mikill strúktúr fyrir lítið land. Það má hreinlega hafa hlutina einfaldari, færa allt ferlið frá dómsmálaráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis.

Núverandi útlendingalög væru betur komin sem gátlisti fyrir Fjölmenningasetur og Þjóðskrá í mun eindaldara kerfi þar sem allir koma frjálsir til landsins, fá dvalarleyfi og tækifæri til að fóta sig í samfélaginu og fá síðan landvistarleyfi til lengri tíma, nema lög séu brotin eða fólk sinni því ekki að sækja um umbeðna pappíra og leyfi.

2 Likes

Enn betra væri að flokka mannkyn ekki nema í tvennt: þá sem eru velkomnir til Íslands, og þá sem eru það ekki. Þau sjaldgæfu vandræði sem hljótast af útlendingum á Íslandi eru af þeim hópi sem kemur hingað til skamms tíma, og þá ekki til að vinna heldur til þess að vera til vandræða og láta sig svo hverfa áður en afleiðingarnar ná til þeirra sjálfra. Leyfum öllum sem vilja að skjóta rótum hérna. Leyfum útlendingum að vinna, bæði fyrir okkur og þá sjálfa. Leyfum þeim að mynda tengsl til langframa, bæði við land og þjóð. Leyfum þeim að verða að Íslendingum.

3 Likes

Siðasti fundurinn málefnahópsins í kvöld!

Hlakka til að sjá sem flesta. Þessi verður eithvað.

1 Like