Útlendingastefna/ mál

en eitt hræðilegt dæmið um hvernig útlendinga andúð í stefnu Íslands. Þessi kona var fórnarlamb mansals - og Ísland ætlar að senda hana aftur til Ítalíu: https://www.visir.is/g/20212059948d
Það væri frábært að sjá @bjornlevi @helgihg Halldóru Mogensen, @sunnago @jonthorgal eða Smára tjá sig um þetta mál. Það virkar að pressa á þessi mál, en aupvitað þurfum við að skapa betri kjör til framtíðar fyrir fólk sem kemur hér að sækja um alþjóðlega vernd.

2 Likes

Málefni hælisleitenda er svið sem virkilega þarf að taka í gegn á Íslandi. Hvað getum við sem Píratar gert til þess að þetta sé málefni sem fái fókus á komandi mánuðum og vonandi í komandi kosningum? Við eigum enga stefnu í þessum málum (amk. fann ég enga við fljóta leit) en ég tel að innan okkar hreyfingar sé mikið af fólki sem hefur ofboðið framferði stjórnvalda við fólk í leit að betra lífi.

Þó svo að ég sé enginn sérfræðingur í þessum málum, þá hef ég unnið mikið í tengslum við fólk á flótta, eins og við að tryggja fólki í yfir 82 flóttamannabúðum í Grikklandi og Balkanskaga aðgang að Internetinu svo það geti sótt sinn rétt, ásamt því að vinna í að setja upp samskonar þjónustur vítt og breytt um Suður-Ameríku fyrir fólk á flótta frá Venezuela.

Svo ef ég get eitthvað aðstoðað við slika stefnumótunarvinnu og það að drífa hana áfram þá er ég tilbúinn til að leggja hönd á plóginn!

4 Likes

Einmitt, rosalega skrítið að politiskur flokkur sem er að standa fyrir Nýju Stjórnarskráin og jafnrétti er ekki með stefnu um útlendinga. Þegar 15% af þjóði eru Nýir Íslendingar þá bráðum að hunsa þeim ætlar að vera gifulegur kostnaður fyrir alla flokka sem taka ekki tillit 50.000 manns. >Það er allt sem ég get sagt um þetta.

2 Likes

Þá er bara að búa til þá stefnu! Hljóta að vera góðir aðilar innan flokksins sem geta komið með góðar tillögur í þeim málum!

1 Like

Smá hugmynd sem innlegg í vinnu um nýja útlendingastefnu:
Gerum nám í íslensku fyrir útlendinga gjaldfrjálst. Flest (hóp)námskeið í íslensku fyrir útlendinga kosta á bilinu 40.000 - 70.000 og til þess að ná færni í íslensku þarf viðkomandi oftast að sitja mörg námskeið. Fyrir þau sem eru í vinnu þá borga stéttarfélög hluta af kostnaðinum, en sitja oftast uppi með einhvern hluta sjálf. Áhrifin eru að þau sem eru atvinnulaus eða búa við skert réttindi geta ekki sótt sér nám í íslensku og þannig bætt stöðu sína á vinnumarkaði. Það er sjálfsagt jafnréttismál að allir útlendingar sem hér búi hafi jafnt tækifæri til að læra móðurmálið. Réttast væri að ríkið greiddi einfaldlega þeim samtökum og stofnunum sem hafa boðið upp á svona nám þannig að það yrði gjaldfrjálst.

1 Like

Langar líka að tala um atkvæðisrétt útlendinga. Stór ef ekki stærsti hluti kriteriunnar varðandi rétt til að kjósa snýst um að verið er að ráðstafa skattfé fólk - fólk sem er búið að greiða skatta hér í 2, 3 ár ætti að fá að kjósa.

1 Like

Það að hafa gjaldfrjást nám í íslensku er ekki bara eitthvað sem hjálpar útlendingunum…það tryggir líka að Íslenskan heldur áfram að lifa sem tungumál. Svo ef ekki er hægt að fá stjórnmálamenn til að drífa þetta áfram fyrir útlendingana, þá má höfða til þjóðernishugsjóna þeirra um tungumálið okkar.

Væri áhugavert að vita hversu margir sækja slíkt nám í dag og ef það væri gjaldfrjálst hversu margir myndu sækja það - svona til að átta sig á hversu mikinn kostnað þyrfti að finna pening fyrir.

2 Likes

Það væri góð byrjun. Gott væri einnig að staðla kerfið aðeins eða, ef kerfið er nú þegar staðlað, láta það vera auglóslega staðlað, og nefna stig eftir CEFR-kerfinu, A1, B2 og svoleiðis. Það er auðvelt að finna gögn um CEFR á netinu og giska á hvar maður er sjálfur (og líklega ofmeta sig :wink: , og kannski ofmetnast líka).

Það má líka athuga hvort innflytjendur geti auðveldlega fundið kennsluefnin sem eru fáanleg á netinu, t.d. Icelandic Online (sem notar CEFR! Og er mjög gott). Og að veita þeim efni sem er ekki nú auðfáanleg. Ég er ekki fátækur, bara nokkuð nískur* nörd, en það hefði verið hjálplegt að geta fengið ókeypis og auðveldlega:

  • Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók, sem PDF eða HTML skrá og sem vefforrit. Þar er nú þegar gömul íslensk-ensk orðabók á netinu, sem er ekki afar auðnotuð og ekki fáanleg sem einföld skrá: https://digicoll.library.wisc.edu/IcelOnline/Search.TEId.html . Betri er ISLEX, en hún hæfir aðeins þeim sem tala norðurlanda tungumál: https://islex.arnastofnun.is/is/ . Þar er til (oftast*) góð íslensk-íslensk orðabók, en ég hef ekki fundið hana sem einfalda skrá og hún er alls ekki fyrir byrjendur: https://islenskordabok.arnastofnun.is/ . Ég hef því mjög oft notað ókeypis forníslenska-enska orðabók, sem er stundum ekki við hæfi :wink: : https://css4.pub/2015/icelandic/dictionary.pdf . Pólsk-íslensk/íslensk-pólsk orðabók væri gagnleg líka – mér skilst að ekki allir pólverjar á Íslandi séu færir á ensku.

  • Skýrslu um hvernig málfræðin virka, hvað beygingar eru, hvað föll eru og hvernig þau eru notuð og til hvers, o.s.fr., sem einfalda skrá. Upplýsingar eru til á enskri Vikipedíu og dettifoss.org en engar sem líta út “opinberar” nema https://bin.arnastofnun.is/ – og þær upplýsingar voru nothæfar mér einungis sakir þess að ég hafði áður lært (og gleymt) tungumál sem hafa föll: þýsku og latínu. Fyrir þá sem tala fallslaust tungumál og hafa bara lært ensku, einnig fallslaust tungumál, væru þær upplýsingar minna hagnýtar.

  • Áhugaverð les- og sjónvarpsefni. Gamalt efni má finna á http://rafbokavefur.is og Project Gutenberg, skólabækur á https://mms.is og barnaefni, fréttir og sakamálasögur á RÚV. En sumum finnast íslendinga-sögur og Ilíonskviða leiðinlegar (sjálfum finnst mér erfitt að klára þær – og málsfarið er mjög gamalt, frábrugðið nútímamáli), fréttir á RÚV of hraðar og erfiðar og sakamálasögur ekki áhugaverðar – ég naut Ófærðar, en er meira fyrir vísindaskáldskap. Já, óraunhæft, en áhugaverð efni gera sum tungumál auðveldari til að læra.

Endilega segðu mér frá efni sem ég veit ekki um!

* Árnastofnun hjálpsamlega skilgreinir orðið “nískur” sem “það að vera nískur” :laughing: https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/29917 – líklega var höfundurinn pirraður þann dag!

Annað mál er að það tekur rosalega mikinn tíma til að verða nógu fær til að nota tunguna til gagns og ekki vandræðalega, með heilum setningum (um CEFR B2). Það tók mig nokkra klukkutíma á dag í marga mánuði, með Icelandic Online (og einu námskeiði hjá Múlti-Kúlti*), til að ná (sirka) B1/B2 – og ég vinn í þægilegum aðstæðum í fyrirtæki þar sem tækifæri gefst til að æfa tunguna við þá innfædda (kannski er þetta auðveldara fyrir þá félagslyndari en mig). Hefði ég unnið í láglaunastarfi með mikilli yfirvinnu, og jafnvel átt börn, og unnið aðallega með öðrum útlendingum, hefði það verið miklu torveldara. Stytting vinuvikunnar gæti hjálpað aðeins með það, en frekar að hækka laun, grunar mig. Mig grunar að ekki sé raunhæft að láta suma vinnustaði vera fjölbreytari – þ.e. með íslenskum starfsmönnum meðal útlendinganna.

* Stéttarfélagið endurgreiddi mér 90% kostnaðarins. Það hefði verið gott að vita um þann möguleika fyrr! Eina námskeiðið er ég tók var fimmta, lokanámskeiðið, hjá Múlti-Kúlti.

Því auðveldara og þægilegra það er að læra íslensku, því fleiri munu læra.

Of langt; las ekki: gjaldfrjáls námskeið munu ekki ein saman duga.

Fyrirgefðu mér textamúrinn!

1 Like