Útlendingastefna/ mál

en eitt hræðilegt dæmið um hvernig útlendinga andúð í stefnu Íslands. Þessi kona var fórnarlamb mansals - og Ísland ætlar að senda hana aftur til Ítalíu: https://www.visir.is/g/20212059948d
Það væri frábært að sjá @bjornlevi @helgihg Halldóru Mogensen, @sunnago @jonthorgal eða Smára tjá sig um þetta mál. Það virkar að pressa á þessi mál, en aupvitað þurfum við að skapa betri kjör til framtíðar fyrir fólk sem kemur hér að sækja um alþjóðlega vernd.

4 Likes

Málefni hælisleitenda er svið sem virkilega þarf að taka í gegn á Íslandi. Hvað getum við sem Píratar gert til þess að þetta sé málefni sem fái fókus á komandi mánuðum og vonandi í komandi kosningum? Við eigum enga stefnu í þessum málum (amk. fann ég enga við fljóta leit) en ég tel að innan okkar hreyfingar sé mikið af fólki sem hefur ofboðið framferði stjórnvalda við fólk í leit að betra lífi.

Þó svo að ég sé enginn sérfræðingur í þessum málum, þá hef ég unnið mikið í tengslum við fólk á flótta, eins og við að tryggja fólki í yfir 82 flóttamannabúðum í Grikklandi og Balkanskaga aðgang að Internetinu svo það geti sótt sinn rétt, ásamt því að vinna í að setja upp samskonar þjónustur vítt og breytt um Suður-Ameríku fyrir fólk á flótta frá Venezuela.

Svo ef ég get eitthvað aðstoðað við slika stefnumótunarvinnu og það að drífa hana áfram þá er ég tilbúinn til að leggja hönd á plóginn!

6 Likes

Einmitt, rosalega skrítið að politiskur flokkur sem er að standa fyrir Nýju Stjórnarskráin og jafnrétti er ekki með stefnu um útlendinga. Þegar 15% af þjóði eru Nýir Íslendingar þá bráðum að hunsa þeim ætlar að vera gifulegur kostnaður fyrir alla flokka sem taka ekki tillit 50.000 manns. >Það er allt sem ég get sagt um þetta.

4 Likes

Þá er bara að búa til þá stefnu! Hljóta að vera góðir aðilar innan flokksins sem geta komið með góðar tillögur í þeim málum!

2 Likes

Smá hugmynd sem innlegg í vinnu um nýja útlendingastefnu:
Gerum nám í íslensku fyrir útlendinga gjaldfrjálst. Flest (hóp)námskeið í íslensku fyrir útlendinga kosta á bilinu 40.000 - 70.000 og til þess að ná færni í íslensku þarf viðkomandi oftast að sitja mörg námskeið. Fyrir þau sem eru í vinnu þá borga stéttarfélög hluta af kostnaðinum, en sitja oftast uppi með einhvern hluta sjálf. Áhrifin eru að þau sem eru atvinnulaus eða búa við skert réttindi geta ekki sótt sér nám í íslensku og þannig bætt stöðu sína á vinnumarkaði. Það er sjálfsagt jafnréttismál að allir útlendingar sem hér búi hafi jafnt tækifæri til að læra móðurmálið. Réttast væri að ríkið greiddi einfaldlega þeim samtökum og stofnunum sem hafa boðið upp á svona nám þannig að það yrði gjaldfrjálst.

4 Likes

Langar líka að tala um atkvæðisrétt útlendinga. Stór ef ekki stærsti hluti kriteriunnar varðandi rétt til að kjósa snýst um að verið er að ráðstafa skattfé fólk - fólk sem er búið að greiða skatta hér í 2, 3 ár ætti að fá að kjósa.

2 Likes

Það að hafa gjaldfrjást nám í íslensku er ekki bara eitthvað sem hjálpar útlendingunum…það tryggir líka að Íslenskan heldur áfram að lifa sem tungumál. Svo ef ekki er hægt að fá stjórnmálamenn til að drífa þetta áfram fyrir útlendingana, þá má höfða til þjóðernishugsjóna þeirra um tungumálið okkar.

Væri áhugavert að vita hversu margir sækja slíkt nám í dag og ef það væri gjaldfrjálst hversu margir myndu sækja það - svona til að átta sig á hversu mikinn kostnað þyrfti að finna pening fyrir.

3 Likes

Það væri góð byrjun. Gott væri einnig að staðla kerfið aðeins eða, ef kerfið er nú þegar staðlað, láta það vera auglóslega staðlað, og nefna stig eftir CEFR-kerfinu, A1, B2 og svoleiðis. Það er auðvelt að finna gögn um CEFR á netinu og giska á hvar maður er sjálfur (og líklega ofmeta sig :wink: , og kannski ofmetnast líka).

Það má líka athuga hvort innflytjendur geti auðveldlega fundið kennsluefnin sem eru fáanleg á netinu, t.d. Icelandic Online (sem notar CEFR! Og er mjög gott). Og að veita þeim efni sem er ekki nú auðfáanleg. Ég er ekki fátækur, bara nokkuð nískur* nörd, en það hefði verið hjálplegt að geta fengið ókeypis og auðveldlega:

  • Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók, sem PDF eða HTML skrá og sem vefforrit. Þar er nú þegar gömul íslensk-ensk orðabók á netinu, sem er ekki afar auðnotuð og ekki fáanleg sem einföld skrá: https://digicoll.library.wisc.edu/IcelOnline/Search.TEId.html . Betri er ISLEX, en hún hæfir aðeins þeim sem tala norðurlanda tungumál: https://islex.arnastofnun.is/is/ . Þar er til (oftast*) góð íslensk-íslensk orðabók, en ég hef ekki fundið hana sem einfalda skrá og hún er alls ekki fyrir byrjendur: https://islenskordabok.arnastofnun.is/ . Ég hef því mjög oft notað ókeypis forníslenska-enska orðabók, sem er stundum ekki við hæfi :wink: : https://css4.pub/2015/icelandic/dictionary.pdf . Pólsk-íslensk/íslensk-pólsk orðabók væri gagnleg líka – mér skilst að ekki allir pólverjar á Íslandi séu færir á ensku.

  • Skýrslu um hvernig málfræðin virka, hvað beygingar eru, hvað föll eru og hvernig þau eru notuð og til hvers, o.s.fr., sem einfalda skrá. Upplýsingar eru til á enskri Vikipedíu og dettifoss.org en engar sem líta út “opinberar” nema https://bin.arnastofnun.is/ – og þær upplýsingar voru nothæfar mér einungis sakir þess að ég hafði áður lært (og gleymt) tungumál sem hafa föll: þýsku og latínu. Fyrir þá sem tala fallslaust tungumál og hafa bara lært ensku, einnig fallslaust tungumál, væru þær upplýsingar minna hagnýtar.

  • Áhugaverð les- og sjónvarpsefni. Gamalt efni má finna á http://rafbokavefur.is og Project Gutenberg, skólabækur á https://mms.is og barnaefni, fréttir og sakamálasögur á RÚV. En sumum finnast íslendinga-sögur og Ilíonskviða leiðinlegar (sjálfum finnst mér erfitt að klára þær – og málsfarið er mjög gamalt, frábrugðið nútímamáli), fréttir á RÚV of hraðar og erfiðar og sakamálasögur ekki áhugaverðar – ég naut Ófærðar, en er meira fyrir vísindaskáldskap. Já, óraunhæft, en áhugaverð efni gera sum tungumál auðveldari til að læra.

Endilega segðu mér frá efni sem ég veit ekki um!

* Árnastofnun hjálpsamlega skilgreinir orðið “nískur” sem “það að vera nískur” :laughing: https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/29917 – líklega var höfundurinn pirraður þann dag!

Annað mál er að það tekur rosalega mikinn tíma til að verða nógu fær til að nota tunguna til gagns og ekki vandræðalega, með heilum setningum (um CEFR B2). Það tók mig nokkra klukkutíma á dag í marga mánuði, með Icelandic Online (og einu námskeiði hjá Múlti-Kúlti*), til að ná (sirka) B1/B2 – og ég vinn í þægilegum aðstæðum í fyrirtæki þar sem tækifæri gefst til að æfa tunguna við þá innfædda (kannski er þetta auðveldara fyrir þá félagslyndari en mig). Hefði ég unnið í láglaunastarfi með mikilli yfirvinnu, og jafnvel átt börn, og unnið aðallega með öðrum útlendingum, hefði það verið miklu torveldara. Stytting vinuvikunnar gæti hjálpað aðeins með það, en frekar að hækka laun, grunar mig. Mig grunar að ekki sé raunhæft að láta suma vinnustaði vera fjölbreytari – þ.e. með íslenskum starfsmönnum meðal útlendinganna.

* Stéttarfélagið endurgreiddi mér 90% kostnaðarins. Það hefði verið gott að vita um þann möguleika fyrr! Eina námskeiðið er ég tók var fimmta, lokanámskeiðið, hjá Múlti-Kúlti.

Því auðveldara og þægilegra það er að læra íslensku, því fleiri munu læra.

Of langt; las ekki: gjaldfrjáls námskeið munu ekki ein saman duga.

Fyrirgefðu mér textamúrinn!

5 Likes

Það er til almenn stefna flokksins um útlendinga:

Já við vorum eitthvað að ræða ef ég man rétt hvort það þyrfti ekki að fara í gegnum hana og uppfæra miðað við breytingar sem hafa gerst í heiminum á síðustu 5 árum þegar kemur að þessum málaflokk.

1 Like

Kærir Píratar,

ég hvet ykkar allra að fara inn á FB grubbu: Foreigners In iceland og skoða málefni þar. Það er fullt af póstum frá innflytjendum um hvaða stærsta vandamálið snýst um. Gott að hafa þetta bakvið eyru þegar við ætlum að byrja vinnuna í þessu. ég ætlar að bóka félagsfund á næstunni og gerum þetta bara :slight_smile:

6 Likes

Hlakka til að taka þátt í honum @Wiktoria!!

1 Like

Elsku allir,

það er fund á næsta miðvikudag um Útlendingastefnu, en við í FemPír vorum að fundast í gær, og ég, Gísli og Haraldur vorum að vinna smá á pad sem við ætlum að nota héðan í frá í þessu:

https://pad.piratar.is/p/Útlendingastefna_Pírata

Endilega skoðið og bætið allt sem ykkur kemur í huga.

Nokkrar róttækar hugmyndir hvað varðar útlendingastefnu:

  • Þeir sem giftast íslendingi, eða eignast barn á Íslandi gerast ríkisborgarar.
  • Öll börn fædd hérlendis eru íslenskir ríkisborgarar.
  • Inn í land skal veita þeim forgang sem hafa “verðlaus” vegabréf, þ.e.a.s frá þeim löndum sem eiga hvað erfiðast að ferðast, fá visa, o.s.f.
  • Hafa skal þrjú opinber tungumál: íslensku, ensku og pólsku (a meðan pólverjar eru stærsti minnihlutahópur)
  • Banna/ verulega takmarka brottvísun út landi
    Ef þú ert kominn til landsins, átt þú rétt til menntunar, og um leið og skólaganga hefst má ekki henda þér úr landi.
    Ef þú fremur glæp, má vísa þér frá landi, annars ekki.
  • Útlendingar sem hér búa þurfa ekki að sæta sömu bureaucratic kröfum sem innfæddir þurfa að sætta sig við.
    Vegna ýmiskonar galla í okkar eigin kerfi, sem og í heimalandi útlendinga skal leyfa pínu afslöppun i skrifræði.
    Þetta er gert til að mismuna ekki þeim sem hafa ekki þá pappira/menntun/ tungumálahæfileika/eignir sem til þarf fyrir a, b, og c,
  • Útlendingastofnun skal héðan í frá heita Útlendingaaðstoð
    Rekið af Nýíslendingum einungis
    Fær töluverða aukningu í fjármögnun og starfsfólki.
4 Likes

Margir góðir punktar @Grimulfur. Tók eftir þessu í fréttum í morgun - https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/02/01/oll_upplysingagjof_undir_sama_thakinu/

1 Like

Svona leit stefna Pírata í Reykjanesbæ út í sveitarstjórnakosningum 2018

1 Like

Hér er svo tillaga að heildstæðri innflytjenda og utanríkismálastefnu Pírata, í samræmi við athugasemdir hér að ofan og nokkrar eldri stefnur Pírata sem dregnar eru saman í eina heildræna stefnu.

Innflytjendur og utanríkismál

Samantekt: Píratar eru friðelskandi og vilja tryggja velgengni og öryggi allra með alþjóðlegri samvinnu og mannvirðingu sem nær bæði til erlendra ríkisborgara sem og innflytjenda.

  1. Stefnt er að sem jöfnustum réttindum, aðgengi og tækifærum alls fólks sem á búsetu á Íslandi óháð uppruna, hvort sem það sækist eftir dvalarleyfi eða hæli hér á landi.

  2. Útlendingar sem flytjast til Íslands eiga að fá þjónustu við hæfi.
    2a. á að hafa tungumálanám í Íslensku gjaldfrjálst,
    2b. allir 18+ sem hafa haft lögheimili á Íslandi í 2 á eiga að geta skráð sig á kjörskrá í sveitastjórnarkosningum,
    2c. styrkja skal einstaklinga og lögaðila sem veita innflytjendum aðstoð og upplýsingar um réttindi sín á sínu tungumáli,
    2d. málefni flóttafólks, hælisleitenda og annarra innflytjenda skulu vera í forsjá Þjóðskrár Íslands sem skráir fólk og réttindastöðu þeirra í kerfinu,
    2e. Innflytjendur með kosningarétt eiga að hafa fullan aðgang að velferðarkerfum Íslands
    2f. stöðva skal alla nauðungaflutninga innflytjenda frá Íslandi og fólki gefinn kostur á að búa hér og sanna sig sem gjaldgenga íbúa.

  3. Alþjóðasamningar sem varða verulegar íþyngjandi skuldbindingar, t.d. fjárhagslegar skuldbindingar, framsal valds eða skerðingu einstaklingsréttinda, skulu fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir málsmeðferð Alþingis.

  4. Í erlendri samvinnu skulu opinberir fulltrúar Íslands ætíð taka afstöðu gegn hernaði, hernaðaruppbyggingu og hergagnaframleiðslu, þá með því að stinga upp á öðrum úrlausnum eða sitja hjá, þegar slíkt á við. Standa skal vörð um einstaklingsréttindi og upplýsingaöryggi á alnetinu.

  5. Í utanríkismálum á að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi þegar kemur að björgunarstörfum, eftirliti, vísindarannsóknum og þróun í grunnvísindum, svo sem með aðild að ESA, CERN og álíka alþjóðastofnunum.

  6. Í erlendri samvinnu skal styðja við alþjóðlegt ferðafrelsi fólks á milli ríkja eftir fremsta megni, ásamt því að stuðla að almennri valdeflingu erlendra héraða og minnihlutahópa, sér í lagi þar sem auka má borgararéttindi, auka gagnsæi og efla íbúalýðræði.

  7. Ísland skal taka virkan þátt í alþjóðastarfi er varðar sjálfbærni, loftslagsmál, hringrásarhagkerfi og forvarnir gegn mengun. Einnig skulu Íslensk yfirvöld beita sér á alþjóðavettvangi fyrir verndun hafsvæða og sjálfbæra nýtingu byggða á gagnsæi og vel upplýstum ákvörðunum.

  8. Bráðabirgðaákvæði: Eftirfarandi stefnur falla úr gildi þegar þessi stefna er samþykkt: Almenn stefna um útlendinga, Alþjóðasamstarf í vísindarannsóknum, Norrænt samstarf, Evrópusambandið, Tjáningar- og upplýsingafrelsi og Varnarmál.

Lesa má stefnuna ásamt greinargerð með útskýringum hér:

2 Likes

Spurning hvað þurfi að uppfæra í þessu miðað við hvernig hlutir hafa þróast síðastliðin 3 ár og svo þegar það hefur verið gert að ýta þá af stað ferlinu að formlega samþykkja þetta.

Fyrsta skrefið er þá að fólk bendi á hvað má laga miðað við þróun síðustu 3 ára. Hugmyndir?

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=452

Nú er til umræðu í þinginu frumvarp frá ráðuneytinu um málefni flóttafólks og innflytjendaráð.

Vildi bara benda á til upplýsingar og væri líka gaman að heyra frá ykkur ef þið hafið skoðað og hafið skoðanir á þessu.

Síðustu þrjú ár hafa einkennst af Trumpisma bæði innanlands sem utan, mikilli ásókn ferðafólks til Íslands og síðan hruni vegna COVID19 og aðgerða vegna þess ástands.
Í innflytjendamálum hefur lítið breyst frá fyrri árum mér vitandi, brottrekstur og mismunun flóttafólks og hælisleitenda hefur haldið áfram. Handval á innflytjendum sem óska ríkisborgararéttar hefur viðhaldist óbreytt.
Í utanríkismálum hefur ekkert breyst í stefnu ríkisstjórnar, áfram er lyft undir rassgatið á NATO, Evrópusamstarfið skríður áfram með okkur í eftirdragi, jafnvel þótt Bretland hafi sagt sig úr. En utanríkisráðherra hefur verið að skoða samninga við Breta en gagnsæi í þeim málum er lítið.
Parísarsamkomulag, heimsmarkmið, alþjóðlegar alnetsreglur, barnasáttmáli og réttindi fatlaðra hafa verið innleidd hér í skötulíki, með lágmarksviðleigni og litlu fé til úrbóta.
IMO er það helst að læra af síðustu þrem árum að stjórnmál í heiminum eru síbreytileg sem áður og ríkisstjórn Íslands reynir að rúlla með töffurunum, í stað þess að standa í lappirnar og standa við kjarnaviðhorf friðar, sjálfbærni og umbóta á eigin forsendum.

2 Likes