Útsvar á fjármagnstekjur

Nú er það ekki alveg beint stefna Pírata eða Pírata í Reykjavík að leggja útsvar á fjármagnstekjur, líkt og tillaga Sönnu Sósíalista gengur út á - en í kjarnastefnu velferðar hjá PÍR er almenn klausa um að „Reykjavíkurborg séu tryggðir tekjustofnar til að standa undir velferðarskyldum sínum.“ Það er því ekki alveg klippt og skorið hvort að Píratar ‘ættu’ að taka undir þetta en mér þætti það engu að síður skynsamlegt. Ég hef töluvert skoðað og tjáð mig um fjármál sveitarfélaga á almennum grundvelli, m.a. með árlegum pistlum og niðurstaðan er alltaf sú að tekjustofnar eru ótryggir miðað við útgjaldaþörf.

Það hefur verið þjarmað gríðarlega mikið að sveitarfélögunum og til stendur að gera það enn frekar með því að lækka hámarks skuldahlutfall úr 150% í 100%. Á meðan er verið að hundsa áralangt ákall sveitarfélaganna um endurskoðun tekjustofna og gera ekkert í fyrirheitum um að gistináttagjaldið renni til þeirra - og þar eru þau að missa af vagninum því að það er kominn samdráttur í ferðaþjónustunni.

Allt sem vekur athygli á fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga og hvernig ríkið er að koma fram við þau er gott, allar hugmyndir um fleiri tekjustofna góðar. Útsvar á fjármagnstekjur er líka skemmtileg hugmynd að því leyti að það myndi sennilega gagnast sveitarfélögum á borð við Seltjarnarnesbæ einna best, en því er að blæða út og myndi alveg muna um tekjur af fjármagni frá því efnaða fólki sem þar býr.

2 Likes

Sammála því að þetta er kjörið tækifæri til að ræða tekjustofnana, og þar sem ég tek sæti á þessum fundi fyrir Sigurborgu geri ég ráð fyrir að gera það.

2 Likes