Valdefling landsbúa í umhverfismálum

Í almennri umhverfisstefnu Pírata ásamt orkumálastefnu og sjálfbærnisstefnu eru ýmis tól til valdeflingar almennings í umhverfismálum. Hvaða mál teljum við vera mikilvægust í þessum efnum? Þarf breytt fyrirkomulag í ákvörðun og stjórn náttúruverndarsvæða og þjóðgarða? Á að hvetja einstaklinga og samvinnuaðila til að framleiða endurnýjanlega og vistvæna orku til eigin nota? Eru sala á upprunavottorðum íslenskrar orku í lagi? Er í lagi að orkuverð séu leyndarmál hjá ákveðnum atvinnugreinum? Viljum við gera betur í aðkomu almennings að stjórnum ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja?

Vinnuhópur á vegum stefnu- og málefnanefndr um kosningastefnu Pírata í umhverfismálum ætlar að halda fimm málefnafundi fram að næsta pírataþingi sem verður líklega í eftir páska í apríl. Fundirnir verða:

Sun. 7. mars kl. 13-15. GRUNNGILDI PÍRATA Í UMHVERFISMÁLUM

Sun. 14. mars kl. 13-15. NAUÐSYNLEGAR LOFTSLAGSAÐGERÐIR

Sun. 21. mars kl 13-15. NÁTTÚRUVERND og VERNDUN HAFSINS

Sun. 28. mars kl. 13-15. LOFTSLAGSAÐLÖGUN

Lau. 3. apríl kl. 13-15. VALDEFLING ALMENNINGS Í SJÁLFBÆRNIMÁLUM

Allir eru hvattir til að koma á fundina vel lesnir, búnir að kynna sér tilheyrandi málefni og gildandi stefnumál Pírata.

1 Like