Varðandi Hvalárvirkjun, aðrar virkjanir og vindorku

Ef þú heldur að ég hafi sagt þetta sem rök gegn vindmyllum þá hefuru líklega ekki lesið allt sem ég sagði. Eins og þessar þrjár aðrar og betri útfærslur á vindmyllum sem ég nefndi. Ég var meira að segja þetta til að styrkja rökin mín með sjávarstraumavirkjunum.
En redox flow rafgeymar eru ekkert nýjir af nálinni enda eru einhver ár síðan þau komu við sögu og þótt rýmd þeirra sé mun minni en lithium rafhlaðna þá er hægt að gera þá miklu stærri, endast mun lengur, eru betri til lengri tíma og mun náttúruvænni.
Eins með að útbúa miðlunarlón sem orkugeymslu þar sem umfram orka er notuð til að dæla vanti upp í og tappa svo af í gegnum hverfla eftir þörfum, rýmdin er lítil en það er hægt að vega upp með því að stækka þau lón eins og land leyfir. En þá erum við aftur komin í fallaflsvirkjanir.
Eins er hægt að bora djúpa holu og setja þyngd á vír tengann við mótor sem myndi hífa þyngdina upp á umframorku og slaka síða þegar orku vantaði til að búa hana til þegar slökun þyngarinnar knýr mótorinn.
Climeon einingar væri líka eflaust hægt að nota einhversstaðar.
Bylting í orkugeymslu er líka innan seilingar.
En sólarorka er bara rugl á Íslandi í mínum huga, ætti ekki að þurfa að segja meira en: birtustigið í kringum vetrarsólstöður, þetta væri óþarfa fjárfesting því það þyrfti alltaf eitthvað annað fyrir vetrarmánuðina. Hentar kannski sumarhúsaeigendur sem notar húsin sín bara í kringum sumar.
Ég er ennþá fastur í sjávarstraumum. Innviðir gætu orðið mun minni um sig vegna orkuframleiðslu “á staðnum”. Lítil sjónmengun væri einnig eitthvað sem með forljótum vindmyllum væri ekki hægt að ná fram.
Málið er að það er margt í boði og ætti að velja skársta kostinn en ekki þann vinsælasta. T.d. ef vinsælasti kosturinn hefði verið valinn fyrir hitaveituna í Vestmannaeyjum, þá væri engin sjóvarmadæla þar nú í dag. En það er skársti kosturinn