Varðandi Hvalárvirkjun, aðrar virkjanir og vindorku

Núna fimmtudaginn 15.ágúst, 2019, er að koma vefkosning varðandi ályktun um Hvalárvirkjun.

Ég sé mér því miður ekki fært að mæta sökum anna en langar að tjá mig aðeins um þetta mál þess í stað hér.

Það að vera að virkja yfir höfuð er vafasamur gjörningur því virkjanahugtakið eins og það leggur sig er, eins og kom fram hér:

að verða úrelt tækni.

Það þarf enga Hvalárvirkjun, það þarf enga virkjun yfir höfuð.
Við þurfum bara einn stað, lengst uppá hálendi, þar sem við erum stöðugt að planta niður vindmyllum.
Þar með verða allar virkjanir óþarfar og við höfum svo gott sem óendanlega, endurnýtanlega, hreina, stöðugt aukna, framleiðslu á orku.

Að svo stöddu vantar okkur bara, ekki sæstreng heldur vestfjarðarstreng og þá hafa vestfirðir alla þá orku sem þeim sýnist um ókomna tíð.

Og vestfirðir, ásamt öllum öðrum náttúruperlum íslands, fá að haldast ósnortin um ókomna tíð.
Fyrir utan þennan eina stað uppá hálendi þar sem er endalaust af vindmyllum.

Þetta er það sem mér finnst að ætti að gerast.

Kveðja,

Tengdir tenglar:

3 Likes

Loka einu álveri og láta garðyrkjubændur fá rafmagnið, þá þarf ekki að brenna eldsneyti til að fljúga með ávexti og grænmeti hingað :wink:

4 Likes

Kemur vel fram í þessari grein í stundini.

4 Likes
  1. ágúst er liðinn en ég sá þetta ekki fyrr en nú.
    En ég vil samt tjá mig.

Hvað varðar framtíð okkar í orkumálum, þangað til að hin svokölluðu fusion orkuver verða að raunveruleika (kjarnorka er fission), þá er þessi umræða á villigötum, að mér finnst.

Vindmillur eru ekki lausnin, sólarsellur ekki heldur. Vindar blása ekki alltaf og sólin ekki alltaf uppi. Þessar venjulegu vindmillur eru frekar takmarkaðar hvað varðar nýtni á vindi með tilliti til vindáttar.

Til eru aðrar gerðir vindmilla sem eru mun raunhæfari kostur;
Vindtúrbínur í uppblásnum belgjum sem tjóðraðar eru fastar við jörðina og eru því í háloftonum þar sem sterkari vindar eru og getað þær snúist með veðrum og vindum. Geta sjálfvirkt dregið sig niður þegar t.d. veður er of slæmt fyrir þær og til lagfæringa. Sjónmengun gæti því verið minni en orkuframleiðslan talsvert meiri en með þessum “venjulegu”

Vindmillur sem eru spaðalausar, eru einskonar staurar sem titra í vindi og umbreytir þeirri orku í raforku, ekki veit ég þó hvort þær séu betri eða verri en þessar venjulegu, eins og fyrir ofan þá er þessum er alveg sama um vindáttina og engir spaðar til að t.d drepa fugla.

Vindtúrbínur, segir sig eginlega sjálft, túrbínur. Það sem ég er með í huga var t.d. (eða er kannski enþá) ofaná strætóskýli í kringum hörpuna, var líka sett upp á stórhöfða í vestmannaeyjum. Íslensk framleiðsla og tekur vind á sig úr öllum áttum. Ég veit ekki hvort það sé en það væri hægt að setja bremsur á þessa túrbínur ef veðrið væri of hvasst til að þetta flygi ekki allt í sundur í óveðrum.

Þetta þrennt varðar bara vind og eflaust eru fleiri gerðir til. En allavega tvær af þessum þremur útfærslum eru skárri kostur en þessar vindmillur sem alltaf er bara talað um.

En aftur, vindar blása ekki alltaf svo þetta er ekki áreiðanlegasti kosturinn í öruggri orkuframleiðslu. Sérstaklega þegar tæknin í geymslu raforku er ekki betri en hún er í dag.

Fallaflsvirkjanir eru áreiðanlegri eins og jarðvarmavirkjanir. En þá þurfum við að drekkja landinu og vera með þessa gufuprumpufýlu yfir okkur. Og við þurfum þess bara ekki neitt.

Við búum á eyju í norður atlantshafi sem gerir það að verkum að sú orka sem við höfum endalaust af, allt í kringum landið, er orka sem er í straumum hafsins. Hún er stöðug og endalaus. Endalaus í þeim skilningi að þegar straumar hafsins stoppa þá eru vandamálin okkar miklu miklu meiri en raforkuþörfin.

Neðansjávartúrbínur sem snúast með straumum geta verið fyrir utan hvert byggt ból á landinu, við haf og ár. Flutningskerfi raforku gæti verið minna um sig en það er nú þar sem orkan er framleidd á hverjum stað fyrir sig. Þótt orka með öðrum leiðum þyrfti kannski að vera fyrir stórnotendur rafmagns. Sjónmengun yrði engin og hljóðmengun ekki heldur.

Einnig er hægt að virkja öldurnar á yfirborði sjávar, öldurnar í þessum heimshluta geta orðið gríðarlegar og því af nógu af taka. Þetta eru einskonar flothylki sem fylgja hreyfingu sjávar og sú hreyfing er notuð til raforkuframleiðslu.

Hér er ég búinn að nefna nokkrar hugmyndir til raforkuframleiðslu sem eru betri en þessar vindmillur sem einungis er talað um í umræðunni um endurnýjanlega orkugjafa.

Hvernig á þetta að vera. Eigum við að vera sniðug og gera hlutina rétt eða eigum við að vera föst í einhverjum forneskjulegum hugmyndum og tækni sem er í raun bara úrelt við hliðiná því sem er nú til boða?

Ég er ekki að koma með neinar framtíðarhugmyndir, allt þetta er til. Og auðvitað eigum við að nota bestu lausnirnar í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur, nú sem og alltaf.

2 Likes

Mér finnst allt það sem þú segir @hermanningjaldsson mjög áhugavert. Ein spurning sem er svona algjör fáfræðis spurning af minni hálfu svo sýndu mér þolinmæði :blush::pray:

  1. Eru komnar eða á leiðinni Vindmyllur sem myndu þola við á Hálendi Íslands allan ársins hring? Finnst það osom hugmynd því mig langar helst ekki að leggja það á neinn að búa við ónæðið i.e hljóð og sjónmengun sem af þeim velst - svo ættu líka fuglaáhugamenn að geta andað rólega hvað varðar vindmyllur, ef þær væru staðsettar þar.

  2. Hver er kostnaðurinn við þær og hvernig er viðhaldi háttað - áttu einhver gögn um slíkt sem þú gætir deilt með mér?

En sammála Vestfjarðarstreng er hundfúl út í Landsnet því þó að Hvalárvirkjun kæmi til ætla þeir sennilegasta ekkert að hringtengja Vestfirði. Heldur færi orkan suður.

2 Likes

Hef einmitt verið að fylgjast með því sem er að gerast í þessu og held við værum komin lengra í þessari þróun ef óttinn við kjarnorku væri ekki svona áþreifanlegur og það er vissulega ákveðin áhætta. @hermanningjaldsson nú hef ég áhuga á að heyra þitt andsvar við því sem @Andrimar er að segjs. Við tækifæri.

1 Like

Ég vona að þú hafir ekki verið að misskilja mig og haldið að ég væri að tala fyrir kjarnorku. Því það var ég alls ekki að gera. Ég vill ekki sjá það nálægt landinu mínu að kjarnorkuver verði sett upp. Helmingunartími geislavirkninar af, illa nýttu, eldsneyti kjarnaofnanna er allt of, allt of langur til að einhverjum ætti að finnast þetta sniðug orkuframleiðsla. Úraníum er notað sem eldsneyti en ekki hvaða úraníum sem er, bara brotabrot af úraníum sem finnst er nothæft í þeim tilgangi og geislavirknin varir í einhver hundruð árþúsunda. Við sem notendur náttúru þessarrar plánetu höfum engann rétt á að búa til þannig efni sem verða enþá lífshættuleg öllu og öllum löngu eftir að okkar tíma líkur á þessarri jörð. Fyrir utan að allt fer til andskotans ef vatnið fer af kjarnanum. Ef allt virkar eins og á að virka er þetta ein náttúruvænasta orkuframleiðslan en vandinn með geislavirknina er allt of mikill til að það eigi a nota þessa aðferð.

En…

Thorium kjarnorkuver eru allt annað, sem er í þróun, en ekki komið nóg á leið. Thorium er til í miklu miklu meira magni á jörðinni en úraníum, geislavirknin varir í nokkra áratugi sem gerir það að verkum að það er vel á færi okkar manna að geyma geislavirka efnið þar sem ekki hætta skapast af. Þar til að hættan lýður hjá. Einnig, ef að vatnið fer af kjarnanum, þá hættir virknin en verður ekki að gríðarlegu mengunarslysi sem varir í marga áratugi.

Ég er fylgjandi thorium kjarnorkuverum, en ég nefndi þau ekki því þau er eitthvað sem er enþá í þróun.

2 Likes

Nei, misskildi þig ekki - ég er bara ekki jafn vel að mér í akkúrat þessu og þú og kem kannski þessvegna hlutunum illa frá mér og svo finnst mér íslenska erfið til sumra hluta.

Takk fyri nánari útskýringar þær eiga eftir að hjálpa mér þegar að ég tala um þetta í framtíðinni.

Aðeins of topic:
Ég hef einmitt mikið verið að velta fyrir mér þessum göngum ofan og inní fjallið sem Finnar ætla víst að geyma sinn kjarnorkuúrgang í næstu þúsund ár eða e-h. Finnst það mjög skerí project. (En gaman að velta fyrir mér tungumála pælingunum varðandi merkingarnar - ef þau skildu gleymast og finnast seinna sem er auðvitað allt önnur ella).

Má ég spyrja þig um hvaða skoðun þú hefur á þeasari vinnu í Finnlandi? Ef einhverja. @Andrimar

1 Like

Gott að getað hjálpað :slight_smile:

En þessi geymsla sem finnar eru að gera er nokkurs konar lausn á þeim vanda sem við stöndum fyrir. Það er til ógrynni af geislavirkum úrgangi sem verður að passa að enginn verði fyrir skakkaföllum af, vel fram í ókomna framtíð. Allur sá úrgangur er í tímabundnum geymslum en þessi sem Finnar eru að gera er eina framtíðargeymslan sem stendur til boða og þótt ég sé alfarið á móti því að þessi efni séu búin til þá er búið að búa til helling af þeim, þetta er það skársta í stöðunni, so far, ef allt er rétt En þetta svæði er talið nógu öruggt til að verða ekki fyrir hnjaski í gríðarlega langan tíma, ef einhvern tíman.
Ég veit ekki hvað mér finnst um hvort eigi að merkja þetta sem hættusvæði á margan hátt fyrir vitsmunalíf framtíðarinnar eða hvort eigi að merkja ekki og afmá verksumerki um að eitthvað hafi verið gert þarna.

Dæmi:
Ef þessi geymsla hefði verið gerð af Egyptum á sínum tíma og þeir merkt hana vel eins og allar þessar rúnir eru í Egyptalandi. Forvitið fólk í nútíma skoðar þessar rúnir vel og kemst svo að því hvað þær tákna. Væri það þá orðið of seint þegar merkingin væri orðin ljós, væri fólkið búið að grafa dýpra eftir fleiri rúnum og ramba á þennann viðbjóð? Rúnirnar væru þá eiginlega að soga fólk að staðnum.
Eða er eitthvað betra að það væri ekkert merkt og óvart grafið upp útaf einhverjum framkvæmdum? (Við vitum ekkert hversu stórtækar framkvæmdir verða gerðar á næstu hundruðum þúsunda ára, og væri vitleysa af okkur að giska á það)

Ég veit ekki hvort væri skárra.

Kannski í nákominni framtíð verða komnar nógu öruggar eldflaugar með lítilli sem engri áhættu á að springa í lofthjúpnum að það gæti talist áhættunnar virði að skjóta þessum viðbjóði í burtu af þessarri jörðu. En við værum í skítamálum ef hún springi

2 Likes

Þessi sérfræðingur hjá RÚV fyrir 10 árum síðan (finn ekki myndbandið aftur, því miður), sagði að vindmyllunýtingin á hálendi íslands væri með því besta sem gerist í heiminum, og sambærilegt við það sem er útá sjó.

Varðandi geymsluna þá er það rétt, hún er vandamál. En endurnýtanlegir orkugjafar samnýtast. Aftur finn ég ekki myndbandið en það var á hringbraut og þá var sérfræðingur í þessu að fara yfir hvernig rafmagnsbílavæðingin getur hjálpað heilan helling við orkugeymslu því hver rafbíll er í rauninni öflug rafhlaða. Og ef vindurinn hægir á sér verður hægt í að semja við rafmagnsbílaeigendur um að nota rafgeyminn þeirra að einhverju leiti. Með sjálfvirkum hætti.

Einnig nýtast þær virkjanir sem fyrir eru vel í sambland við vindmyllur því vindurinn blæs víst mest þegar fallvötnin virka sem minnst, og öfugt.

Og rafbíllinn er að taka yfir, hratt.
https://www.ruv.is/tag/rafbilar

Það hvernig vindinum er breytt í orku er alveg kapítuli útaf fyrir sig. Þar þyrfti bara að líta á alla möguleikana, ekkert því til fyristöðu að prófa alls kyns leiðir til að virkja vindinn í hálendisgarðinum. Svo hlýtur eitthvað að reynast best að fenginni reynslu og þá beinum við okkur meir að því.

1 Like

Landsvirkjun er nú þegar búin að vera með tvær rannsóknarvindmyllur við Búrfellslund í mörg ár, og niðurstaðan er mjög góð. Hér er Stefán hjá Landsvirkjun að tala um þetta:

Ég er ekki með tölur um kostnaðinn, en hann er orðinn samkeppnishæfur við virkjanir, ég veit það því nú virðist vera meiri eftirspurn eftir að fá að byggja vindmyllur en að byggja virkjanir á íslandi. Það er alveg nýtt. Í gamla daga hafði enginn áhuga á því að byggja vindmyllur.

Einnig kom fram á þessum fyrirlestri,

að kostnaðurinn fer lækkandi, sem passar við þessa observation hér á Íslandi er varðar vindmyllubyggingareftirspurnarþróunina.

1 Like

Ekkert af þessu skiptir máli því það er í raun ekki þörf á þessari virkjun. Vandinn liggur í dreyfikerfinu og því hvernig við nýtum orkuna í dag. Svo er það vafasamt að segja að fallvatnsvirkjanir séu áreiðanleg framtíðarlausn. Þegar vatnið minkar vegna hlýnunar þá þurfa að vera aðrir kostir að vera tilbúnir til notkunar. BTW yfirleitt er vindur allann daginn við sjávarsíðuna og flestum öðrum stöðum á landinu, það eru mestar líkur á logni yfir nóttina :wink:

1 Like

já. það er því convection knúinn vindur kemur bara á daginn en lægðar knúinn vindur er í gangi bæði dag sem nótt.

það er fullt af t.a.m. ofurtölvum sem eru knúnar áfram af ekki-endurnýtanlegum orkugjöfum í dag. gætum skellt upp ofurtölvum og knúið þær af vindinum. það er eflaust hægt að finna fleiri sniðugar leiðir til að nota orkuna. eða gera bara allt hálendið að vindmyllugarði plús sæstreng og knýja bara alla evrópu.

Gætum skellt inn einhverri klásu um ódýra orku fyrir alla Íslendinga um ókomna tíð plús hlutfall í arðinum og fleira.

svo getum við bara tekið þær niður eftir 100 ár eða eitthvað þegar kjarnasamruni er fundinn upp og þá er eins og ekkert hafi nokkurntíman gerst þarna.

1 Like

Flott svar með Egyptana og forvitni manna var ekki búin að leggja þetta saman svona, þó þetta hafi auðvitað verið rætt. Semsagt engar merkingar. Ég er bara alltaf að láta mig dreyma um að einhver betri lausn sé alveg í sjónmálinu. En Finnar virðast vera með bestu lausnina - miða við allt sem ég heyri.

Takk fyrir svörin strákar.

2 Likes

Fyrir 10 árum síðan já. Tækninni hefur fleytt gríðarlega fram á síðastliðnum áratug í þessum efnum. Fyrir 10 árum síðan var lítið, ef eitthvað, talað um virkjun sjávarstrauma. Það sem ég held að sé skárri kostur en vindmillur nú í dag, allavega þessar venjulegu.
En það er ekkert því til fyrirstöðu að nota bæði og fleira en það. Ég vil samt sjá betri vindmillur en þessar, háloftavindmillur og/eða vindtúrbínur (veit ekki hvað það apparat heitir í almennu tali)

Með vinsemd, en þá finnst mér þú vera með of mikla tröllatrú á rafbíla. Þeir eru náttúrulega snilld, framtíðin og mun betri kostur að öllu leyti en þessir venjulegu. En þeir eru ekki að fara að hafa nein teljandi áhrif á orkugeymsluþörfina. Það er talsvert í að þeir verði algengari en ekki, fyrst og fremst því það er ekki verið að framleiða þá nógu hratt til að mannkynið geti keypt sér þótt allir vildu og ekki er Ísland í neinum sérstökum forgangi.
Orkugemslan í hverjum geymi er alveg slatti en samt frekar lítil ef nota á þá til rekstur annars en bílana sjálfra. Stór heimilistæki eru t.d. frekar orkufrek þótt þau séu alltaf að batna. Þú ert ekki að fara að keyra heimilið þitt í langan tíma á einni hleðslu ef þú þarft að þvo þvott, keyra ísskáp, frystikistu, sjónvarp og fleira í þeim dúr, hvað þá geyma orku fyrir aðra. Væri annað ef allir myndu bara keyra almenna lýsingu.
Ég held það sé ekki raunhæft að hafa það opið sem kost að semja við rafbílaeigendur til orkugeymslu. Fullt af fólki myndi bara ekki vilja það og einhverjir væru að nota bílana sína sjálfir. Rýmd ónægs fjölda rafgeyma væri hvort eð er bara dropi í hafið miðað við orkuþörf rafkerfisins í heild.
En svo kemur reyndar á móti að ekki þyrfi endalaust að vera að geyma orku vegna logns, en hvað ef ætti að geyma alla umframorku sem verður til? Bíleigendur þurftu þá endalaust að vera tengdir inná kerfið, sem er frekar óraunhæft.
Fyrir mína parta t.d. þá myndi ég ekki taka þátt í svona aðgerð, því það dregur úr líftíma geymanna. Það er ekki mitt að leggja út fyrir kostnaði fyrir kerfi sem á að vera á höndum ríkisins.
Við ættum þá helst að setja upp svona geyma eins og Elon Musk setti upp í Ástralíu fyrir nokkrum mánuðum, ábyrgðina ætti ekki að setja á almenning, sem gæti það hvort eð er ekki.
Við þurfum að vera raunhæf, afköst á blaði standast yfirleitt aldrei í raunheimum því það eru töp allsstaðar.
Þegar næsta bylting í orkugeymslu/rafhlöðum verður breytast forsendur gríðarlega. Oft les maður um að það sé stutt í hana en lítið gerist samt einhvernveginn.

Hvernig færðu það samt út að vindar blási meira þegar það minnkar í uppistöðulónum virkjana? Ég leyfi mér að efast um samhengi á milli þurrka og vinda í þessum skilningi.

En er varðar vindmillur. Hvaða vindmillur sem er, þá vona ég bara heitt og innilega að þau mál verði ekki unnin eins og þessar þrjár sem voru settar upp á sínum tíma, (var það í Þykkvabænum?) Þar sem hætt var að framleiða þær löngu áður en þær voru settar upp hér. Þær biluðu og voru bara bilaðar.

Vinnum þetta vel og notum sem flest því allt telur, bara mismikið.

Sæstrengur tel ég vera algjört rugl, allir geta sett upp endurnýjanlega orkuframleiðslu og töp á svona löngum strengjum eru allt of há til að það sé sniðugt fyrir okkur. Þar til það verður hægt að framleiða háspennulínur úr graphine eða stanene a.m.k.

Mér finnst ekki að það eigi að horfa of mikið í kostnað því ef það væri of mikið gert þá erum við ekki að fara að gera þetta nógu hratt. Loftslagsmálin eru ekki metin til fjár, heldur lífs.

2 Likes

Þetta ásamt staðhæfingunni að vindmyllur passa vel við fallvötn því vindmyllur virka illa þegar virkjanir virka vel og öfugt, er allt í þessu viðtali sem ég er búinn að týna. Ég held þetta hafi farið þegar heimasíðan þurrkaðist út hérna um daginn.

Orkugeymsla per bíl er alltaf að aukast. Nú eru komnir bílar sem drífa 500km á einni hleðslu. Það hlýtur að vera einhver orka. Og orkan per bíl mun alltaf aukast. Á móti kemur að fjöldi bílanna mun hrynja þegar þeir verða sjálfkeyrandi. Þannig að þetta er svona í báðar áttir.

Það var ein sett upp í Þykkvabænum, og það var eitthvað klúður. Nágrannarnir voru víst pirraðir því það var verið að troða einhverjum háværum vindmyllum ofan í þá. En á undan því skellti Landsvirkjun upp tveim í Búrfellslundi og þær heppnuðust mjög vel. Enda ekki nokkur maður þar og endalaust rok. Getur séð um Búrfellslundavindmyllurnar í myndbandinu sem ég vísaði í.

Það er mögulegt að sæstrengur sé ekki málið, fer eftir orkutapi og kostnaði og svona. En það er mjög mis dýrt að skella upp endurnýjanlegri orkuframleiðslu. Vindmyllur virka t.a.m. alveg gríðarlega misvel milli heimshluta. Það eru fullt af svæðum sem hafa ekkert sérstaklega sterka sól og ekkert sérstaklega öflugan vind.

Já og til viðbótar að þá er kostnaðurinn oft þróunarkostnaður og kostnaður vegna lítils skala. En þetta tvennt er kostnaður sem minnkar því meir er fjárfest í þessum tæknum. Hver og einn er ekkert að líta á það þegar hann reiknar dæmið fyrir sjálfan sig, en fyrir heildina er það aðal atriðið. Þ.e.a.s. ef við fjárfestum í vindmyllum, þá lækkar verðið á vindmyllum til allra hinna. Heilt á litið eru endurnýjanlegir orkugjafar miiiklu ódýrari heldur en kol. Mæli með því þú lítir á þennan fyrirlesturinn “exponential energy” sem ég postaðu hérna ofar.

Var að skoða þessa umræðu hér, hafði ekki tekið eftir henni.
Hér er innlegg í umræðuna, grein eftir undirritaðann og Egil B. Hreinsson, professor emeritus í orkuverkfræði við HÍ.

FRAMSÆKIN ORKUSTEFNA GETUR SKILAÐ MIKLU

Á Íslandi má framleiða mörg þúsund megavött af raforku með vindmillum án verulegra umhverfisáhrifa annarra en sjónmengunar og slíkra áhrifa. Framleiðslukostnaður vindorku hefur lækkað svo mikið undanfarin ár að hann nálgast kostnaðinn við vatnsorku og jarðvarma. Góðum virkjanakostum í vatnsafli og jarðvarma fer fækkandi og því er kærkomið að margir staðir á landinu henta vel fyrir vindorkugarða.

Þegar er kominn fram áhugi á að framleiða hér yrir 1000 MW af rafmagni með vindorku og ljóst að áhuginn mun bara vaxa. Útlit er fyrir að auðveldlega verði hægt að fullnægja fyrirsjáanlegri innlendri eftirspurn eftir raforku til langrar framtíðar og auk þess ætti að verða nóg eftir til útflutnings um sæstrengi ef til kemur.

Hér er um risastórt mál að ræða fyrir þjóðina og því mikilvægt að horfa strax á stóru myndina og marka framsækna orkustefnu. Hér eru nokkur atriði í því sambandi.

Skilgreina þarf umhverfis og auðlindagjald fyrir orkuframleiðslu
hvort sem er með vatni, hita eða vindi. Í Noregi er þegar í dag lagt á auðlindagjald sem nemur um 1/3 af hagnaði orkuframleiðenda. Reglur EES kalla nú á samræmt auðlindagjald, og hefur það verið til athugunar í starfshópi ráðuneyta í nokkur ár og mikilvægt að fá álit hans sem fyrst. Í tilfelli vindorku ætti að vera um að ræða umhverfisgjald fyrir aðgang að þeim takmörkuðu gæðum að fá heimild til að setja upp vindorkugarða þrátt fyrir þá sjónmengun og önnur áhrif sem þeir hafa. Umhverfis- og auðlindagjaldið mun geta numið a.m.k. tugum milljarða króna á ári.

Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu 16.5.2019

Gera þarf rammaáætlun og skipuleggja vindorkugarða. Skilgreina þarf heppilegustu svæðin á landinu fyrir vindorkugarða út frá umhverfissjónarmiðum og tengingum við orkuflutningskerfi Landsnets. Taka þarf tillit til mögulegrar tengingar við raforkukerfi Evrópu um sæstreng. Margir landeigendur t. d. sveitarfélög munu vilja að þeirra land verði skilgreint sem heppilegt svæði vegna teknanna sem vænta má. Mikilvægt er að eignarhald Landsnets sé sem mest óháð orkuframleiðendum til að minnka hættu á því að einum sé hyglað umfram annan, eins og reglur Orkupakka 3 kveða á um, þó undanþága hafi fengist frá því.

Vatnsaflsvirkjanirnar okkar nýtast vel til að jafna sveiflur í framleiðslu vindorkuvera. Með tilkomu verulegrar vindorkuframleiðslu og með því að stórauka afl vatnsaflsvirkjananna, sem kostar brot af meðalaflkostnaði nýrra virkjana, má spara vatn í miðlunum þegar vindorkan er á fullu en nýta það þeim mun betur þegar hægir á vindinum. Tenging við orkukerfi Evrópu í framtíðinni nýtist ef til kemur líka til að jafna út sveiflur.

Mikilvægt er að koma á innlendum uppboðsmarkaði rafmagns þar sem verð er að breytast á hverri klst eða innan klst, til að stýra álagi á raforkukerfið, og ofangreindu samspili breytilegs vinds og vatns. Þá er unnt að nýta betur þá raforku sem er til staðar, auk þess sem slíkur markaður er skilvirk leið til virkra viðskipta og að leiða fram raunverð orkunnar á hverjum tíma. Hönnun markaðarins þarf að taka mið af sérstöðu íslenska raforkukerfisins og beita þarf viðurkenndum samkeppnissjónarmiðum til að efla virkni orkumarkaðarins.

Kanna þarf kosti og galla, kostnað og ábata sæstrengja til fulls . Ef þeir reynast raunhæfir og hagkvæmir eins og margt bendir til mun verðmæti hérlendra orkuauðlinda aukast. Svipað og gerðist með sjávarútvegsauðlindina þegar við fórum að geta flutt aflann út ferskan. Lítið er kvartað undan háu fiskverði því fólk veit að hátt heimsmarkaðsverð á fiski hefur skapað efnahagslegar framfarir á Íslandi. Svipað mun gilda um raforkuna ef útflutningur verður fær.

Vegna þess hversu fjárfrek og áhættusöm lagning sæstrengs er, er takmarkaður vilji til að opinberir aðilar standi að verkefninu að öðru leyti en mögulega að heimila það og gera viðeigandi ráðstafanir innanlands. Hins vegar ef einkaaðilar myndu vilja leggja í áhættuna við sæstreng og njóta þá arðseminnar ef vel gengur, kæmi til greina að bjóða verkefnið út alþjóðlega, sem einkaframkvæmd. Hugsanlega mætti hafa ákvæði um að verkefnið borgaði „tengigjald“ til að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir Landsnets við að flytja orkuna að landtökustað strengsins. Þá kemur sér vel að hér gildi samevrópskar reglur bæði um flutninginn og orkumarkaðinn.

Þjóðhagslegur ábati vegna beislunar vindorkunnar og hækkunar raforkuverðs ef til tengingar við raforkumarkað Evrópu kemur getur orðið gríðarlega mikill. Raforkuútgjöld meðalheimilis munu hækka lítillega, segjum um 10.000kr á ári en þjóðhagslegur ábati gæti hins vegar numið um 1 milljón króna á ári mælt á heimili. Tekjur ríkis og sveitarfélaga munu aukast um marga tugi milljarða króna og verða a.m.k. álíka miklar og af ferðaþjónustunni.

Það er því ekki eftir neinu að bíða að móta framsækna orkustefnu til framtíðar og hefjast handa við aðgerðir. Ekki mun af veita því hér skortir fé í heilbrigðiskerfið, samgöngur og nánast öll verkefni sameiginlegu sjóðanna.

Höfundar:

Egill Benedikt Hreinsson, rekstrarverkfræðingur og prófessor emeritus í raforkuverkfræði

Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur og f.v. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur

2 Likes

Rafhlöður og rafgeymsla er hlutur sem er til, líka á stærri skala, nú þegar, og er alltaf í þróun.
Nýustu batteríin byggja á saltvatni þannig að það styttist í að umhverfisvandamál sem fylgja eiturefnum í rafgeymum eru á undanhaldi.
Það að vinda lægji og ský dragi fyrir sól hafa ekki verið rök gegn vind né sólarorku í talsverðann tíma nú þegar.

1 Like

Já, og sjálfsagt áhugavert í því ljósi að benda á að öflugustu og skjótvirkustu rafgeymslur, sem eru notaðar á nokkuð stórum skala í jöfnun á rafmagnskerfum erlendis, byggja á vatnsorkuverum þar sem tímabil umframorku eru notuð til að dæla vatni upp í geymslulón. Slík kerfi eru, a.m.k. enn sem komið er og þónokkuð í fyrirsjáanlega framtíð, nokkrum tugum sinnum öflugri en efnarafhlöður.

3 Likes

Dæmi um svoleiðis ‘rafgeymi’ (video)

2 Likes